Augun búin til úr borðtenniskúlum Sara McMahon skrifar 28. ágúst 2013 14:30 Guðmundur Þór Kárason glæddi RIFF-lundann lífi í tilefni tíu ára afmælis hátíðarinnar. Fréttablaðið/arnþór „Þar sem þetta eru bara ljósmyndir og lundinn þarf ekkert að hreyfa sig var hann leiraður úr venjulegum krakkaleir. Þegar breyta þurfti svipbrigðum hans leiraði ég hann bara til. Augun voru svo búin til úr bangsaaugum og borðtenniskúlum svo hægt væri að hreyfa þau,“ segir Guðmundur Þór Kárason, brúðu- og grafískur hönnuður. Guðmundur glæddi lógó kvikmyndahátíðarinnar Reykjavík International Film Festival lífi fyrir kynningarmyndir hátíðarinnar. Guðmundur, sem starfar sem brúðuhönnuður og leikari hjá Latabæ, segir aðstandendur RIFF hafa haft samband við hann og óskað eftir samstarfi. „Þau vildu glæða lundann lífi í tilefni tíu ára afmælis hátíðarinnar. Mig hafði lengi langað að gera eitthvað þessu líkt og stökk því á tækifærið þegar það bauðst.“ Guðmundur mótaði lundann úr leir og var fuglinn síðan myndaður í félagsskap vinsælla íslenskra leikara og leikstjóra, en Guðmundur á einnig heiðurinn af ljósmyndunum. „Það var manneskja sem klæddist lundabúning í tökunum en höfuðið sjálft var „fótósjoppað“ inn á myndina eftir á. Lundinn er ekki raunsæ eftirmynd alvöru lunda, okkar lundi brosir og er með svolítinn hártopp,“ segir Guðmundur að lokum.Hér má sjá annað af tveimur veggspjöldum hátíðarinnar.Mynd/Guðmundur ÞórHér má sjá lundann á byrjunarstigi.Mynd/Guðmundur ÞórHér er lundahöfuðið farið að taka á sig mynd.Mynd/Guðmundur Þór Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
„Þar sem þetta eru bara ljósmyndir og lundinn þarf ekkert að hreyfa sig var hann leiraður úr venjulegum krakkaleir. Þegar breyta þurfti svipbrigðum hans leiraði ég hann bara til. Augun voru svo búin til úr bangsaaugum og borðtenniskúlum svo hægt væri að hreyfa þau,“ segir Guðmundur Þór Kárason, brúðu- og grafískur hönnuður. Guðmundur glæddi lógó kvikmyndahátíðarinnar Reykjavík International Film Festival lífi fyrir kynningarmyndir hátíðarinnar. Guðmundur, sem starfar sem brúðuhönnuður og leikari hjá Latabæ, segir aðstandendur RIFF hafa haft samband við hann og óskað eftir samstarfi. „Þau vildu glæða lundann lífi í tilefni tíu ára afmælis hátíðarinnar. Mig hafði lengi langað að gera eitthvað þessu líkt og stökk því á tækifærið þegar það bauðst.“ Guðmundur mótaði lundann úr leir og var fuglinn síðan myndaður í félagsskap vinsælla íslenskra leikara og leikstjóra, en Guðmundur á einnig heiðurinn af ljósmyndunum. „Það var manneskja sem klæddist lundabúning í tökunum en höfuðið sjálft var „fótósjoppað“ inn á myndina eftir á. Lundinn er ekki raunsæ eftirmynd alvöru lunda, okkar lundi brosir og er með svolítinn hártopp,“ segir Guðmundur að lokum.Hér má sjá annað af tveimur veggspjöldum hátíðarinnar.Mynd/Guðmundur ÞórHér má sjá lundann á byrjunarstigi.Mynd/Guðmundur ÞórHér er lundahöfuðið farið að taka á sig mynd.Mynd/Guðmundur Þór
Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp