Þegar hún var góð… Jónas Sen skrifar 3. september 2013 09:00 I, Culture "Áhrifamesti dagskrárliðurinn var án efa hljómsveit-arkonsert-inn eftir Bartók. Þetta skemmtilega verk lék í höndunum á sveitinni.“ Tónlist, I, Culture hljómsveitin hélt tónleika í Hörpu Stjórnandi: Kirill Karabits.Einleikari: Khatia Buniatishvili. Eftir að Harpan var opnuð hafa íslenskir tónleikagestir fengið nokkur tækifæri til að hlýða á erlendar sinfóníuhljómsveitir á lifandi tónleikum. Heyra mátti eina slíka á fimmtudagskvöldið, að þessu sinni I, Culture Orchestra. Það hljómar eins og nafn á einhverju appi. Sennilega er nafngiftin komin til vegna þess að allir hljómsveitarmeðlimirnir eru undir þrítugu. En þetta er líka ung hljómsveit í öðrum skilningi, því hún var stofnuð fyrir tveimur árum. Hljómsveitin hefur verið kölluð Ungliðahljómsveit Austur-Evrópu. Hljóðfæraleikararnir eru frá Póllandi, Armeníu, Hvíta-Rússlandi, Aserbaídsjan, Georgíu, Moldavíu og Úkraínu. Markmið hljómsveitarinnar er m.a. að stuðla að auknu samstarfi þessara þjóða. Ekki ósennilega er innblásturinn kominn frá The West-Eastern Divan Orchestra, sem Daníel Barenboim stendur að. Það er líka ungmennasveit og eru meðlimirnir frá löndum sem lengi hafa háð stríð, eins og Palestínu og Ísrael. Tilgangurinn er að sýna fram á að þessar þjóðir geti unnið saman í friði og spekt. Fremur lítt þekkt úkraínsk tónlist var fyrst á dagskránni á tónleikunum. Hún var eftir Borís Líatosjinskí, sem var uppi á fyrri hluta aldarinnar sem leið. Verkið bar heitið Grazyna og er hugleiðing um samnefnt ljóð eftir pólska skáldið Adam Mickiewicz. Tónlistin var svipmikil, drungaleg en falleg. Hljómsveitin spilaði ágætlega undir stjórn Kirill Karabits. Heildarhljómurinn var glæsilegur, enda fleiri hljóðfæraleikarar en í Sinfóníuhljómsveitinni okkar. Helst mátti þó finna að nokkuð óhreinum málmblæstri. Næst á dagskrá var fyrsti píanókonsertinn eftir Prókofíev. Þar var einleikari Khatia Buniatishvili. Hún minnti mig á stúlkuna í ljóðinu eftir Henry Longfellow. Þegar hún var góð, þá var hún voða góð. En þegar hún var vond, þá var hún alveg skelfileg. Það góða var píanókonsertinn. Hann var sérlega áhrifamikill í meðförum einleikarans, afar hvass og snarpur, einmitt eins og hann átti að vera. Túlkunin var reyndar býsna hrá, e.t.v. dálítið kuldaleg. En fingralipurðin og krafturinn var aðdáunarverður. Hið vonda var hins vegar aukalagið, sem var lokakaflinn úr sjöundu píanósónötu eftir sama tónskáld. Kaflinn var svo hraður að hann varð að skrumskælingu. Buniatishvili var hér greinilega að sýna hvað hún gæti spilað hratt. Fyrir bragðið hljómaði verkið eins og það sem helst heyrist á svartmetal-tónleikum. Boðskapurinn? Jú, þótt maður geti hlutina, þarf maður ekki alltaf að gera þá. Áhrifamesti dagskrárliðurinn var án efa hljómsveitarkonsertinn eftir Bartók. Þetta skemmtilega verk lék í höndunum á sveitinni. Stjórnandinn náði að skapa ótrúlega spennandi frásögn úr tónlistinni. Tæknilega séð var leikurinn mun betri en í fyrsta verkinu. Strengirnir voru silkimjúkir en líka þéttir og safaríkir. Málm- og tréblástur var sömuleiðis fókuseraður og tær; annað var eftir því. Þetta var frábært.Jónas SenNiðurstaða: Yfirleitt mögnuð skemmtun. Einleikarinn var sérlega flottur en fór yfir strikið í aukalaginu. Gagnrýni Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist, I, Culture hljómsveitin hélt tónleika í Hörpu Stjórnandi: Kirill Karabits.Einleikari: Khatia Buniatishvili. Eftir að Harpan var opnuð hafa íslenskir tónleikagestir fengið nokkur tækifæri til að hlýða á erlendar sinfóníuhljómsveitir á lifandi tónleikum. Heyra mátti eina slíka á fimmtudagskvöldið, að þessu sinni I, Culture Orchestra. Það hljómar eins og nafn á einhverju appi. Sennilega er nafngiftin komin til vegna þess að allir hljómsveitarmeðlimirnir eru undir þrítugu. En þetta er líka ung hljómsveit í öðrum skilningi, því hún var stofnuð fyrir tveimur árum. Hljómsveitin hefur verið kölluð Ungliðahljómsveit Austur-Evrópu. Hljóðfæraleikararnir eru frá Póllandi, Armeníu, Hvíta-Rússlandi, Aserbaídsjan, Georgíu, Moldavíu og Úkraínu. Markmið hljómsveitarinnar er m.a. að stuðla að auknu samstarfi þessara þjóða. Ekki ósennilega er innblásturinn kominn frá The West-Eastern Divan Orchestra, sem Daníel Barenboim stendur að. Það er líka ungmennasveit og eru meðlimirnir frá löndum sem lengi hafa háð stríð, eins og Palestínu og Ísrael. Tilgangurinn er að sýna fram á að þessar þjóðir geti unnið saman í friði og spekt. Fremur lítt þekkt úkraínsk tónlist var fyrst á dagskránni á tónleikunum. Hún var eftir Borís Líatosjinskí, sem var uppi á fyrri hluta aldarinnar sem leið. Verkið bar heitið Grazyna og er hugleiðing um samnefnt ljóð eftir pólska skáldið Adam Mickiewicz. Tónlistin var svipmikil, drungaleg en falleg. Hljómsveitin spilaði ágætlega undir stjórn Kirill Karabits. Heildarhljómurinn var glæsilegur, enda fleiri hljóðfæraleikarar en í Sinfóníuhljómsveitinni okkar. Helst mátti þó finna að nokkuð óhreinum málmblæstri. Næst á dagskrá var fyrsti píanókonsertinn eftir Prókofíev. Þar var einleikari Khatia Buniatishvili. Hún minnti mig á stúlkuna í ljóðinu eftir Henry Longfellow. Þegar hún var góð, þá var hún voða góð. En þegar hún var vond, þá var hún alveg skelfileg. Það góða var píanókonsertinn. Hann var sérlega áhrifamikill í meðförum einleikarans, afar hvass og snarpur, einmitt eins og hann átti að vera. Túlkunin var reyndar býsna hrá, e.t.v. dálítið kuldaleg. En fingralipurðin og krafturinn var aðdáunarverður. Hið vonda var hins vegar aukalagið, sem var lokakaflinn úr sjöundu píanósónötu eftir sama tónskáld. Kaflinn var svo hraður að hann varð að skrumskælingu. Buniatishvili var hér greinilega að sýna hvað hún gæti spilað hratt. Fyrir bragðið hljómaði verkið eins og það sem helst heyrist á svartmetal-tónleikum. Boðskapurinn? Jú, þótt maður geti hlutina, þarf maður ekki alltaf að gera þá. Áhrifamesti dagskrárliðurinn var án efa hljómsveitarkonsertinn eftir Bartók. Þetta skemmtilega verk lék í höndunum á sveitinni. Stjórnandinn náði að skapa ótrúlega spennandi frásögn úr tónlistinni. Tæknilega séð var leikurinn mun betri en í fyrsta verkinu. Strengirnir voru silkimjúkir en líka þéttir og safaríkir. Málm- og tréblástur var sömuleiðis fókuseraður og tær; annað var eftir því. Þetta var frábært.Jónas SenNiðurstaða: Yfirleitt mögnuð skemmtun. Einleikarinn var sérlega flottur en fór yfir strikið í aukalaginu.
Gagnrýni Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira