Tveir heimar mætast á töfrandi hátt Freyr Bjarnason skrifar 3. júlí 2013 23:00 Samaris hefur gengið allt í haginn síðan hún vann Músíktilraunir árið 2011. fréttablaðið/valli Tónlist. Samaris. Samaris. 12 Tónar Hljómsveitinni Samaris hefur gengið allt í haginn síðan hún vann Músíktilraunir árið 2011. Hún hefur gefið út EP-plöturnar Hljómar þú og Stofnar falla, fengið góða útvarpsspilun, spilað á Sónar-hátíðinni (bæði í Reykjavík og í Barselóna) og nýlega gerði hún útgáfusamning við breska fyrirtækið One Little Indian. Þessi nýja plata er einmitt fyrsta útgáfa Samaris hjá fyrirtækinu í samstarfi við 12 Tóna og hefur að geyma EP-plöturnar tvær, auk fjögurra endurhljóðblandana, en samningurinn við One Little Indian hljómar upp á að minnsta kosti tvær breiðskífur til viðbótar með nýju efni. Öll þessi velgengni tríósins kemur ekki á óvart þegar hlustað er á þennan nýja grip. Klarinettleikur Áslaugar Rúnar Magnúsdóttur og raftaktar Þórðar Kára Steinþórssonar blandast fullkomlega saman við seiðandi rödd Jófríðar þannig að úr verður gullfalleg tónlist. Í raun mætast tveir heimar á plötunni. Annars vegar söngstíll Áslaugar Rúnar og góðir textarnir sem byggja á gömlum íslenskum grunni og hins vegar nútímalegir raftaktarnir.Endurhljóðblönduðu lögin eru áhugaverð, sérstaklega þó Viltu vitrast í meðferð Futuregrapher og Stofnar falla sem Subminimal hristir upp í með hröðum trommutakti. Þrátt fyrir að platan sé þrískipt hljómar hún vel sem ein heild og ætti enginn tónlistaráhugamaður að vera svikinn af þessu eðal, rammíslenska rafpoppi.Niðurstaða: Töfrandi rammíslenskt rafpopp frá hinni stórefnilegu Samaris. Gagnrýni Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist. Samaris. Samaris. 12 Tónar Hljómsveitinni Samaris hefur gengið allt í haginn síðan hún vann Músíktilraunir árið 2011. Hún hefur gefið út EP-plöturnar Hljómar þú og Stofnar falla, fengið góða útvarpsspilun, spilað á Sónar-hátíðinni (bæði í Reykjavík og í Barselóna) og nýlega gerði hún útgáfusamning við breska fyrirtækið One Little Indian. Þessi nýja plata er einmitt fyrsta útgáfa Samaris hjá fyrirtækinu í samstarfi við 12 Tóna og hefur að geyma EP-plöturnar tvær, auk fjögurra endurhljóðblandana, en samningurinn við One Little Indian hljómar upp á að minnsta kosti tvær breiðskífur til viðbótar með nýju efni. Öll þessi velgengni tríósins kemur ekki á óvart þegar hlustað er á þennan nýja grip. Klarinettleikur Áslaugar Rúnar Magnúsdóttur og raftaktar Þórðar Kára Steinþórssonar blandast fullkomlega saman við seiðandi rödd Jófríðar þannig að úr verður gullfalleg tónlist. Í raun mætast tveir heimar á plötunni. Annars vegar söngstíll Áslaugar Rúnar og góðir textarnir sem byggja á gömlum íslenskum grunni og hins vegar nútímalegir raftaktarnir.Endurhljóðblönduðu lögin eru áhugaverð, sérstaklega þó Viltu vitrast í meðferð Futuregrapher og Stofnar falla sem Subminimal hristir upp í með hröðum trommutakti. Þrátt fyrir að platan sé þrískipt hljómar hún vel sem ein heild og ætti enginn tónlistaráhugamaður að vera svikinn af þessu eðal, rammíslenska rafpoppi.Niðurstaða: Töfrandi rammíslenskt rafpopp frá hinni stórefnilegu Samaris.
Gagnrýni Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira