Nýtt Nýtt líf í tilefni 30 ára afmælis Sara McMahon skrifar 22. ágúst 2013 08:00 Ragnar Ísleifur Bragason og Þorsteinn Guðmundsson eru á meðal þeirra er munu talsetja gamanmyndina Nýtt líf upp á nýtt. Fréttablaðið/gva „Þetta er ein klassískasta og besta mynd sem gerð hefur verið á Íslandi. Ég hafði ofsalega gaman af henni þegar ég var yngri og þótti karakterarnir skemmtilega asnalegir,“ segir Ragnar Ísleifur Bragason leikari. Hann tekur þátt í sérstakri grínsýningu á Nýju lífi í tilefni þess að þrjátíu ár eru liðin frá frumsýningu myndarinnar. Sýningin er í tengslum við Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, og fer fram í Tjarnarbíói þann 27. september. Myndin verður talsett upp á nýtt á staðnum og með talsetningu fara meðal annars Ragnar sjálfur og Þorsteinn Guðmundsson leikari. „Myndin verður sem sagt sýnd á tjaldi, án hljóðs, og við sem að þessu komum munum búa til nýjan díalóg fyrir myndina. Einhver atriði verða alveg orðrétt upp úr myndinni en öðrum verður breytt,“ útskýrir Ragnar Ísleifur. Ragnar Ísleifur kann samtöl og senur kvikmyndarinnar utan að og hefur margsinnis þulið hana orðrétt upp á mannamótum. „Ég var eitt sinn staddur á Landsmóti félags framhaldsskólanema og hver skóli átti að vera með skemmtiatriði. Minn skóli hafði ekki undirbúið neitt og það var ákveðið að ég mundi fara með alla myndina – það yrði okkar atriði. Myndin er níutíu mínútur að lengd og sýningin var um hundrað mínútur því leiklýsingar fylgdu einnig. Ég hef síðan endurtekið leikinn við ýmis tækifæri síðan þá.“ Leikstjóri myndarinnar, Þráinn Bertelsson, verður viðstaddur sýninguna og kveðst Ragnar Ísleifur virkilega spenntur fyrir því. „Þráinn og Karl Ágúst [Úlfsson] verða á meðal áhorfenda, sem er mjög skemmtilegt. Ég veit að Þráinn er mjög spenntur fyrir sýningunni,“ segir hann að lokum. Hægt er að nálgast miða á sýninguna á vefsíðunni Riff.is. Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Harrý reiði fram eins konar sáttahönd Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
„Þetta er ein klassískasta og besta mynd sem gerð hefur verið á Íslandi. Ég hafði ofsalega gaman af henni þegar ég var yngri og þótti karakterarnir skemmtilega asnalegir,“ segir Ragnar Ísleifur Bragason leikari. Hann tekur þátt í sérstakri grínsýningu á Nýju lífi í tilefni þess að þrjátíu ár eru liðin frá frumsýningu myndarinnar. Sýningin er í tengslum við Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, og fer fram í Tjarnarbíói þann 27. september. Myndin verður talsett upp á nýtt á staðnum og með talsetningu fara meðal annars Ragnar sjálfur og Þorsteinn Guðmundsson leikari. „Myndin verður sem sagt sýnd á tjaldi, án hljóðs, og við sem að þessu komum munum búa til nýjan díalóg fyrir myndina. Einhver atriði verða alveg orðrétt upp úr myndinni en öðrum verður breytt,“ útskýrir Ragnar Ísleifur. Ragnar Ísleifur kann samtöl og senur kvikmyndarinnar utan að og hefur margsinnis þulið hana orðrétt upp á mannamótum. „Ég var eitt sinn staddur á Landsmóti félags framhaldsskólanema og hver skóli átti að vera með skemmtiatriði. Minn skóli hafði ekki undirbúið neitt og það var ákveðið að ég mundi fara með alla myndina – það yrði okkar atriði. Myndin er níutíu mínútur að lengd og sýningin var um hundrað mínútur því leiklýsingar fylgdu einnig. Ég hef síðan endurtekið leikinn við ýmis tækifæri síðan þá.“ Leikstjóri myndarinnar, Þráinn Bertelsson, verður viðstaddur sýninguna og kveðst Ragnar Ísleifur virkilega spenntur fyrir því. „Þráinn og Karl Ágúst [Úlfsson] verða á meðal áhorfenda, sem er mjög skemmtilegt. Ég veit að Þráinn er mjög spenntur fyrir sýningunni,“ segir hann að lokum. Hægt er að nálgast miða á sýninguna á vefsíðunni Riff.is.
Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Harrý reiði fram eins konar sáttahönd Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira