Bollakökur með sykurlausri bláberjasultu Marín Manda skrifar 30. ágúst 2013 14:15 María Krista Hreiðarsdóttir. Nú er sultutíðin gengin í garð og því tilvalið að útbúa sultur heima við. María Krista Hreiðarsdóttir er grafískur hönnuður og deilir hér uppskrift að einfaldri heimatilbúinni sultu sem er sykurlaus þótt ótrúlegt sé. Bláberjasulta 450 gr bláber frosin eða fersk 25 gr Sukrin Melis Funksjonell 40 dropar vanillustevía 1 tsk. xanthan-gum Setjið allt nema xanthan-gum í pott, hitið vel þar til berjablandan fer að malla, dreifið svo xanthan-gum yfir og hrærið stöðugt í þar til sultan er hæfilega þykk, 1-3 mínútur. Hellið blöndunni í tvær góðar sultukrukkur og leyfið henni að kólna. Sultan er góð á vöfflur, í bakstur og margt fleira. Bollakökur með bláberjasultu 4 stór egg 80 ml rjómi 100 gr Sukrin Funksjonell 40 - 45 gr kókoshveiti Funksjonell 8 tsk bláberjasulta heimatilbúin og sykurlaus 1 tsk vanilludropar 1/2 tsk sítrónusafi (valfrjálst) 1/2 tsk Xanthan Gum (valfrjálst) Xanthan Gum er náttúrulegt þykkingarduft sem gerir mikið fyrir glúteinlausan bakstur. Gerir baksturinn þéttari og mýkri undir tönn. Blandið saman eggjum og sukrin og þeytið í ca 5 mín.Bætið rjóma út í ásamt vanilludropum, sítrónusafa og stevíu. Bætið því næst kókoshveitinu og Xanthan Gum út í og leyfið deiginu að standa nokkrar mínútur. Spreyjið um 8-9 muffinsform með Pam og sprautið deiginu ofan í hvert form hálfa leið, setjið eina tsk af sultu í hvert form og fyllið svo nánast formið upp að brún. Bakast í 20-25 mín :) á 170 gráðu heitum ofni á blæstri í næstneðstu rim. Bollakökur Eftirréttir Kökur og tertur Sultur Uppskriftir Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið
Nú er sultutíðin gengin í garð og því tilvalið að útbúa sultur heima við. María Krista Hreiðarsdóttir er grafískur hönnuður og deilir hér uppskrift að einfaldri heimatilbúinni sultu sem er sykurlaus þótt ótrúlegt sé. Bláberjasulta 450 gr bláber frosin eða fersk 25 gr Sukrin Melis Funksjonell 40 dropar vanillustevía 1 tsk. xanthan-gum Setjið allt nema xanthan-gum í pott, hitið vel þar til berjablandan fer að malla, dreifið svo xanthan-gum yfir og hrærið stöðugt í þar til sultan er hæfilega þykk, 1-3 mínútur. Hellið blöndunni í tvær góðar sultukrukkur og leyfið henni að kólna. Sultan er góð á vöfflur, í bakstur og margt fleira. Bollakökur með bláberjasultu 4 stór egg 80 ml rjómi 100 gr Sukrin Funksjonell 40 - 45 gr kókoshveiti Funksjonell 8 tsk bláberjasulta heimatilbúin og sykurlaus 1 tsk vanilludropar 1/2 tsk sítrónusafi (valfrjálst) 1/2 tsk Xanthan Gum (valfrjálst) Xanthan Gum er náttúrulegt þykkingarduft sem gerir mikið fyrir glúteinlausan bakstur. Gerir baksturinn þéttari og mýkri undir tönn. Blandið saman eggjum og sukrin og þeytið í ca 5 mín.Bætið rjóma út í ásamt vanilludropum, sítrónusafa og stevíu. Bætið því næst kókoshveitinu og Xanthan Gum út í og leyfið deiginu að standa nokkrar mínútur. Spreyjið um 8-9 muffinsform með Pam og sprautið deiginu ofan í hvert form hálfa leið, setjið eina tsk af sultu í hvert form og fyllið svo nánast formið upp að brún. Bakast í 20-25 mín :) á 170 gráðu heitum ofni á blæstri í næstneðstu rim.
Bollakökur Eftirréttir Kökur og tertur Sultur Uppskriftir Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið