Senda frá sér fyrstu smáskífuna Kristjana Arnarsdóttir skrifar 1. ágúst 2013 09:00 Þau Amy Odell og Aggi Friðbertsson skipa hljómsveitina Amy and I. Þau hafa nú sent frá sér sína fyrstu smáskífu sem ber heitið The Storm. „Fyrsta lagið okkar kemur út á morgun og svo höldum við þessu bara ótrauð áfram,“ segir tónlistarmaðurinn Aggi Friðbertsson sem hefur hafið samstarf með bresku söngkonunni Amy Odell. Hljómsveitina kalla þau Amy and I en þau Amy og Aggi kynntust í gegnum sameiginlegan vin í London í fyrra og hófu samstarf nú í vor. „Ég flutti til London til að læra upptökustjórnun og kynntist þar bróður hennar Amy, sem var meðal annars umboðsmaður íslensku hljómsveitanna Mínus og Cliff Clavin. Amy var að leita sér að gítarleikara og ég sló til. Ég stakk svo fljótlega upp á því að gera eitthvað annað en það,“ segir Aggi, en hann segir tónlistina sem þau gera vera eins konar raftónlist með rólegu ívafi. Aggi býr á Íslandi í sumar og hefur því þurft að nota bæði Skype og tölvupóst til þess að bera efnið undir Amy. „Við náðum að taka mikið upp í London þegar ég var að klára skólann í vor. Svo hef ég verið að semja á fullu og senda á hana en ég fer til London aftur í næstu viku. Þá verður þetta aðeins auðveldara.“ Aggi hefur einnig látið að sér kveða í íslensku tónlistarlífi en hann hefur spilað með hljómsveitinni Sign síðustu fimm ár og var forsprakki rokksveitarinnar Ten Steps Away. Amy Odell er dóttir breska upptökustjórans Kens Thomas en sá hefur meðal annars unnið með hljómsveitum á borð við Sigur Rós, M83 og Moby. Fyrsta lag Amy and I ber heitið The Storm. Lagið kemur út í dag og má heyra á Facebook-síðu hljómsveitarinnar. Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Fleiri fréttir Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
„Fyrsta lagið okkar kemur út á morgun og svo höldum við þessu bara ótrauð áfram,“ segir tónlistarmaðurinn Aggi Friðbertsson sem hefur hafið samstarf með bresku söngkonunni Amy Odell. Hljómsveitina kalla þau Amy and I en þau Amy og Aggi kynntust í gegnum sameiginlegan vin í London í fyrra og hófu samstarf nú í vor. „Ég flutti til London til að læra upptökustjórnun og kynntist þar bróður hennar Amy, sem var meðal annars umboðsmaður íslensku hljómsveitanna Mínus og Cliff Clavin. Amy var að leita sér að gítarleikara og ég sló til. Ég stakk svo fljótlega upp á því að gera eitthvað annað en það,“ segir Aggi, en hann segir tónlistina sem þau gera vera eins konar raftónlist með rólegu ívafi. Aggi býr á Íslandi í sumar og hefur því þurft að nota bæði Skype og tölvupóst til þess að bera efnið undir Amy. „Við náðum að taka mikið upp í London þegar ég var að klára skólann í vor. Svo hef ég verið að semja á fullu og senda á hana en ég fer til London aftur í næstu viku. Þá verður þetta aðeins auðveldara.“ Aggi hefur einnig látið að sér kveða í íslensku tónlistarlífi en hann hefur spilað með hljómsveitinni Sign síðustu fimm ár og var forsprakki rokksveitarinnar Ten Steps Away. Amy Odell er dóttir breska upptökustjórans Kens Thomas en sá hefur meðal annars unnið með hljómsveitum á borð við Sigur Rós, M83 og Moby. Fyrsta lag Amy and I ber heitið The Storm. Lagið kemur út í dag og má heyra á Facebook-síðu hljómsveitarinnar.
Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Fleiri fréttir Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira