Gagnrýnir græðgi og spillingu á Íslandi Freyr Bjarnason skrifar 21. ágúst 2013 10:00 Hörður Arnarson á Emmy-verðlaunahátíðinni árið 2011 ásamt eiginkonu sinni, dr. Dana Del George. Hörður Arnarson hefur gefið út á mynddiski heimildarmynd sína Decoding Iceland. Hún fjallar um Decode-ævintýrið og tímabilið frá komu fyrirtækisins til landsins allt fram að bankahruninu. Myndin var sýnd á RIFF-hátíðinni og á Los Angeles Scandinavian Film Festival árið 2010. Þessi nýja DVD-útgáfa er 54 mínútna löng en sú fyrri var 94 mínútur. „Mig langaði að einfalda söguna og gera hana aðgengilegri,“ segir Hörður, sem hefur búið í Los Angeles í 25 ár. Hann hefur mest unnið við sjónvarpsframleiðslu og verið tilnefndur fjórum sinnum til Emmy-verðlaunanna fyrir klippingu á svokölluðu „non-scripted TV“, eða handritslausu sjónvarpi eins og t.d. Survivor. Aðspurður hvort Decoding Iceland hafi fengið svipuð viðbrögð og hann bjóst við segist hann hafa talið að Sjónvarpið myndi taka henni fagnandi og birta hana samkvæmt stefnuskrá sinni. „En þar sem efnið og efnistökin eru umdeilanleg held ég að þeir hafi ekki þorað að taka á henni,“ segir Hörður. „Enda er það kannski ekki furða, því myndin gagnrýnir græðgi og spillingu á Íslandi og sýnir fram á meðvirkni fjölmiðla í aðdragandanum að hruninu mikla árið 2008. Þar fyrir utan má nefna að Páll Magnússon, núverandi útvarpsstjóri Rúv, var áður stjórnandi almenningstengsla hjá Decode.“ Spurður hvort Íslendingar hefðu ekki gott af því að sjá myndina segir Hörður: „Ég tel myndina hið ágætasta fræðsluefni um eðli hins frjálsa markaðar án eftirlits og hvernig græðgi og spilling á auðvelt uppdráttar í litlu og óreyndu samfélagi eins og Íslandi. Sérstaklega tel ég innihaldið mikilvægt í tengslum við umræðu um hvernig skuli haga tekjuöflun og eignarrétti á náttúrulegum auðlindum Íslendinga. Gen Íslendinga, læknaskrár þeirra hundrað ár aftur í tímann og gagnasafn Decode sem byggir á því er klárlega náttúruauðlind,“ segir hann. „Svo stór er þessi auðlind að hún er kölluð „Big Data“ af sérfræðingum. Þar eru svo miklar hráar upplýsingar saman komnar að núverandi eigandi þessa sýnasafns, bandaríski lyfjarisinn Amgen, kemur til með að njóta forskots vegna þeirra í áratugi án þess að nokkur Íslendingur fyrir utan Kára Stefánsson fái krónu fyrir og hvað þá galtómur ríkissjóður.“ Decoding Iceland Trailer 2103 from H.A. Arnarson on Vimeo. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Hörður Arnarson hefur gefið út á mynddiski heimildarmynd sína Decoding Iceland. Hún fjallar um Decode-ævintýrið og tímabilið frá komu fyrirtækisins til landsins allt fram að bankahruninu. Myndin var sýnd á RIFF-hátíðinni og á Los Angeles Scandinavian Film Festival árið 2010. Þessi nýja DVD-útgáfa er 54 mínútna löng en sú fyrri var 94 mínútur. „Mig langaði að einfalda söguna og gera hana aðgengilegri,“ segir Hörður, sem hefur búið í Los Angeles í 25 ár. Hann hefur mest unnið við sjónvarpsframleiðslu og verið tilnefndur fjórum sinnum til Emmy-verðlaunanna fyrir klippingu á svokölluðu „non-scripted TV“, eða handritslausu sjónvarpi eins og t.d. Survivor. Aðspurður hvort Decoding Iceland hafi fengið svipuð viðbrögð og hann bjóst við segist hann hafa talið að Sjónvarpið myndi taka henni fagnandi og birta hana samkvæmt stefnuskrá sinni. „En þar sem efnið og efnistökin eru umdeilanleg held ég að þeir hafi ekki þorað að taka á henni,“ segir Hörður. „Enda er það kannski ekki furða, því myndin gagnrýnir græðgi og spillingu á Íslandi og sýnir fram á meðvirkni fjölmiðla í aðdragandanum að hruninu mikla árið 2008. Þar fyrir utan má nefna að Páll Magnússon, núverandi útvarpsstjóri Rúv, var áður stjórnandi almenningstengsla hjá Decode.“ Spurður hvort Íslendingar hefðu ekki gott af því að sjá myndina segir Hörður: „Ég tel myndina hið ágætasta fræðsluefni um eðli hins frjálsa markaðar án eftirlits og hvernig græðgi og spilling á auðvelt uppdráttar í litlu og óreyndu samfélagi eins og Íslandi. Sérstaklega tel ég innihaldið mikilvægt í tengslum við umræðu um hvernig skuli haga tekjuöflun og eignarrétti á náttúrulegum auðlindum Íslendinga. Gen Íslendinga, læknaskrár þeirra hundrað ár aftur í tímann og gagnasafn Decode sem byggir á því er klárlega náttúruauðlind,“ segir hann. „Svo stór er þessi auðlind að hún er kölluð „Big Data“ af sérfræðingum. Þar eru svo miklar hráar upplýsingar saman komnar að núverandi eigandi þessa sýnasafns, bandaríski lyfjarisinn Amgen, kemur til með að njóta forskots vegna þeirra í áratugi án þess að nokkur Íslendingur fyrir utan Kára Stefánsson fái krónu fyrir og hvað þá galtómur ríkissjóður.“ Decoding Iceland Trailer 2103 from H.A. Arnarson on Vimeo.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira