Upplýst aðhald Ólafur Þ. Stephensen skrifar 24. ágúst 2013 07:00 Svokölluð lesskimun meðal sjö ára barna í öðrum bekk grunnskóla hefur reynzt prýðilegt tæki til að bæta lestrarkennslu og grípa inn í til að veita þeim sérstakan stuðning sem þess þurfa snemma á skólagöngunni. Niðurstöður lesskimunarinnar eru birtar árlega og voru nýlega gerðar opinberar fyrir Grunnskóla Reykjavíkur. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær bregður nú svo við að eftir nokkur ár þar sem 65-71 prósent sjö ára barnanna hafa getað lesið sér til gagns dettur hlutfallið niður í 63 prósent. Í fyrra var það 69 prósent. Þetta er versta útkoman síðan árið 2005, en þá hafði verið langt kennaraverkfall og niðurstöðurnar voru útskýrðar með því – enda skiptir kennslan að sjálfsögðu máli í lestri eins og öðrum greinum. Í þetta sinn er ekki hægt að útskýra slaka útkomu með sama hætti og það er því ekki að furða að fræðslu- og tómstundaráð borgarinnar hafi lýst áhyggjum af niðurstöðunum. „Mikilvægt er að fagskrifstofa sviðsins skoði vel með skólunum hvaða orsakir gætu legið hér að baki og hvað er til úrbóta,“ bókuðu fulltrúar í fræðsluráði. Það er sjálfsagt og eðlilegt að fagfólkið hjá borginni skoði niðurstöðurnar í sameiningu. Hitt vekur meiri furðu, að á fræðsluráðsfundinum í vikunni hafi þurft að samþykkja einróma tillögu minnihlutans um að skólastjórum verði falið að kynna niðurstöður lesskimunarinnar bæði fyrir nemendum og foreldrum. Nánast samhljóða tillaga minnihlutans var nefnilega samþykkt fyrir tveimur árum, árið sem lesskimunarprófið kom hvað bezt út í grunnskólum Reykjavíkur. Varla er hægt að lesa annað út úr þessu en að gömlu samþykktinni hafi verið stungið ofan í skúffu og lítið breytzt í framkvæmdinni – sem er sú að skólastjórum er í sjálfsvald sett hvort og hvernig þeir kynna niðurstöðurnar. Þegar skýrslan um lesskimunina í grunnskólum Reykjavíkur er skoðuð, vekur athygli að útkoma skólanna er gríðarlega mismunandi. Í einum getur aðeins fimmtungur nemenda lesið sér til gagns, í öðrum er hlutfallið vel yfir 90 prósent. Nöfn skólanna eru hins vegar ekki birt þannig að foreldrar geta ekki áttað sig á því hvernig skóli barna þeirra stendur. Skýringarnar á muninum liggja að sjálfsögðu í fleiri þáttum en frammistöðu skólans. Það segir sig sjálft að í skóla þar sem stór hluti nemendanna er til dæmis af erlendu bergi brotinn og foreldrarnir upp til hópa með litla menntun og lágar tekjur eru heimilin verr í stakk búin að styðja börnin í námi en í hverfum þar sem öðruvísi háttar til. Það breytir ekki því að ef enginn samanburður er fyrir hendi, hvorki á milli ára né við aðra skóla, hafa foreldrar ekki hugmynd um hvernig skóli barna þeirra stendur. Þess vegna er mikilvægt að þeir fái upplýsingar um útkomuna. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði í Fréttablaðinu í gær að þótt það væri ekki skemmtilegt fyrir skólastjóra að kynna laka niðurstöðu, gæti veiting slíkra upplýsinga búið til gagnrýnið samtal. „Slík skoðanaskipti geta verið uppbyggileg og hvetjandi á hverjum stað, bæði fyrir skólann og foreldra,“ segir Kjartan. Í krafti upplýsinga af þessu tagi eru foreldrar nefnilega betur í stakk búnir að veita skólunum aðhald. Það aðhald á að sjálfsögðu að koma þaðan, frá viðskiptavinum skólanna, en ekki bara frá fagfólkinu á fræðslusviðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun
Svokölluð lesskimun meðal sjö ára barna í öðrum bekk grunnskóla hefur reynzt prýðilegt tæki til að bæta lestrarkennslu og grípa inn í til að veita þeim sérstakan stuðning sem þess þurfa snemma á skólagöngunni. Niðurstöður lesskimunarinnar eru birtar árlega og voru nýlega gerðar opinberar fyrir Grunnskóla Reykjavíkur. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær bregður nú svo við að eftir nokkur ár þar sem 65-71 prósent sjö ára barnanna hafa getað lesið sér til gagns dettur hlutfallið niður í 63 prósent. Í fyrra var það 69 prósent. Þetta er versta útkoman síðan árið 2005, en þá hafði verið langt kennaraverkfall og niðurstöðurnar voru útskýrðar með því – enda skiptir kennslan að sjálfsögðu máli í lestri eins og öðrum greinum. Í þetta sinn er ekki hægt að útskýra slaka útkomu með sama hætti og það er því ekki að furða að fræðslu- og tómstundaráð borgarinnar hafi lýst áhyggjum af niðurstöðunum. „Mikilvægt er að fagskrifstofa sviðsins skoði vel með skólunum hvaða orsakir gætu legið hér að baki og hvað er til úrbóta,“ bókuðu fulltrúar í fræðsluráði. Það er sjálfsagt og eðlilegt að fagfólkið hjá borginni skoði niðurstöðurnar í sameiningu. Hitt vekur meiri furðu, að á fræðsluráðsfundinum í vikunni hafi þurft að samþykkja einróma tillögu minnihlutans um að skólastjórum verði falið að kynna niðurstöður lesskimunarinnar bæði fyrir nemendum og foreldrum. Nánast samhljóða tillaga minnihlutans var nefnilega samþykkt fyrir tveimur árum, árið sem lesskimunarprófið kom hvað bezt út í grunnskólum Reykjavíkur. Varla er hægt að lesa annað út úr þessu en að gömlu samþykktinni hafi verið stungið ofan í skúffu og lítið breytzt í framkvæmdinni – sem er sú að skólastjórum er í sjálfsvald sett hvort og hvernig þeir kynna niðurstöðurnar. Þegar skýrslan um lesskimunina í grunnskólum Reykjavíkur er skoðuð, vekur athygli að útkoma skólanna er gríðarlega mismunandi. Í einum getur aðeins fimmtungur nemenda lesið sér til gagns, í öðrum er hlutfallið vel yfir 90 prósent. Nöfn skólanna eru hins vegar ekki birt þannig að foreldrar geta ekki áttað sig á því hvernig skóli barna þeirra stendur. Skýringarnar á muninum liggja að sjálfsögðu í fleiri þáttum en frammistöðu skólans. Það segir sig sjálft að í skóla þar sem stór hluti nemendanna er til dæmis af erlendu bergi brotinn og foreldrarnir upp til hópa með litla menntun og lágar tekjur eru heimilin verr í stakk búin að styðja börnin í námi en í hverfum þar sem öðruvísi háttar til. Það breytir ekki því að ef enginn samanburður er fyrir hendi, hvorki á milli ára né við aðra skóla, hafa foreldrar ekki hugmynd um hvernig skóli barna þeirra stendur. Þess vegna er mikilvægt að þeir fái upplýsingar um útkomuna. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði í Fréttablaðinu í gær að þótt það væri ekki skemmtilegt fyrir skólastjóra að kynna laka niðurstöðu, gæti veiting slíkra upplýsinga búið til gagnrýnið samtal. „Slík skoðanaskipti geta verið uppbyggileg og hvetjandi á hverjum stað, bæði fyrir skólann og foreldra,“ segir Kjartan. Í krafti upplýsinga af þessu tagi eru foreldrar nefnilega betur í stakk búnir að veita skólunum aðhald. Það aðhald á að sjálfsögðu að koma þaðan, frá viðskiptavinum skólanna, en ekki bara frá fagfólkinu á fræðslusviðinu.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun