Helgarmaturinn - Stjána bláa kjúklingur 2. ágúst 2013 14:00 María Krista Hreiðarsdóttir er menntuð sem grafískur hönnuður og rekur Kristadesign.is. María Krista er þriggja barna móðir og mikill matgæðingur en LKL-mataræðið hefur verið í miklu uppáhaldi.4-5 kjúklingabringur1 Tex mex smurostur1 poki ferskt spínat1-2 dl rjómiSmjörPipar og salt eftir smekkSteikið kjúklinginn í smáum bitum upp úr smjöri og kryddið með pipar. Takið af pönnunni og leggið til hliðar. Hellið heilum poka af spínati á pönnuna og steikið, má bæta við dálitlu smjöri. Þegar laufin hafa skroppið saman þá bætið þið við smurostinum og látið hann bráðna. Hellið rjóma út á ostinn og bræðið allt vel saman. Að lokum fer kjúklingurinn aftur í pönnuna og allt látið krauma í nokkrar mínútur. Hvítlauksbrauð LKL 6 msk. möndlumjöl Funksjonell, eða 3 msk. kókoshveiti Funksjonell 2 egg 4 dl rifinn ostur 1 tsk hvítlauksduftBlandið öllu saman í skál, hellið blöndunni á smjörpappírsklædda bökunarplötu og dreifið gróflega úr deiginu. Bakið í ofni í 10-15 mín. á 180 gráðum. Skerið brauðið niður í ferninga og hér má dreypa hvítlauksolíu yfir áður en brauðið er borið fram. Fljótlegt og gott hvítlauksbrauð og létt í kolvetnum í þokkabót. Kjúklingur Uppskriftir Mest lesið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Fleiri fréttir „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
María Krista Hreiðarsdóttir er menntuð sem grafískur hönnuður og rekur Kristadesign.is. María Krista er þriggja barna móðir og mikill matgæðingur en LKL-mataræðið hefur verið í miklu uppáhaldi.4-5 kjúklingabringur1 Tex mex smurostur1 poki ferskt spínat1-2 dl rjómiSmjörPipar og salt eftir smekkSteikið kjúklinginn í smáum bitum upp úr smjöri og kryddið með pipar. Takið af pönnunni og leggið til hliðar. Hellið heilum poka af spínati á pönnuna og steikið, má bæta við dálitlu smjöri. Þegar laufin hafa skroppið saman þá bætið þið við smurostinum og látið hann bráðna. Hellið rjóma út á ostinn og bræðið allt vel saman. Að lokum fer kjúklingurinn aftur í pönnuna og allt látið krauma í nokkrar mínútur. Hvítlauksbrauð LKL 6 msk. möndlumjöl Funksjonell, eða 3 msk. kókoshveiti Funksjonell 2 egg 4 dl rifinn ostur 1 tsk hvítlauksduftBlandið öllu saman í skál, hellið blöndunni á smjörpappírsklædda bökunarplötu og dreifið gróflega úr deiginu. Bakið í ofni í 10-15 mín. á 180 gráðum. Skerið brauðið niður í ferninga og hér má dreypa hvítlauksolíu yfir áður en brauðið er borið fram. Fljótlegt og gott hvítlauksbrauð og létt í kolvetnum í þokkabót.
Kjúklingur Uppskriftir Mest lesið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Fleiri fréttir „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira