Harðjaxlar enduheimta orðspor sitt Sara McMahon skrifar 15. ágúst 2013 12:00 2 Guns var frumsýnd hér á landi í gær. Eins og kunnugt er orðið leikstýrði Baltasar Kormákur myndinni. Nýjasta kvikmynd leikstjórans Baltasars Kormáks var frumsýnd hér á landi í gær. Myndin heitir 2 Guns og skartar Mark Wahlberg og Denzel Washington í aðalhlutverkum. Myndin var frumsýnd í Bandaríkjunum fyrir skemmstu og halaði inn um 3,6 milljörðum króna á opnunarhelgi sinni, sem er frábær árangur. „Þetta er auðvitað frábært. Það er auðvitað mikil pressa á manni og þetta er erfiður tími. Sumarið er hlaðið af stórum myndum. 2 Guns er ekki stórmynd í samanburði við margt sem er að koma út. Hún kostaði 60 milljónir dollara. Engu að síður er mikil spenna og mikið undir, maður vill ekki bregðast þessum mönnum,“ sagði Baltasar, spurður um árangur myndarinnar af blaðamanni Vísis fyrr í mánuðinum.Snúa bökum saman 2 Guns er byggð á samnefndri röð teiknimyndabóka eftir teiknimyndahöfundinn Steven Grant. Söguþráður myndarinnar segir frá tveimur lögreglumönnum, Bobby Trench og Marcus Stigman, sem villt hafa á sér heimildir í þeim tilgangi að komast inn í innsta hring harðsvíraðra glæpasamtaka. Þegar hættuleg aðgerð misheppnast afneita yfirvöld þeim báðum og eina leiðin fyrir þá Trench og Stigman til að lifa af, endurheimta orðspor sitt og koma glæpaforingjanum á bak við lás og slá, er að snúa bökum saman. Með hlutverk Trench og Stigman fara Denzel Washington og Mark Wahlberg. Með önnur hlutverk fara Paula Patton, Bill Paxton, Fred Ward og James Marsden. Til gamans má geta þess að þetta er í annað sinn sem Wahlberg og Baltasar vinna saman, en þeir unnu einnig saman við gerð Contraband, endurgerðar íslensku myndarinnar Reykjavík, Rotterdam. Þetta mun einnig vera í annað sinn sem Washington og Patton leika saman í kvikmynd, en þau léku hvort á móti öðru í spennumyndinni Déjà vu frá árinu 2006. Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að axla fjölmörg hlutverk samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Nýjasta kvikmynd leikstjórans Baltasars Kormáks var frumsýnd hér á landi í gær. Myndin heitir 2 Guns og skartar Mark Wahlberg og Denzel Washington í aðalhlutverkum. Myndin var frumsýnd í Bandaríkjunum fyrir skemmstu og halaði inn um 3,6 milljörðum króna á opnunarhelgi sinni, sem er frábær árangur. „Þetta er auðvitað frábært. Það er auðvitað mikil pressa á manni og þetta er erfiður tími. Sumarið er hlaðið af stórum myndum. 2 Guns er ekki stórmynd í samanburði við margt sem er að koma út. Hún kostaði 60 milljónir dollara. Engu að síður er mikil spenna og mikið undir, maður vill ekki bregðast þessum mönnum,“ sagði Baltasar, spurður um árangur myndarinnar af blaðamanni Vísis fyrr í mánuðinum.Snúa bökum saman 2 Guns er byggð á samnefndri röð teiknimyndabóka eftir teiknimyndahöfundinn Steven Grant. Söguþráður myndarinnar segir frá tveimur lögreglumönnum, Bobby Trench og Marcus Stigman, sem villt hafa á sér heimildir í þeim tilgangi að komast inn í innsta hring harðsvíraðra glæpasamtaka. Þegar hættuleg aðgerð misheppnast afneita yfirvöld þeim báðum og eina leiðin fyrir þá Trench og Stigman til að lifa af, endurheimta orðspor sitt og koma glæpaforingjanum á bak við lás og slá, er að snúa bökum saman. Með hlutverk Trench og Stigman fara Denzel Washington og Mark Wahlberg. Með önnur hlutverk fara Paula Patton, Bill Paxton, Fred Ward og James Marsden. Til gamans má geta þess að þetta er í annað sinn sem Wahlberg og Baltasar vinna saman, en þeir unnu einnig saman við gerð Contraband, endurgerðar íslensku myndarinnar Reykjavík, Rotterdam. Þetta mun einnig vera í annað sinn sem Washington og Patton leika saman í kvikmynd, en þau léku hvort á móti öðru í spennumyndinni Déjà vu frá árinu 2006.
Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að axla fjölmörg hlutverk samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira