Gómsætir brúðkaups kökupinnar Marín Manda skrifar 29. júní 2013 13:00 Kökupinnar Berglindar eru algjör dásemd. „Kökupinnar eru í flestum tilfellum blanda af köku og kremi sem rúllað er í kúlur, þær settar á prik og dýft í hjúp. Möguleikar í blöndun eru hins vegar óteljandi og mæli ég með því að fólk prófi sig áfram með það sem þeim þykir best,” segir Berglind Hreiðarsdóttir, mannauðsstjóri hjá World Class.Berglind Hreiðarsdóttir.Bakstur og kökuskreytingar eru áhugamál Berglindar en hún var fengin til að útbúa þessa dásemdar kökupinna fyrir brúðkaup vinfólks hennar sem giftu sig í þessum mánuði. Boðið var upp á pinnana með fordrykknum þar sem brúðhjónunum fannst þetta falleg og nýstárleg hugmynd, ásamt því sem kökupinnar eru dásamlegir á bragðið. Í brúðkaupinu voru tvær tegundir í boði, fjólubláir pinnar fyrir brúðgumann en þeir innihéldu vanilluköku, vanillusmjörkrem, saxað suðusúkkulaði og maukuð fersk jarðarber. Að ósk brúðarinnar voru hvítirpinnar sem innihéldu vanilluköku, vanillusmjörkrem, hvítt saxað súkkulaði og þykka karamellusósu. Áhugasamir geta lært allt um kökupinna á námskeiðum hjá Gotterí og Gersemum sem hefjast að nýju í haust. Mest lesið Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Tónlist „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
„Kökupinnar eru í flestum tilfellum blanda af köku og kremi sem rúllað er í kúlur, þær settar á prik og dýft í hjúp. Möguleikar í blöndun eru hins vegar óteljandi og mæli ég með því að fólk prófi sig áfram með það sem þeim þykir best,” segir Berglind Hreiðarsdóttir, mannauðsstjóri hjá World Class.Berglind Hreiðarsdóttir.Bakstur og kökuskreytingar eru áhugamál Berglindar en hún var fengin til að útbúa þessa dásemdar kökupinna fyrir brúðkaup vinfólks hennar sem giftu sig í þessum mánuði. Boðið var upp á pinnana með fordrykknum þar sem brúðhjónunum fannst þetta falleg og nýstárleg hugmynd, ásamt því sem kökupinnar eru dásamlegir á bragðið. Í brúðkaupinu voru tvær tegundir í boði, fjólubláir pinnar fyrir brúðgumann en þeir innihéldu vanilluköku, vanillusmjörkrem, saxað suðusúkkulaði og maukuð fersk jarðarber. Að ósk brúðarinnar voru hvítirpinnar sem innihéldu vanilluköku, vanillusmjörkrem, hvítt saxað súkkulaði og þykka karamellusósu. Áhugasamir geta lært allt um kökupinna á námskeiðum hjá Gotterí og Gersemum sem hefjast að nýju í haust.
Mest lesið Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Tónlist „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira