Tónlistarmaðurinn Einar Lövdahl gefur út sína fyrstu plötu Kjartan Guðmundsson skrifar 3. ágúst 2013 12:00 Einar Lövdahl starfar sem blaðamaður á Mónitor samhliða tónlistinni. Ritstjóri blaðsins, tónlistarmaðurinn Jón Jónsson, er meðal þeirra sem hvöttu hann til dáða. fréttablaðið/GVA Nördaáhugamálið mitt er íslenska og hefur lengi verið. Ég hef soðið saman vísur síðan ég man eftir mér og hef alltaf haft áhuga á að nota tungumálið, hvort sem er til að skrifa texta, ræður, ritgerðir eða hvað sem er,“ segir tónlistarmaðurinn Einar Lövdahl sem sendir frá sér sína fyrstu plötu, Tímar án ráða, á fimmtudaginn næsta eða þeirri skemmtilegu dagsetningu 8/8. Tímar án ráða er samnefnd fyrsta laginu sem Einar, 22 ára vesturbæingur og KR-ingur í húð og hár, sendi frá sér síðasta haust. Lagið hlaut fínar viðtökur, heyrðist nokkuð í útvarpi og hefur tónlistarmaðurinn sleppt nokkrum lögum í viðbót á netið í undanfara útgáfu fyrstu plötunnar. Vinir Einars, þeir Halldór Eldjárn (úr hljómsveitinni Sykur) og Egill Jónsson (úr hljómsveitinni Porquesí og knattspyrnumaður úr KR) sjá um útsetningar og upptökustjórn á plötunni sem var að mestu leyti tekin upp í heimahúsum. Einar hefur gutlað við tónlist frá unglingsaldri og spilað í nokkrum mislanglífum hljómsveitum, en ekki lært á hljóðfæri nema einn vetur á píanó sem barn. „Ég tók það nám ekki alvarlega því ég var bara á kafi í fótbolta,“ segir Einar og útskýrir Einar og segist til að byrja með hafa verið tregur til að ráðast í útgáfu á lögum sínum. Eftir mikla hvatningu frá góðu fólki hafi hann þó ákveðið að láta slag standa og sjái ekki eftir því. „Það verður fínt að eiga áþreifanlega sönnun þess að ég sé tónlistarmaður eftir að platan kemur út.“ Tónlist Einars mætti lýsa sem léttu indípoppi, en sjálfum þykir honum erfitt að setja lögin sín undir einn hatt. „Margir hafa greint þjóðlagaáhrif í lögunum mínum, en það er ómögulegt að segja hvaðan áhrifin koma. Þegar ég var lítill lærði ég að Bítlarnir væru besta hljómsveit í heimi og á unglingsárunum tók ég tímabil í Led Zeppelin og Eric Clapton, en síðustu ár hef ég líklega hlustað mest á íslenska tónlist eins og til dæmis Hjálma, Megas, Sprengjuhöllina, Villa Vill og það sem Memfismafían hefur verið að gera,“ segir Einar og nefnir Baggalútinn Braga Valdimar og téðan Megas sem sína eftirlætis textahöfunda. Einn þeirra sem hvatt hafa Einar til dáða í tónlistinni er söngvarinn og knattspyrnumaðurinn Jón Jónsson, en þeir starfa saman hjá tímaritinu Mónitor og leysir Einar Jón af og til af sem ritstjóri blaðsins. „Ég datt inn í blaðamennskuna meðan ég var enn í MR og vinn náið með Jóni. Hann gefur mér góð ráð og ég hef fengið að prófa eitt og annað á honum,“ segir Einar sem fagnar útkomu plötunnar með teiti á Stúdentakjallaranum á útgáfudaginn, en stærri útgáfutónleikar fylgja í kjölfarið innan tíðar.Minnisvarði um rigningarsumarið Hönnunarneminn Heiðdís Inga Hilmarsdóttir, kærasta Einars, hannaði umslagið á plötunni og er það ljósmynd af krítarverki með rigningarþema. Ljósmyndarinn Ernir Eyjólfsson tók myndina. „Regndroparnir eru algjör tilviljun en umslagið endurspeglar á skemmtilegan hátt að platan sé gefin út á þessu mikla rigningarsumri. Við þurftum meira að segja að fresta myndatökunni nokkrum sinnum vegna rigningar,“ segir Einar. Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Nördaáhugamálið mitt er íslenska og hefur lengi verið. Ég hef soðið saman vísur síðan ég man eftir mér og hef alltaf haft áhuga á að nota tungumálið, hvort sem er til að skrifa texta, ræður, ritgerðir eða hvað sem er,“ segir tónlistarmaðurinn Einar Lövdahl sem sendir frá sér sína fyrstu plötu, Tímar án ráða, á fimmtudaginn næsta eða þeirri skemmtilegu dagsetningu 8/8. Tímar án ráða er samnefnd fyrsta laginu sem Einar, 22 ára vesturbæingur og KR-ingur í húð og hár, sendi frá sér síðasta haust. Lagið hlaut fínar viðtökur, heyrðist nokkuð í útvarpi og hefur tónlistarmaðurinn sleppt nokkrum lögum í viðbót á netið í undanfara útgáfu fyrstu plötunnar. Vinir Einars, þeir Halldór Eldjárn (úr hljómsveitinni Sykur) og Egill Jónsson (úr hljómsveitinni Porquesí og knattspyrnumaður úr KR) sjá um útsetningar og upptökustjórn á plötunni sem var að mestu leyti tekin upp í heimahúsum. Einar hefur gutlað við tónlist frá unglingsaldri og spilað í nokkrum mislanglífum hljómsveitum, en ekki lært á hljóðfæri nema einn vetur á píanó sem barn. „Ég tók það nám ekki alvarlega því ég var bara á kafi í fótbolta,“ segir Einar og útskýrir Einar og segist til að byrja með hafa verið tregur til að ráðast í útgáfu á lögum sínum. Eftir mikla hvatningu frá góðu fólki hafi hann þó ákveðið að láta slag standa og sjái ekki eftir því. „Það verður fínt að eiga áþreifanlega sönnun þess að ég sé tónlistarmaður eftir að platan kemur út.“ Tónlist Einars mætti lýsa sem léttu indípoppi, en sjálfum þykir honum erfitt að setja lögin sín undir einn hatt. „Margir hafa greint þjóðlagaáhrif í lögunum mínum, en það er ómögulegt að segja hvaðan áhrifin koma. Þegar ég var lítill lærði ég að Bítlarnir væru besta hljómsveit í heimi og á unglingsárunum tók ég tímabil í Led Zeppelin og Eric Clapton, en síðustu ár hef ég líklega hlustað mest á íslenska tónlist eins og til dæmis Hjálma, Megas, Sprengjuhöllina, Villa Vill og það sem Memfismafían hefur verið að gera,“ segir Einar og nefnir Baggalútinn Braga Valdimar og téðan Megas sem sína eftirlætis textahöfunda. Einn þeirra sem hvatt hafa Einar til dáða í tónlistinni er söngvarinn og knattspyrnumaðurinn Jón Jónsson, en þeir starfa saman hjá tímaritinu Mónitor og leysir Einar Jón af og til af sem ritstjóri blaðsins. „Ég datt inn í blaðamennskuna meðan ég var enn í MR og vinn náið með Jóni. Hann gefur mér góð ráð og ég hef fengið að prófa eitt og annað á honum,“ segir Einar sem fagnar útkomu plötunnar með teiti á Stúdentakjallaranum á útgáfudaginn, en stærri útgáfutónleikar fylgja í kjölfarið innan tíðar.Minnisvarði um rigningarsumarið Hönnunarneminn Heiðdís Inga Hilmarsdóttir, kærasta Einars, hannaði umslagið á plötunni og er það ljósmynd af krítarverki með rigningarþema. Ljósmyndarinn Ernir Eyjólfsson tók myndina. „Regndroparnir eru algjör tilviljun en umslagið endurspeglar á skemmtilegan hátt að platan sé gefin út á þessu mikla rigningarsumri. Við þurftum meira að segja að fresta myndatökunni nokkrum sinnum vegna rigningar,“ segir Einar.
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira