Vill raftónlistarbrú til Japans Ólöf Skaftadóttir skrifar 2. ágúst 2013 09:00 Árni Grétar segir líf sitt snúast að nánast öllu leyti um tónlist, en segir föðurhlutverkið þó mikilvægara Raftónlistarmaðurinn Árni Grétar, betur þekktur sem Futuregrapher og einn stofnenda plötufyrirtækisins Möller Records, er að leggja lokahönd á nýja plötu. Í þetta sinn fékk hann tvo erlenda tónlistarmenn með sér í lið, annars vegar japanska hljóðlistamanninn Hidekazu Imashige og hins vegar kanadíska sellóleikarann Veronique Vaka. Platan heitir Crystal Lagoon og samstarfið kom skemmtilega til. „Ég hef nú aðeins hitt annan tónlistarmanninn í þessu verkefni sem er Veronique Vaka. Ég kynntist henni aðeins í gegnum vin minn Anton Kaldal, en hún spilaði á selló með honum,“ segir Árni Grétar. „Hidekazu Imashige hef ég aðeins kynnst í gegnum netheima – en við gáfum báðir út sveimplötu hjá Somehow Recordings, sem er breskt plötuútgáfufyrirtæki og þetta er í annað skiptið sem við vinnum saman með því að skiptast á hljóðskrám í gegnum tölvupóst,“ útskýrir Árni.MYND/Ernir EyjólfssonÁrni Grétar gaf síðast út smáskífuna Fjall, í samstarfi við Jelenu Schally, ásamt því að gefa út hina marglofuðu breiðskífu LP síðasta sumar og því ljóst að Árni hefur mörg járn í eldinum. „Ég held að lykillinn á bak við það sé að vera óhræddur við að koma frá sér tónlistinni,“ segir Árni Grétar. „Ég hef mjög gaman af því að semja og hlusta á tónlist og líf mitt snýst nánast eingöngu um það, fyrir utan föðurhlutverkið – sem er mikilvægast,“ segir Árni. Árni Grétar segir ferlið við að semja andlegt í hans tilviki. „Ég í rauninni dett í trans með listagyðjunni. Líf mitt er tónlist, því fyrir utan að koma minni tónlist á framfæri, eru ég, Jóhann (Skurken), Stefán (Steve Sampling) og Frosti (Bistro Boy) að hjálpa öðrum að gefa út tónlist hjá Möller Records,“ bætir Árni við. Pælingin á bak við Crystal Lagoon er að hefja samstarf Möller Records við japanska tónlistarmenn að sögn Árna. „Ég vil byggja raftónlistarbrú á milli Japans og Íslands,“ útskýrir Árni Grétar. „En þessi plata er mjög frábrugðin því sem ég er þekktur fyrir, því hún er tregafull sveimplata með bryggjuselló-hljóm,“ segir Árni Grétar. „Það er alltaf gaman að stíga út fyrir kassann og gera eitthvað nýtt,“ segir hann að lokum. Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Fleiri fréttir Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Raftónlistarmaðurinn Árni Grétar, betur þekktur sem Futuregrapher og einn stofnenda plötufyrirtækisins Möller Records, er að leggja lokahönd á nýja plötu. Í þetta sinn fékk hann tvo erlenda tónlistarmenn með sér í lið, annars vegar japanska hljóðlistamanninn Hidekazu Imashige og hins vegar kanadíska sellóleikarann Veronique Vaka. Platan heitir Crystal Lagoon og samstarfið kom skemmtilega til. „Ég hef nú aðeins hitt annan tónlistarmanninn í þessu verkefni sem er Veronique Vaka. Ég kynntist henni aðeins í gegnum vin minn Anton Kaldal, en hún spilaði á selló með honum,“ segir Árni Grétar. „Hidekazu Imashige hef ég aðeins kynnst í gegnum netheima – en við gáfum báðir út sveimplötu hjá Somehow Recordings, sem er breskt plötuútgáfufyrirtæki og þetta er í annað skiptið sem við vinnum saman með því að skiptast á hljóðskrám í gegnum tölvupóst,“ útskýrir Árni.MYND/Ernir EyjólfssonÁrni Grétar gaf síðast út smáskífuna Fjall, í samstarfi við Jelenu Schally, ásamt því að gefa út hina marglofuðu breiðskífu LP síðasta sumar og því ljóst að Árni hefur mörg járn í eldinum. „Ég held að lykillinn á bak við það sé að vera óhræddur við að koma frá sér tónlistinni,“ segir Árni Grétar. „Ég hef mjög gaman af því að semja og hlusta á tónlist og líf mitt snýst nánast eingöngu um það, fyrir utan föðurhlutverkið – sem er mikilvægast,“ segir Árni. Árni Grétar segir ferlið við að semja andlegt í hans tilviki. „Ég í rauninni dett í trans með listagyðjunni. Líf mitt er tónlist, því fyrir utan að koma minni tónlist á framfæri, eru ég, Jóhann (Skurken), Stefán (Steve Sampling) og Frosti (Bistro Boy) að hjálpa öðrum að gefa út tónlist hjá Möller Records,“ bætir Árni við. Pælingin á bak við Crystal Lagoon er að hefja samstarf Möller Records við japanska tónlistarmenn að sögn Árna. „Ég vil byggja raftónlistarbrú á milli Japans og Íslands,“ útskýrir Árni Grétar. „En þessi plata er mjög frábrugðin því sem ég er þekktur fyrir, því hún er tregafull sveimplata með bryggjuselló-hljóm,“ segir Árni Grétar. „Það er alltaf gaman að stíga út fyrir kassann og gera eitthvað nýtt,“ segir hann að lokum.
Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Fleiri fréttir Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira