Meiri hiphop-áhrif hjá Arctic Monkeys Freyr Bjarnason skrifar 12. september 2013 08:00 Rokkararnir í Arctic Monkeys frá Sheffield á Englandi hafa gefið út sína fimmtu breiðskífu. Hún kemur út á vegum Domino og nefnist AM. Upptökustjórn annaðist James Ford sem hefur unnið með hljómsveitinni síðan 2007. Honum til aðstoðar var Ross Orton og fóru upptökurnar fram í Los Angeles og Joshua Tree í Kaliforníu. Gestur á plötunni var Josh Homme úr Queens of the Stone Age, sem var einmitt annar af upptökustjórum þriðju plötu Arctic Monkeys, Humbug. Forsprakki Arctic Monkeys, Alex Turner, var einmitt gestur á nýjustu plötu Queens of the Stone Age, …Like Clockwork. Einnig spiluðu á AM þeir Pete Thomas, sem hefur trommað með Elvis Costello og Tom Waits, og Bill Ryder-Jones, fyrrverandi meðlimur ensku sveitarinnar The Coral. Fyrstu tvær plötur Arctic Monkeys, Whatever People Say I Am, That's What I'm Not og Favourite Worst Nightmare, höfðu yfir sér ungæðislegan blæ þar sem krafturinn var í fyrirrúmi. Tónninn á Humbug var þroskaðri og fágaðri þar sem gítarsóló fengu að njóta sín meira en áður. Síðasta plata, Suck it and See, hafði yfir sér léttara yfirbragð en Humbug og fékk fína dóma eins og flestar plötur Arctic Monkeys hafa fengið. Í viðtali á vefsíðu BBC segir Alex Turner hljómsveitina vera undir áhrifum frá hiphop-tónlist á nýju plötunni. „Textarnir okkar hafa alltaf verið undir áhrifum frá hiphop-tónlist en núna eru áhrifin meira áberandi í lögunum. Við fáum ýmislegt lánað frá þessum heimi á plötunni, þar á meðal trommuhljóminn,“ sagði hann. AM hefur verið sérlega vel tekið af gagnrýnendum. Tímaritin Q og Mojo gefa henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum, rétt eins og blaðið The Guardian. Rolling Stone skellir á hana þremur og hálfri stjörnu af fimm og NME gefur henni fullt hús, eða 10 í einkunn. Þar segir gagnrýnandinn AM vera bestu plötu sveitarinnar og hugsanlega þá bestu sem hefur komið út síðasta áratuginn, hvorki meira né minna. Arctic Monkeys hóf AM-tónleikaferðalagið sitt í maí í Kaliforníu en hljómsveitarmeðlimir búa núna í Los Angeles. Alls verða tónleikarnir sextíu talsins. Fram undan eru tónleikar í Norður-Ameríku og Evrópu það sem eftir lifir ársins. Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Rokkararnir í Arctic Monkeys frá Sheffield á Englandi hafa gefið út sína fimmtu breiðskífu. Hún kemur út á vegum Domino og nefnist AM. Upptökustjórn annaðist James Ford sem hefur unnið með hljómsveitinni síðan 2007. Honum til aðstoðar var Ross Orton og fóru upptökurnar fram í Los Angeles og Joshua Tree í Kaliforníu. Gestur á plötunni var Josh Homme úr Queens of the Stone Age, sem var einmitt annar af upptökustjórum þriðju plötu Arctic Monkeys, Humbug. Forsprakki Arctic Monkeys, Alex Turner, var einmitt gestur á nýjustu plötu Queens of the Stone Age, …Like Clockwork. Einnig spiluðu á AM þeir Pete Thomas, sem hefur trommað með Elvis Costello og Tom Waits, og Bill Ryder-Jones, fyrrverandi meðlimur ensku sveitarinnar The Coral. Fyrstu tvær plötur Arctic Monkeys, Whatever People Say I Am, That's What I'm Not og Favourite Worst Nightmare, höfðu yfir sér ungæðislegan blæ þar sem krafturinn var í fyrirrúmi. Tónninn á Humbug var þroskaðri og fágaðri þar sem gítarsóló fengu að njóta sín meira en áður. Síðasta plata, Suck it and See, hafði yfir sér léttara yfirbragð en Humbug og fékk fína dóma eins og flestar plötur Arctic Monkeys hafa fengið. Í viðtali á vefsíðu BBC segir Alex Turner hljómsveitina vera undir áhrifum frá hiphop-tónlist á nýju plötunni. „Textarnir okkar hafa alltaf verið undir áhrifum frá hiphop-tónlist en núna eru áhrifin meira áberandi í lögunum. Við fáum ýmislegt lánað frá þessum heimi á plötunni, þar á meðal trommuhljóminn,“ sagði hann. AM hefur verið sérlega vel tekið af gagnrýnendum. Tímaritin Q og Mojo gefa henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum, rétt eins og blaðið The Guardian. Rolling Stone skellir á hana þremur og hálfri stjörnu af fimm og NME gefur henni fullt hús, eða 10 í einkunn. Þar segir gagnrýnandinn AM vera bestu plötu sveitarinnar og hugsanlega þá bestu sem hefur komið út síðasta áratuginn, hvorki meira né minna. Arctic Monkeys hóf AM-tónleikaferðalagið sitt í maí í Kaliforníu en hljómsveitarmeðlimir búa núna í Los Angeles. Alls verða tónleikarnir sextíu talsins. Fram undan eru tónleikar í Norður-Ameríku og Evrópu það sem eftir lifir ársins.
Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp