Glaðasti hundur í heimi Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 10. júlí 2013 06:00 Ég held maður eigi ekki að öfunda börn. Samt varð ég dálítið afbrýðisöm út í börnin sem grófu niður vangaveltur sínar fyrir framan Þjóðminjasafn Íslands á dögunum. Þau útbjuggu bæklinga þar sem þau sögðu frá sjálfum sér og spáðu í framtíðina. Kannski skrifuðu þau niður drauma sína og væntingar. Eftir 25 ár munu þau svo grafa kassann aftur upp og þá verður spennandi að sjá hvað hefur ræst. Sumir skrifa reglulega niður markmið sín og stefna einbeittir að þeim. Af einhverjum ástæðum gleymi ég alltaf að gera þetta sjálf. nýlega kom út lageftir Dr. Gunna sem fjallar um glaðasta hund í heimi. Lagið er svo tryllingslega grípandi að maður á ofsalega bágt með að hugsa um aðra hluti en þennan lífsglaða hund, hafi maður heyrt lagið á annað borð. Ein setning í laginu finnst mér sérlega góð og óvenjuheimspekileg pæling fyrir hund, en hún hljóðar svo: „Lífið henti í mig beini og ég ætla að naga það.“ Ég fíla þessa lífsspeki hjá seppa, að taka því sem lífið færir manni opnum örmum, gera það besta úr því og njóta þess. Svo auðvitað setti ég setninguna sem status á Fésbókinni, því það er það sem maður gerir þegar maður les eða heyrir eitthvað inspírerandi. Ég tala nú ekki um ef það kemur frá hundi. Vinkona mín misskildi hins vegar statusinn og hélt að þar stæði „Lífið henti mig í beinni og ég ætla að naga það“, sem væri mjög undarleg yfirlýsing, en aftur á móti er fallegur sannleikur fólginn í því að lífið einfaldlega hendi mann í beinni. Ég græt því ekki skipulagsleysi mitt í lífsmarkmiðasetningu. Markmiðin eru mikilvæg, jafnvel lífsnauðsynleg, en það skiptir líka máli að leyfa lífinu að koma manni á óvart. OG ég vona að fyrrnefnd börn eigi eftir að verða hissa eftir 25 ár. Ég vona líka að ég verði hissa eftir 25 ár. Reyndar vona ég að ég verði hissa strax á morgun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þórlaug Óskarsdóttir Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun
Ég held maður eigi ekki að öfunda börn. Samt varð ég dálítið afbrýðisöm út í börnin sem grófu niður vangaveltur sínar fyrir framan Þjóðminjasafn Íslands á dögunum. Þau útbjuggu bæklinga þar sem þau sögðu frá sjálfum sér og spáðu í framtíðina. Kannski skrifuðu þau niður drauma sína og væntingar. Eftir 25 ár munu þau svo grafa kassann aftur upp og þá verður spennandi að sjá hvað hefur ræst. Sumir skrifa reglulega niður markmið sín og stefna einbeittir að þeim. Af einhverjum ástæðum gleymi ég alltaf að gera þetta sjálf. nýlega kom út lageftir Dr. Gunna sem fjallar um glaðasta hund í heimi. Lagið er svo tryllingslega grípandi að maður á ofsalega bágt með að hugsa um aðra hluti en þennan lífsglaða hund, hafi maður heyrt lagið á annað borð. Ein setning í laginu finnst mér sérlega góð og óvenjuheimspekileg pæling fyrir hund, en hún hljóðar svo: „Lífið henti í mig beini og ég ætla að naga það.“ Ég fíla þessa lífsspeki hjá seppa, að taka því sem lífið færir manni opnum örmum, gera það besta úr því og njóta þess. Svo auðvitað setti ég setninguna sem status á Fésbókinni, því það er það sem maður gerir þegar maður les eða heyrir eitthvað inspírerandi. Ég tala nú ekki um ef það kemur frá hundi. Vinkona mín misskildi hins vegar statusinn og hélt að þar stæði „Lífið henti mig í beinni og ég ætla að naga það“, sem væri mjög undarleg yfirlýsing, en aftur á móti er fallegur sannleikur fólginn í því að lífið einfaldlega hendi mann í beinni. Ég græt því ekki skipulagsleysi mitt í lífsmarkmiðasetningu. Markmiðin eru mikilvæg, jafnvel lífsnauðsynleg, en það skiptir líka máli að leyfa lífinu að koma manni á óvart. OG ég vona að fyrrnefnd börn eigi eftir að verða hissa eftir 25 ár. Ég vona líka að ég verði hissa eftir 25 ár. Reyndar vona ég að ég verði hissa strax á morgun.