Sló í gegn á Sundance-hátíðinni Kristjana Arnarsdóttir skrifar 8. ágúst 2013 07:00 Hinn 14 ára Duncan á í vandræðum með sjálfstraustið en eftir að hann kynnist framkvæmdastjóra vatnsrennibrautagarðsins Water Wizz fer sjálfstraustið stöðugt batnandi. Kvikmyndin The Way Way Back var frumsýnd í íslenskum bíóhúsum í gær. Myndin segir frá hinum 14 ára Duncan sem heldur af stað í ferðalag með móður sinni, stjúpsystur og stjúpföður, en það er hinn bráðskemmtilegi Steve Carrell sem fer með hlutverk stjúpföðurins. Duncan á í vandræðum með sjálfstraustið og ekki hjálpar leiðinleg framkoma stjúpans. Hann skellir sér í vatnsrennibrautagarðinn Water Wizz, kynnist þar framkvæmdastjóranum Owen og verða þeir hinir mestu mátar. Owen hjálpar honum að eiga í samskiptum við hitt kynið og rífur upp sjálfstraustið í leiðinni. Myndin er bæði skrifuð og leikstýrt af þeim Jim Rash og Nat Faxon en þeir fengu Óskarsverðlaunin árið 2011 fyrir handrit sitt að kvikmyndinni The Descendants með George Clooney í aðalhlutverki. The Way Way Back var frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni í vor og þótti gestum hátíðarinnar mikið til hennar koma. Vefsíðan Rottentomatoes.com segir meðal annars að leikarar myndarinnar blómstri í hlutverkum sínum og að handritið sé einkar vel skrifað. Þá fær hún 7,8 í einkunn á vefsíðunni IMDB.com. Það er hinn ungi og efnilegi Liam James sem leikur Duncan, en James leikur einnig í spennuþáttunum The Killing, bandarísku útgáfu dönsku þáttanna Forbrydelsen. Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Kvikmyndin The Way Way Back var frumsýnd í íslenskum bíóhúsum í gær. Myndin segir frá hinum 14 ára Duncan sem heldur af stað í ferðalag með móður sinni, stjúpsystur og stjúpföður, en það er hinn bráðskemmtilegi Steve Carrell sem fer með hlutverk stjúpföðurins. Duncan á í vandræðum með sjálfstraustið og ekki hjálpar leiðinleg framkoma stjúpans. Hann skellir sér í vatnsrennibrautagarðinn Water Wizz, kynnist þar framkvæmdastjóranum Owen og verða þeir hinir mestu mátar. Owen hjálpar honum að eiga í samskiptum við hitt kynið og rífur upp sjálfstraustið í leiðinni. Myndin er bæði skrifuð og leikstýrt af þeim Jim Rash og Nat Faxon en þeir fengu Óskarsverðlaunin árið 2011 fyrir handrit sitt að kvikmyndinni The Descendants með George Clooney í aðalhlutverki. The Way Way Back var frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni í vor og þótti gestum hátíðarinnar mikið til hennar koma. Vefsíðan Rottentomatoes.com segir meðal annars að leikarar myndarinnar blómstri í hlutverkum sínum og að handritið sé einkar vel skrifað. Þá fær hún 7,8 í einkunn á vefsíðunni IMDB.com. Það er hinn ungi og efnilegi Liam James sem leikur Duncan, en James leikur einnig í spennuþáttunum The Killing, bandarísku útgáfu dönsku þáttanna Forbrydelsen.
Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein