Helgi Björns: Þetta er alveg frábært band Freyr Bjarnason skrifar 22. ágúst 2013 09:00 Helgi flytur þýska, fimmtán manna hljómsveit til Íslands í október. fréttablaðið/anton „Þetta er alveg frábært band,“ segir Helgi Björnsson. Hann hefur fengið þýsku hljómsveitina Capital Dance Orchestra til að spila með sér á tónleikunum „Helgi syngur Hauk“ í Eldborgarsal Hörpu 11. október. Hljómsveitin, sem er gamaldags swing-band, spilar undir á plötu með lögum Hauks Morthens sem Helgi tók upp í Berlín. Aðspurður segir Helgi ekki annað hafa komið til greina en að flytja þessa fimmtán manna sveit til Íslands, þrátt fyrir að það hafi kostað skildinginn. „Þetta er alveg mega-pakki en ég var búinn að bíta þetta í mig. Mig langaði að koma með þá heim og gera alvöru konsert.“ Helgi komst í kynni við Captial Dance Orchestra þegar hún spilaði á opnunarhátíð Admirals Palast-leikhússins í Berlín árið 2006. „Félagar mínir laumuðu því að þeim að ég tæki lagið með þeim, en ég vissi ekkert af því. Svo fór ég á æfingu með þeim og fyrst leist þeim ekkert á blikuna en þegar karlinn byrjaði að syngja urðu þeir yfir sig hrifnir. Ég tók þrjú til fjögur lög með þeim og þeir voru alveg í skýjunum og vildu gera plötu,“ segir Helgi. Það var þó ekki fyrr en á þessu ári sem samstarfið varð að veruleika vegna Hauks Morthens-plötunnar. Miðasala á tónleikana í Hörpu hefst í dag. Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Elskar að bera klúta Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Þetta er alveg frábært band,“ segir Helgi Björnsson. Hann hefur fengið þýsku hljómsveitina Capital Dance Orchestra til að spila með sér á tónleikunum „Helgi syngur Hauk“ í Eldborgarsal Hörpu 11. október. Hljómsveitin, sem er gamaldags swing-band, spilar undir á plötu með lögum Hauks Morthens sem Helgi tók upp í Berlín. Aðspurður segir Helgi ekki annað hafa komið til greina en að flytja þessa fimmtán manna sveit til Íslands, þrátt fyrir að það hafi kostað skildinginn. „Þetta er alveg mega-pakki en ég var búinn að bíta þetta í mig. Mig langaði að koma með þá heim og gera alvöru konsert.“ Helgi komst í kynni við Captial Dance Orchestra þegar hún spilaði á opnunarhátíð Admirals Palast-leikhússins í Berlín árið 2006. „Félagar mínir laumuðu því að þeim að ég tæki lagið með þeim, en ég vissi ekkert af því. Svo fór ég á æfingu með þeim og fyrst leist þeim ekkert á blikuna en þegar karlinn byrjaði að syngja urðu þeir yfir sig hrifnir. Ég tók þrjú til fjögur lög með þeim og þeir voru alveg í skýjunum og vildu gera plötu,“ segir Helgi. Það var þó ekki fyrr en á þessu ári sem samstarfið varð að veruleika vegna Hauks Morthens-plötunnar. Miðasala á tónleikana í Hörpu hefst í dag.
Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Elskar að bera klúta Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira