Innflytjendur óskast Halldór Halldórsson skrifar 1. ágúst 2013 06:00 Allir réttir sem teljast sérstaklega íslenskir eru bragðvondir og ólystugir. Fyrir utan auðvitað pönnuköku- og rúgbrauðsbakstur eigum við okkur enga sérstaka sögu eða hefð í matargerð – í það minnsta ekkert sem við getum verið stolt af. Þó var hér ræktaður aspas fyrir meira en 100 árum og parmesan fluttur inn á sama tíma, en eitthvað brást í millitíðinni. Þorrablótsófögnuðurinn er 70 ára gamalt útspil hótel- og veitingahúsaeigenda – ekki aldagömul hefð. Nóg eigum við af frábæru hráefni, en þegar kemur að því að klambra því saman þá er þú veist, framlag Íslands til „nordic-cuisine,“ flatkaka með hangikjöti. Þess vegna eigum við ekki neins konar skyndibita heldur. Á stjörnutorgi er ekki hægt að fá lambakjötsflís. Á hringveginum fást misþurrir og óaðlaðandi hamborgarar með misdjúpsteiktum frönskum. 80% allra nýrra veitingastaða í Reykjavík eru einhvers konar „diner“-grín og uppfullir af bandarískum íþróttaminjagripum – helst úr íþróttum sem varla hafa verið stundaðar á Íslandi. „Kominn tími á alvöru ameríska „diner burger“-stemningu,“ hugsar annar hver tækifærissinni og meinar auðvitað „virkilega falska og óhugnanlega“ þegar hann segir „alvöru“. Við þurftum útlenska tækifærissinna til að sjá að íslenska lambakjötið væri kjörið hráefni í kebab. Það er ekki einn helvítis veitingastaður sem býður upp á einhvers konar sjávarfangsskyndibita á viðráðanlegu verði – fisk-taco til dæmis – samt erum við fiskveiðiþjóð. Hér er ekki hægt að fá japanskt udon neins staðar, maður þarf að fara alla leið á Flúðir til að fá afrískan mat og 90% prósent af öllum mat sem þykist vera mexíkóskur er í raun frá Texas. Við þurfum að hætta að vísa innflytjendum úr landi og grátbiðja þá um að vera hérna í staðinn. Bara gegn því að þeir geti hrært eina sósu eða eldað eitthvað annað en steingrátt lambalæri, sýnt okkur eitthvað annað en gamlan tennisspaða eða hafnaboltakylfu – og auðvitað það óíslenskasta – haldið verðinu í lægri kantinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Halldórsson, Dóri DNA Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun
Allir réttir sem teljast sérstaklega íslenskir eru bragðvondir og ólystugir. Fyrir utan auðvitað pönnuköku- og rúgbrauðsbakstur eigum við okkur enga sérstaka sögu eða hefð í matargerð – í það minnsta ekkert sem við getum verið stolt af. Þó var hér ræktaður aspas fyrir meira en 100 árum og parmesan fluttur inn á sama tíma, en eitthvað brást í millitíðinni. Þorrablótsófögnuðurinn er 70 ára gamalt útspil hótel- og veitingahúsaeigenda – ekki aldagömul hefð. Nóg eigum við af frábæru hráefni, en þegar kemur að því að klambra því saman þá er þú veist, framlag Íslands til „nordic-cuisine,“ flatkaka með hangikjöti. Þess vegna eigum við ekki neins konar skyndibita heldur. Á stjörnutorgi er ekki hægt að fá lambakjötsflís. Á hringveginum fást misþurrir og óaðlaðandi hamborgarar með misdjúpsteiktum frönskum. 80% allra nýrra veitingastaða í Reykjavík eru einhvers konar „diner“-grín og uppfullir af bandarískum íþróttaminjagripum – helst úr íþróttum sem varla hafa verið stundaðar á Íslandi. „Kominn tími á alvöru ameríska „diner burger“-stemningu,“ hugsar annar hver tækifærissinni og meinar auðvitað „virkilega falska og óhugnanlega“ þegar hann segir „alvöru“. Við þurftum útlenska tækifærissinna til að sjá að íslenska lambakjötið væri kjörið hráefni í kebab. Það er ekki einn helvítis veitingastaður sem býður upp á einhvers konar sjávarfangsskyndibita á viðráðanlegu verði – fisk-taco til dæmis – samt erum við fiskveiðiþjóð. Hér er ekki hægt að fá japanskt udon neins staðar, maður þarf að fara alla leið á Flúðir til að fá afrískan mat og 90% prósent af öllum mat sem þykist vera mexíkóskur er í raun frá Texas. Við þurfum að hætta að vísa innflytjendum úr landi og grátbiðja þá um að vera hérna í staðinn. Bara gegn því að þeir geti hrært eina sósu eða eldað eitthvað annað en steingrátt lambalæri, sýnt okkur eitthvað annað en gamlan tennisspaða eða hafnaboltakylfu – og auðvitað það óíslenskasta – haldið verðinu í lægri kantinum.