Eurovision-stjörnur keppa um vinsældir Freyr Bjarnason skrifar 27. júní 2013 12:00 Tvær ungar norrænar söngkonur keppa um hylli landsmanna þessa dagana með lögum sem þær sungu í Eurovision-keppninni. Hin norska Margaret Berger, sem náði fjórða sætinu með I Feed You My Love, er í sjötta sæti íslenska Lagalistans en Emmelie de Forest, sigurvegari Eurovision, situr í þriðja sætinu með Only Teardrops. Emmelie De Forest er tvítugur danskur söngvari og lagahöfundur sem fæddist í borginni Randers. Aðeins fjórtán ára byrjaði hún að koma fram á tónleikum með skoska þjóðlaga-tónlistarmanninum Fraser Nell. Fjórum árum síðar flutti hún til Kaupmannahafnar og fór í söngnám. De Forest fékk algjöra óskabyrjun með Only Teardrops og eru henni núna allir vegir færir. Lagið verður að teljast nokkuð hefðbundið Eurovision-lag með flautu og trommum í stórum hlutverkum. Það var samið af hinni reyndu tónlistarkonu Lise Cabble og þeim Julie Fabrin Jakobsen og Thomas Stengaard. Lagið var gefið út í janúar sem fyrsta smáskífa samnefndrar breiðskífu sem kom út á vegum Universal Music í Danmörku og náði það hæst öðru sætinu þar í landi. Margaret Berger hóf feril sinn árið 2004 þegar hún var átján ára. Hún hefur gefið út tvær plötur á vegum stórfyrirtækisins Sony BMG og hlaut norsku Grammy-verðlaunin 2004 fyrir besta tónlistarmyndbandið og fékk tilnefningu sem besti nýliðinn. Smáskífulag hennar Pretty Scary Silver Faire náði vinsældum á dansklúbbum víða um heim. Berger fékk upptökustjórann MachoPsycho til liðs við sig við gerð I Feed You My Love, en hann hefur unnið með Pink, Kelly Rowland, Backstreet Boys og Justin Timberlake. Útkoman er nútímalegt popplag með grípandi takti. Höfundar voru Karin Park, Robin Mortensen Lynch og Niklas Olovsen. Lynch og Olovsen sem hafa samið lög fyrir Pink, Cher og fleiri þekkta tónlistarmenn. Tengdar fréttir Danir sigurvegarar Eurovision 2013 Emmelie de Forest með lagið "Only Teardrops" þótti best 18. maí 2013 21:55 Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Fleiri fréttir Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Tvær ungar norrænar söngkonur keppa um hylli landsmanna þessa dagana með lögum sem þær sungu í Eurovision-keppninni. Hin norska Margaret Berger, sem náði fjórða sætinu með I Feed You My Love, er í sjötta sæti íslenska Lagalistans en Emmelie de Forest, sigurvegari Eurovision, situr í þriðja sætinu með Only Teardrops. Emmelie De Forest er tvítugur danskur söngvari og lagahöfundur sem fæddist í borginni Randers. Aðeins fjórtán ára byrjaði hún að koma fram á tónleikum með skoska þjóðlaga-tónlistarmanninum Fraser Nell. Fjórum árum síðar flutti hún til Kaupmannahafnar og fór í söngnám. De Forest fékk algjöra óskabyrjun með Only Teardrops og eru henni núna allir vegir færir. Lagið verður að teljast nokkuð hefðbundið Eurovision-lag með flautu og trommum í stórum hlutverkum. Það var samið af hinni reyndu tónlistarkonu Lise Cabble og þeim Julie Fabrin Jakobsen og Thomas Stengaard. Lagið var gefið út í janúar sem fyrsta smáskífa samnefndrar breiðskífu sem kom út á vegum Universal Music í Danmörku og náði það hæst öðru sætinu þar í landi. Margaret Berger hóf feril sinn árið 2004 þegar hún var átján ára. Hún hefur gefið út tvær plötur á vegum stórfyrirtækisins Sony BMG og hlaut norsku Grammy-verðlaunin 2004 fyrir besta tónlistarmyndbandið og fékk tilnefningu sem besti nýliðinn. Smáskífulag hennar Pretty Scary Silver Faire náði vinsældum á dansklúbbum víða um heim. Berger fékk upptökustjórann MachoPsycho til liðs við sig við gerð I Feed You My Love, en hann hefur unnið með Pink, Kelly Rowland, Backstreet Boys og Justin Timberlake. Útkoman er nútímalegt popplag með grípandi takti. Höfundar voru Karin Park, Robin Mortensen Lynch og Niklas Olovsen. Lynch og Olovsen sem hafa samið lög fyrir Pink, Cher og fleiri þekkta tónlistarmenn.
Tengdar fréttir Danir sigurvegarar Eurovision 2013 Emmelie de Forest með lagið "Only Teardrops" þótti best 18. maí 2013 21:55 Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Fleiri fréttir Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Danir sigurvegarar Eurovision 2013 Emmelie de Forest með lagið "Only Teardrops" þótti best 18. maí 2013 21:55