Arfurinn Guðmundur Andri Thorsson skrifar 23. september 2013 10:30 Erlendur bakrauf, Jósteinn glenna, Ásmundur kastanrassi. Þorsteinn göltur, Jón fjósi, Pétur glyfsa. Þorbjörn meri, Guðmundur kvíagimbill, Böðvar lítilskeita. Óhæfu-Geir, Þorbjörn skakkur, Þorkell rostungur. Skratta-Björn, Koðrán skrökkur, Sighvatur slappi, Ögmundur vandræðamágur, Hámundur vorbelgur, Ólafur tottur …Íslensk þjóðmenning Þetta er arfurinn. Nokkur viðurnefni tekin af handahófi úr Sturlungu – þessu hreyttu þeir hver framan í annan milli þess sem þeir köstuðu grjóti hver í annan og reyndu að sarga hausinn hver af öðrum með bitlausum vopnum. En orðin voru ekki bitlaus. Og svona hafa Íslendingar löngum talað saman – þetta er arfurinn – uppnefni og gagnkvæmur skætingur. Yfirleitt er uppnefnið tengt meintu útlitslýti eða einhverri sögu um viðkomandi einstakling, gjarnan af neyðarlegu atviki sem hamrað er á til að viðkomandi gleymi aldrei sínum verstu stundum; haldi ekki að hann/hún sé eitthvað. Þetta er einkenni á kúltur þar sem fólk vill helst búa afskekkt og í friði fyrir öðrum, en neyðist til að búa í návígi – og kann alls ekki vel hvert við annað. Svona ertni í nafngiftum getur birst á margs konar hátt. Hún getur líka snúist um að snúa nafni viðkomandi einstaklings þannig að honum sé skapraun að og þrástagast síðan á þeim útúrsnúningi í þeirri viðleitni að valda viðkomandi vanlíðan. Flest erum við einkennilega viðkvæm fyrir nafninu okkar: höfum allt að því smásmugulegar skoðanir á því hvernig það skuli haft; kona sem héti til dæmis Vilborg gæti unað því vel að vera kölluð Villa en brugðist ókvæða við því að vera nefnd Bogga. Af hverju? Af því að í nafninu birtist kjarni okkar. Þess vegna er það alveg sérstök tegund af óvirðingu hjá Davíð Oddssyni að neita markvisst að kalla eftirmann sinn í stóli borgarstjóra því nafni sem hann heitir, Jón Gnarr, en kenna hann þess í stað ævinlega við föður sinn, Jón G. Kristinsson, Jón Gunnar Kristinsson. Með því neitar hann Jóni um þau sjálfsögðu réttindi hvers og eins að skilgreina sig sjálfur. Þetta er raunar rauður þráður í samskiptum Davíðs við aðra en viðhlæjendur sína: sífelld viðleitni að skilgreina aðra sem eitthvað sem þeir eru ekki og vilja ekki vera. Kannski er skríkjandi hirð kringum ritstjórann, en almennt held ég að flest fólk standi hjá og sé hálf hvumsa yfir þeim vanþroska sem svona athæfi sýnir. Af hverju lætur maðurinn svona? Það er af því að hann telur að þetta sé veikasti bletturinn á Jóni Gnarr. Hin ágæta bók Jóns, Sjóræninginn, fjallar öðrum þræði um erfitt samband Jóns við föður sinn og er með bestu lýsingum á sambandi sonar og föður sem ég man eftir í bókmenntum okkar, sár og fyndin, mótsagnakennd, full af tilfinningum. Davíð Oddsson stendur greinilega í þeirri trú að Jóni sé skapraun að því að vera kenndur við föður sinn, en eins og bókin leiðir í ljós er samband þeirra flóknara en svo. Jón Gnarr er áreiðanlega mjög erfiður pólitískur andstæðingur. Það er erfitt að uppnefna mann sem búinn er að uppnefna sig sjálfur. Það er erfitt að gera grín að manni sem sjálfur gerir grín að sjálfum sér. Það er erfitt að sýna fram á vanþekkingu manns sem aldrei hefur þóst hafa öll svör á reiðum höndum og hugsar stundum upphátt í viðtölum án þess að komast að niðurstöðu.Samtök um hjóllausan lífsstíl Því meðal þess sem hrifið hefur margt fólk við Jón Gnarr í starfi borgarstjóra er sjálfur ófullkomleiki hans í starfi, einlægni hans, glíma hans við að ná tökum á þessu einkennilega hlutverki sem borgarbúar hafa lyft honum upp í – og augljós löngun hans til að láta gott af sér leiða. Og þótt hann kunni stundum að virðast úti á þekju í einstökum málum er stefnan sem mörkuð hefur verið í núverandi borgarstjórn samt býsna skýr í ótal málum og þar hafa borgarfulltrúar unnið vel saman þvert á flokkslínur; þarna er ungt fólk sem alið er upp í borginni og ann henni, hefur þá sjálfsmynd að vera borgarbúar frekar en aðkomumenn, og hefur býsna skýrar hugmyndir um það hvernig borgin eigi að þróast áfram. Hlutirnir takast vissulega misvel en borgarbúar hafa þá mynd af núverandi borgarstjórn – fulltrúum allra flokka – að þar vilji fólk starfa almenningi til heilla og dregið hafi úr því verktakaræði með tilheyrandi turnafári sem við þekkjum svo átakanlega vel hér á landi. Sjálfstæðisflokkurinn þarf nú að gera upp við sig hvort hann ætlar að daga uppi sem nokkurs konar stjórnmálaarmur Samtaka um hjóllausan lífsstíl. Miklir bílréttindafrömuðir hafa stigið fram og kvartað hástöfum yfir því að hagsmunir fólks skuli teknir fram yfir hagsmuni bíla. Þannig hugsa ekki hinir yngri borgarfulltrúar Sjálfstæðismanna; þau starfa af heilindum og eru málefnaleg. Nú þurfa þau að verjast atlögum úr Hádegismóum, þar sem reynt er að gera staðsetningu flugvallar að svipuðu æsingaefni og Davíð þyrlaði upp á sínum tíma þegar hann hamaðist gegn byggð við Rauðavatn, þar sem hann situr nú daglega við þá iðju að uppnefna Jón Gnarr og átelja Obama fyrir að hafa ekki ráðist inn í Sýrland til að fá stjórnina þar til að afhenda vopnin sem þau eru einmitt að afhenda núna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun
Erlendur bakrauf, Jósteinn glenna, Ásmundur kastanrassi. Þorsteinn göltur, Jón fjósi, Pétur glyfsa. Þorbjörn meri, Guðmundur kvíagimbill, Böðvar lítilskeita. Óhæfu-Geir, Þorbjörn skakkur, Þorkell rostungur. Skratta-Björn, Koðrán skrökkur, Sighvatur slappi, Ögmundur vandræðamágur, Hámundur vorbelgur, Ólafur tottur …Íslensk þjóðmenning Þetta er arfurinn. Nokkur viðurnefni tekin af handahófi úr Sturlungu – þessu hreyttu þeir hver framan í annan milli þess sem þeir köstuðu grjóti hver í annan og reyndu að sarga hausinn hver af öðrum með bitlausum vopnum. En orðin voru ekki bitlaus. Og svona hafa Íslendingar löngum talað saman – þetta er arfurinn – uppnefni og gagnkvæmur skætingur. Yfirleitt er uppnefnið tengt meintu útlitslýti eða einhverri sögu um viðkomandi einstakling, gjarnan af neyðarlegu atviki sem hamrað er á til að viðkomandi gleymi aldrei sínum verstu stundum; haldi ekki að hann/hún sé eitthvað. Þetta er einkenni á kúltur þar sem fólk vill helst búa afskekkt og í friði fyrir öðrum, en neyðist til að búa í návígi – og kann alls ekki vel hvert við annað. Svona ertni í nafngiftum getur birst á margs konar hátt. Hún getur líka snúist um að snúa nafni viðkomandi einstaklings þannig að honum sé skapraun að og þrástagast síðan á þeim útúrsnúningi í þeirri viðleitni að valda viðkomandi vanlíðan. Flest erum við einkennilega viðkvæm fyrir nafninu okkar: höfum allt að því smásmugulegar skoðanir á því hvernig það skuli haft; kona sem héti til dæmis Vilborg gæti unað því vel að vera kölluð Villa en brugðist ókvæða við því að vera nefnd Bogga. Af hverju? Af því að í nafninu birtist kjarni okkar. Þess vegna er það alveg sérstök tegund af óvirðingu hjá Davíð Oddssyni að neita markvisst að kalla eftirmann sinn í stóli borgarstjóra því nafni sem hann heitir, Jón Gnarr, en kenna hann þess í stað ævinlega við föður sinn, Jón G. Kristinsson, Jón Gunnar Kristinsson. Með því neitar hann Jóni um þau sjálfsögðu réttindi hvers og eins að skilgreina sig sjálfur. Þetta er raunar rauður þráður í samskiptum Davíðs við aðra en viðhlæjendur sína: sífelld viðleitni að skilgreina aðra sem eitthvað sem þeir eru ekki og vilja ekki vera. Kannski er skríkjandi hirð kringum ritstjórann, en almennt held ég að flest fólk standi hjá og sé hálf hvumsa yfir þeim vanþroska sem svona athæfi sýnir. Af hverju lætur maðurinn svona? Það er af því að hann telur að þetta sé veikasti bletturinn á Jóni Gnarr. Hin ágæta bók Jóns, Sjóræninginn, fjallar öðrum þræði um erfitt samband Jóns við föður sinn og er með bestu lýsingum á sambandi sonar og föður sem ég man eftir í bókmenntum okkar, sár og fyndin, mótsagnakennd, full af tilfinningum. Davíð Oddsson stendur greinilega í þeirri trú að Jóni sé skapraun að því að vera kenndur við föður sinn, en eins og bókin leiðir í ljós er samband þeirra flóknara en svo. Jón Gnarr er áreiðanlega mjög erfiður pólitískur andstæðingur. Það er erfitt að uppnefna mann sem búinn er að uppnefna sig sjálfur. Það er erfitt að gera grín að manni sem sjálfur gerir grín að sjálfum sér. Það er erfitt að sýna fram á vanþekkingu manns sem aldrei hefur þóst hafa öll svör á reiðum höndum og hugsar stundum upphátt í viðtölum án þess að komast að niðurstöðu.Samtök um hjóllausan lífsstíl Því meðal þess sem hrifið hefur margt fólk við Jón Gnarr í starfi borgarstjóra er sjálfur ófullkomleiki hans í starfi, einlægni hans, glíma hans við að ná tökum á þessu einkennilega hlutverki sem borgarbúar hafa lyft honum upp í – og augljós löngun hans til að láta gott af sér leiða. Og þótt hann kunni stundum að virðast úti á þekju í einstökum málum er stefnan sem mörkuð hefur verið í núverandi borgarstjórn samt býsna skýr í ótal málum og þar hafa borgarfulltrúar unnið vel saman þvert á flokkslínur; þarna er ungt fólk sem alið er upp í borginni og ann henni, hefur þá sjálfsmynd að vera borgarbúar frekar en aðkomumenn, og hefur býsna skýrar hugmyndir um það hvernig borgin eigi að þróast áfram. Hlutirnir takast vissulega misvel en borgarbúar hafa þá mynd af núverandi borgarstjórn – fulltrúum allra flokka – að þar vilji fólk starfa almenningi til heilla og dregið hafi úr því verktakaræði með tilheyrandi turnafári sem við þekkjum svo átakanlega vel hér á landi. Sjálfstæðisflokkurinn þarf nú að gera upp við sig hvort hann ætlar að daga uppi sem nokkurs konar stjórnmálaarmur Samtaka um hjóllausan lífsstíl. Miklir bílréttindafrömuðir hafa stigið fram og kvartað hástöfum yfir því að hagsmunir fólks skuli teknir fram yfir hagsmuni bíla. Þannig hugsa ekki hinir yngri borgarfulltrúar Sjálfstæðismanna; þau starfa af heilindum og eru málefnaleg. Nú þurfa þau að verjast atlögum úr Hádegismóum, þar sem reynt er að gera staðsetningu flugvallar að svipuðu æsingaefni og Davíð þyrlaði upp á sínum tíma þegar hann hamaðist gegn byggð við Rauðavatn, þar sem hann situr nú daglega við þá iðju að uppnefna Jón Gnarr og átelja Obama fyrir að hafa ekki ráðist inn í Sýrland til að fá stjórnina þar til að afhenda vopnin sem þau eru einmitt að afhenda núna.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun