Undirheimar Reykjavíkur Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 11. september 2013 12:00 Stundum finnst manni samfélagið vera einfalt; að allir séu eins og maður sjálfur og starfsemin öll á yfirborðinu. Það er auðvitað ekki satt. Í samfélaginu fyrirfinnast undirheimar og það er ótrúlegasta fólk sem tilheyrir þeim. Læknirinn þinn, afgreiðslumaðurinn í skóbúðinni, frænka þín eða jafnvel pabbi þinn gætu tilheyrt þessu dulda samfélagi. Nýr vinur minn dró mig inn í undirheimana fyrir hálfgerða slysni um daginn. Hann er öldungur, vanur frjálsræði og munaði. Hann flutti inn til mín með allt sitt hafurtask; rúm, matarbirgðir, hægindastól og klórutré. Hann heitir Ísabelli og er heimilisköttur. Ég kolféll fyrir kettinum um leið og ég hitti hann. Það var eitthvað við augnaráðið og sjálfsöryggið. Ég tiplaði á tánum, skáskaut augunum til hans og óskaði þess að hann skriði í fangið á mér. Í stuttu máli sagt missti ég algjörlega vitið þegar 12 ára köttur flutti inn á heimilið. Ég hefði aldrei trúað þessu. En á meðan ég dáðist að kettinum var Ísabelli að plotta. Hann gekk um íbúðina, grandskoðaði hvern krók og kima og eftir fjögurra daga sambúð lét hann sig hverfa. Þetta hafði verið ósköp venjulegur þriðjudagur. Ég kom heim og Ísabelli tók á móti mér, brosandi. Ég sver það, hann brosti. Ég fylltist mikilli gleði, enda hafði hann verið dálítið feiminn hingað til. Hann fylgdi mér síðan upp í rúm og lá hjá mér malandi þangað til ég sofnaði. Morguninn eftir var hann horfinn. Hvarfi Ísabella fylgdi mikil angist. Skjálfandi skráði ég mig inn á Facebook og komst fljótlega í kynni við undirheima Reykjavíkur. Á Facebook er nefnilega stór hópur sem kallast Kattavaktin. Ég er dolfallin yfir öllum kattavinunum sem þar koma saman og hjálpast að við að henda reiður á týndum köttum á höfuðborgarsvæðinu. Og samúðin er þvílík að mig langar helst að halda árshátíð. Trú mín á mannkynið efldist til muna. En ef þið annars rekist á grábröndóttan kött með rauða ól og hvítan blett á bakinu viljið þið þá segja honum að koma heim. Ég sakna hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þórlaug Óskarsdóttir Mest lesið Baráttan gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi heldur áfram Svandís Svavarsdóttir Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Byggð á Geldinganesi? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór
Stundum finnst manni samfélagið vera einfalt; að allir séu eins og maður sjálfur og starfsemin öll á yfirborðinu. Það er auðvitað ekki satt. Í samfélaginu fyrirfinnast undirheimar og það er ótrúlegasta fólk sem tilheyrir þeim. Læknirinn þinn, afgreiðslumaðurinn í skóbúðinni, frænka þín eða jafnvel pabbi þinn gætu tilheyrt þessu dulda samfélagi. Nýr vinur minn dró mig inn í undirheimana fyrir hálfgerða slysni um daginn. Hann er öldungur, vanur frjálsræði og munaði. Hann flutti inn til mín með allt sitt hafurtask; rúm, matarbirgðir, hægindastól og klórutré. Hann heitir Ísabelli og er heimilisköttur. Ég kolféll fyrir kettinum um leið og ég hitti hann. Það var eitthvað við augnaráðið og sjálfsöryggið. Ég tiplaði á tánum, skáskaut augunum til hans og óskaði þess að hann skriði í fangið á mér. Í stuttu máli sagt missti ég algjörlega vitið þegar 12 ára köttur flutti inn á heimilið. Ég hefði aldrei trúað þessu. En á meðan ég dáðist að kettinum var Ísabelli að plotta. Hann gekk um íbúðina, grandskoðaði hvern krók og kima og eftir fjögurra daga sambúð lét hann sig hverfa. Þetta hafði verið ósköp venjulegur þriðjudagur. Ég kom heim og Ísabelli tók á móti mér, brosandi. Ég sver það, hann brosti. Ég fylltist mikilli gleði, enda hafði hann verið dálítið feiminn hingað til. Hann fylgdi mér síðan upp í rúm og lá hjá mér malandi þangað til ég sofnaði. Morguninn eftir var hann horfinn. Hvarfi Ísabella fylgdi mikil angist. Skjálfandi skráði ég mig inn á Facebook og komst fljótlega í kynni við undirheima Reykjavíkur. Á Facebook er nefnilega stór hópur sem kallast Kattavaktin. Ég er dolfallin yfir öllum kattavinunum sem þar koma saman og hjálpast að við að henda reiður á týndum köttum á höfuðborgarsvæðinu. Og samúðin er þvílík að mig langar helst að halda árshátíð. Trú mín á mannkynið efldist til muna. En ef þið annars rekist á grábröndóttan kött með rauða ól og hvítan blett á bakinu viljið þið þá segja honum að koma heim. Ég sakna hans.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun