Fokk – og þó Ólafur Þ. Stephensen skrifar 10. ágúst 2013 07:00 Margir sem vilja þjóðkirkjunni vel hafa sjálfsagt brugðizt eins við og Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur í Guðríðarkirkju, þegar hún sá að kirkjan legði nafn sitt við svokallaða Hátíð vonar, sem verður haldin í Laugardalshöllinni í næsta mánuði. „Fokk“ skrifaði presturinn á Facebook-síðuna sína. Þjóðkirkjan mátti engan veginn við axarskaftinu sem í því fólst að auglýsa Vonarhátíðina á vef kirkjunnar, þar með talinn aðalræðumanninn Franklin Graham, bandarískan sjónvarpspredikara og trúboða. Graham hefur talað eindregið gegn mannréttindum samkynhneigðra vestra. Hann segir reyndar að honum sé ekkert illa við samkynhneigða. Honum finnst samt hneigðir þeirra og lífsstíll ógeðslegur, er sannfærður um að samkynhneigð sé synd og telur að hjónaband samkynhneigðra og „samkynhneigð hegðun“ í sjónvarpinu stefni Bandaríkjunum fram af „siðferðilegu hengiflugi“. Tímasetningin var enn klaufalegri en ella af því að tilkynningin birtist á miðjum hinsegin dögum, þar sem Íslendingar fagna í sameiningu sigrum í réttindabaráttu samkynhneigðra og fagna fjölbreytileika mannlífsins. Á þessu áttuðu forsvarsmenn þjóðkirkjunnar sig, tóku tilkynninguna um hátíðina út og birtu afsökunarbeiðni, þar sem samstaða kirkjunnar með samkynhneigðum og réttindabaráttu þeirra var ítrekuð. Þjóðkirkjan er eftir sem áður þátttakandi í Hátíð vonar eftir að hafa þekkzt boð þar um og ýmsir söfnuðir hennar tóku þátt í skipulagningu og fjármögnun hátíðarinnar í samstarfi við aðrar kirkjudeildir. Agnes Sigurðardóttir biskup sagði í Fréttablaðinu í gær að kirkjan hygðist ekki endurskoða þátttöku sína í samkomunni. „Kristið fólk á Íslandi tilheyrir mörgum kirkjudeildum og er ekki sammála um allt en við getum sameinast í bæn fyrir landi og þjóð. Það er markmiðið með Hátíð vonar,“ sagði biskup. Samstarf ólíkra trúfélaga er af hinu góða því að nóg er af hinu; að alið sé á hatri og illdeilum, jafnvel út af blæbrigðamun í biblíutúlkun. Og auðvitað er útilokað að kristin trúfélög verði sammála um allt; kristin kirkja skiptist einmitt í ólíkar deildir af því að fólk er ósammála. En á samkirkjulegri samkomu ætti þá að leggja áherzlu á það sem menn geta sameinazt um, sem er kærleiks- og gleðiboðskapur kristninnar. Gaur eins og Franklin Graham hefur hann vissulega á vörum, en boðar líka hatur og útilokun á tilteknum samfélagshópi. Þjóðkirkjan hefði aldrei átt að taka í mál að taka þátt í viðburði þar sem sá maður er í aðalhlutverki. Nú vitum við vel að í þjóðkirkjunni er fólk sem er í grundvallaratriðum sammála Franklin Graham. En þá kemur kannski að jákvæðu hliðinni á þessari umræðu; okkur er hollt að rifja upp að lengi vel réð það fólk ferðinni hjá kirkjunni, sem gat ekki tekið af skarið um að viðurkenna hjónaband samkynhneigðra. Eftirfarandi málsgrein í yfirlýsingu upplýsingafulltrúa kirkjunnar hefði verið nánast óhugsandi eða alltént valdið hatrömmum deilum fyrir fáeinum árum: „…þjóðkirkjan hvikar hvergi frá samstöðu sinni með samkynhneigðum, réttindabaráttu þeirra og hjónabandi samkynhneigðra.“ Nú heyrast engin andmæli. Þannig að þrátt fyrir allt hefur margt breytzt í kirkjunni. Agnes biskup ætti að undirstrika það með því að sniðganga Franklin Graham og hátíðahöldin í kringum hann. Og skella sér í gleðigönguna í dag með sem flesta hempuklædda kollega sína með sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson Skoðun
Margir sem vilja þjóðkirkjunni vel hafa sjálfsagt brugðizt eins við og Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur í Guðríðarkirkju, þegar hún sá að kirkjan legði nafn sitt við svokallaða Hátíð vonar, sem verður haldin í Laugardalshöllinni í næsta mánuði. „Fokk“ skrifaði presturinn á Facebook-síðuna sína. Þjóðkirkjan mátti engan veginn við axarskaftinu sem í því fólst að auglýsa Vonarhátíðina á vef kirkjunnar, þar með talinn aðalræðumanninn Franklin Graham, bandarískan sjónvarpspredikara og trúboða. Graham hefur talað eindregið gegn mannréttindum samkynhneigðra vestra. Hann segir reyndar að honum sé ekkert illa við samkynhneigða. Honum finnst samt hneigðir þeirra og lífsstíll ógeðslegur, er sannfærður um að samkynhneigð sé synd og telur að hjónaband samkynhneigðra og „samkynhneigð hegðun“ í sjónvarpinu stefni Bandaríkjunum fram af „siðferðilegu hengiflugi“. Tímasetningin var enn klaufalegri en ella af því að tilkynningin birtist á miðjum hinsegin dögum, þar sem Íslendingar fagna í sameiningu sigrum í réttindabaráttu samkynhneigðra og fagna fjölbreytileika mannlífsins. Á þessu áttuðu forsvarsmenn þjóðkirkjunnar sig, tóku tilkynninguna um hátíðina út og birtu afsökunarbeiðni, þar sem samstaða kirkjunnar með samkynhneigðum og réttindabaráttu þeirra var ítrekuð. Þjóðkirkjan er eftir sem áður þátttakandi í Hátíð vonar eftir að hafa þekkzt boð þar um og ýmsir söfnuðir hennar tóku þátt í skipulagningu og fjármögnun hátíðarinnar í samstarfi við aðrar kirkjudeildir. Agnes Sigurðardóttir biskup sagði í Fréttablaðinu í gær að kirkjan hygðist ekki endurskoða þátttöku sína í samkomunni. „Kristið fólk á Íslandi tilheyrir mörgum kirkjudeildum og er ekki sammála um allt en við getum sameinast í bæn fyrir landi og þjóð. Það er markmiðið með Hátíð vonar,“ sagði biskup. Samstarf ólíkra trúfélaga er af hinu góða því að nóg er af hinu; að alið sé á hatri og illdeilum, jafnvel út af blæbrigðamun í biblíutúlkun. Og auðvitað er útilokað að kristin trúfélög verði sammála um allt; kristin kirkja skiptist einmitt í ólíkar deildir af því að fólk er ósammála. En á samkirkjulegri samkomu ætti þá að leggja áherzlu á það sem menn geta sameinazt um, sem er kærleiks- og gleðiboðskapur kristninnar. Gaur eins og Franklin Graham hefur hann vissulega á vörum, en boðar líka hatur og útilokun á tilteknum samfélagshópi. Þjóðkirkjan hefði aldrei átt að taka í mál að taka þátt í viðburði þar sem sá maður er í aðalhlutverki. Nú vitum við vel að í þjóðkirkjunni er fólk sem er í grundvallaratriðum sammála Franklin Graham. En þá kemur kannski að jákvæðu hliðinni á þessari umræðu; okkur er hollt að rifja upp að lengi vel réð það fólk ferðinni hjá kirkjunni, sem gat ekki tekið af skarið um að viðurkenna hjónaband samkynhneigðra. Eftirfarandi málsgrein í yfirlýsingu upplýsingafulltrúa kirkjunnar hefði verið nánast óhugsandi eða alltént valdið hatrömmum deilum fyrir fáeinum árum: „…þjóðkirkjan hvikar hvergi frá samstöðu sinni með samkynhneigðum, réttindabaráttu þeirra og hjónabandi samkynhneigðra.“ Nú heyrast engin andmæli. Þannig að þrátt fyrir allt hefur margt breytzt í kirkjunni. Agnes biskup ætti að undirstrika það með því að sniðganga Franklin Graham og hátíðahöldin í kringum hann. Og skella sér í gleðigönguna í dag með sem flesta hempuklædda kollega sína með sér.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun