Íslenskt rapp í nýjum búningi Gunnar Leó Pálsson skrifar 16. september 2013 09:00 Emmsjé Gauti, Úlfur Úlfur og Agent Fresco koma fram í Hörpu í október. fréttablaðið/stefán Rapparinn Emmsjé Gauti, Úlfur Úlfur og hljómsveitin Agent Fresco koma fram á tónleikum sem haldnir verða í Kaldalóni í Hörpu 18. október. Agent Fresco verður í hlutverki húshljómsveitar og mun sjá um undirleik fyrir bæði Gauta og Úlf Úlf. „Það má gera ráð fyrir því að sum laganna verði sett í nýjan búning með tilkomu Agent Fresco. Hugmyndin um að hafa lifandi hljómsveit í stað plötusnúða tíðkast víða erlendis og mér þótti spennandi hugmyndin að fá lifandi sveit með Gauta og Úlfi Úlfi,“ segir Friðrik Salvar Bjarnason, skipuleggjandi tónleikanna. Hann segir hugmyndina að þeim hafa sprottið upp snemma á þessu ári og í kjölfarið hafi hann sótt um styrk. „Við fengum styrk frá Ýli, sem er tónlistarsjóður Hörpu og styrkir unga listamenn í framkvæmdahug, og hefðum við ekki getað framkvæmt þetta án þess að fá styrk.“ Friðrik lofar glæsilegum tónleikum, enda er það ekki á hverjum degi sem þessir ólíku en hæfileikaríku menn troða upp saman. Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Rapparinn Emmsjé Gauti, Úlfur Úlfur og hljómsveitin Agent Fresco koma fram á tónleikum sem haldnir verða í Kaldalóni í Hörpu 18. október. Agent Fresco verður í hlutverki húshljómsveitar og mun sjá um undirleik fyrir bæði Gauta og Úlf Úlf. „Það má gera ráð fyrir því að sum laganna verði sett í nýjan búning með tilkomu Agent Fresco. Hugmyndin um að hafa lifandi hljómsveit í stað plötusnúða tíðkast víða erlendis og mér þótti spennandi hugmyndin að fá lifandi sveit með Gauta og Úlfi Úlfi,“ segir Friðrik Salvar Bjarnason, skipuleggjandi tónleikanna. Hann segir hugmyndina að þeim hafa sprottið upp snemma á þessu ári og í kjölfarið hafi hann sótt um styrk. „Við fengum styrk frá Ýli, sem er tónlistarsjóður Hörpu og styrkir unga listamenn í framkvæmdahug, og hefðum við ekki getað framkvæmt þetta án þess að fá styrk.“ Friðrik lofar glæsilegum tónleikum, enda er það ekki á hverjum degi sem þessir ólíku en hæfileikaríku menn troða upp saman.
Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira