Súrrealískt að spila með Sinfó Freyr Bjarnason skrifar 26. júní 2013 09:00 „Þetta er hálfsúrrealískt en þetta leggst gríðarlega vel í okkur alla,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari Skálmaldar. Rokkararnir spila í fyrsta sinn með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Eldborg 29. nóvember. Tónlist Skálmaldar er þungarokk með þjóðlaga- og víkingaáhrifum og verður forvitnilegt að sjá þessar tvær hljómsveitir sameinast á sviði. Á efnisskránni verður tónlist af plötum Skálmaldar, Baldri og Börnum Loka. „Það er búið að ræða mikið hvernig við ætlum að hafa þetta og það var ákveðið strax að skrifa þetta alveg út fyrir sinfóníuhljómsveit,“ segir Snæbjörn. Tónskáldið Haraldur V. Sveinbjörnsson mun færa þungmálm Skálmaldar í sinfónískan búning. Aðspurður segir Snæbjörn það frábært þegar vel takist að blanda þungarokki og sígildri tónlist saman. „Þegar menn hætta að hugsa um þetta sem rokk, popp eða þungarokk á móti klassík og kveikja á því að þetta er allt tónlist finnst mér þetta algjörlega „brilljant“. Þetta er ekki eins ofboðslega ólíkt og menn vilja meina.“ Hann segir þessa tvo heima sífellt vera að nálgast. „Hrokinn í báðar áttir hefur minnkað.“ Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Þetta er hálfsúrrealískt en þetta leggst gríðarlega vel í okkur alla,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari Skálmaldar. Rokkararnir spila í fyrsta sinn með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Eldborg 29. nóvember. Tónlist Skálmaldar er þungarokk með þjóðlaga- og víkingaáhrifum og verður forvitnilegt að sjá þessar tvær hljómsveitir sameinast á sviði. Á efnisskránni verður tónlist af plötum Skálmaldar, Baldri og Börnum Loka. „Það er búið að ræða mikið hvernig við ætlum að hafa þetta og það var ákveðið strax að skrifa þetta alveg út fyrir sinfóníuhljómsveit,“ segir Snæbjörn. Tónskáldið Haraldur V. Sveinbjörnsson mun færa þungmálm Skálmaldar í sinfónískan búning. Aðspurður segir Snæbjörn það frábært þegar vel takist að blanda þungarokki og sígildri tónlist saman. „Þegar menn hætta að hugsa um þetta sem rokk, popp eða þungarokk á móti klassík og kveikja á því að þetta er allt tónlist finnst mér þetta algjörlega „brilljant“. Þetta er ekki eins ofboðslega ólíkt og menn vilja meina.“ Hann segir þessa tvo heima sífellt vera að nálgast. „Hrokinn í báðar áttir hefur minnkað.“
Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira