Borvéla-blús Halldór Halldórsson skrifar 20. júní 2013 11:15 Það er borvél á eldhúsborðinu mínu. Skrúfbitar og skrúfur allt í kringum hana og svo bara venjuleg eldhúsáhöld. Ég sé ekki tilganginn í því að ganga frá henni, ekki fyrr en afgangurinn af innréttingunni kemur frá Ikea. Minnir mig á að ég þarf að hringja í þá og grennslast fyrir um hvort gámurinn sé kominn. Inni í borðstofu, við hliðina á borðstofuborðinu í kringum kassa af flísum, rúllur af rafmagnsvír og hauga af parketi, er gul sög. Það er hægt að velta henni á milli hlutverka, bæði borðsög og kútter. Ég notaði hana um daginn til þess að skera brauðhleif á meðan enginn sá til. Það kom gamalt sag í brauðið – svo ég geri það ekki aftur. En það skiptir engu, það er sag um allt, örfínar agnir sem hvorki ryksugan tekur, né kústur. Ég finn stundum fyrir þeim í rúminu mínu þegar ég fer að sofa, engin ónot svo sem. Ég stend í framkvæmdum. Hef verið að gera upp íbúð síðan í byrjun maí. Það glittir í framkvæmdalok. Ítreka – glittir. Ég þori ekki að taka til öll verkin sem eru eftir, því þá fallast mér hendur. Þess í stað klæði ég mig í framkvæmda-joggingbuxurnar eftir vinnu dag hvern og hjóla handahófskennt í það sem ég á eftir. Buxurnar hef ég ekki þvegið síðan framkvæmdir byrjuðu – þær eru orðnar svo stífar að þær standa sjálfar eftir á gólfinu þegar ég klæði mig úr þeim. Þegar ég er ekki að vinna og ekki í framkvæmdum skoða ég verkfæri á netinu. Sannfærður um að betri og dýrari verkfæri geri mig að betri og afkastameiri smið. Ég er farinn að tala eins og iðnaðarmaður og gott betur er ég farinn að nota fagmanna-inngang Húsasmiðjunnar. Það er erfitt að búa í íbúð sem er á sama tíma verkstæði. Nóg til að gera mann brjálaðan. Sonur minn er farinn að líta á vinkla, þvingur og fræsitennur sem leikföngin sín. En burtséð frá því eru þetta spennandi tímar. Hér er verið að leggja grunninn að góðu heimili – lykilorðin eru þolinmæði, æðruleysi og Dewalt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Halldórsson, Dóri DNA Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Það er borvél á eldhúsborðinu mínu. Skrúfbitar og skrúfur allt í kringum hana og svo bara venjuleg eldhúsáhöld. Ég sé ekki tilganginn í því að ganga frá henni, ekki fyrr en afgangurinn af innréttingunni kemur frá Ikea. Minnir mig á að ég þarf að hringja í þá og grennslast fyrir um hvort gámurinn sé kominn. Inni í borðstofu, við hliðina á borðstofuborðinu í kringum kassa af flísum, rúllur af rafmagnsvír og hauga af parketi, er gul sög. Það er hægt að velta henni á milli hlutverka, bæði borðsög og kútter. Ég notaði hana um daginn til þess að skera brauðhleif á meðan enginn sá til. Það kom gamalt sag í brauðið – svo ég geri það ekki aftur. En það skiptir engu, það er sag um allt, örfínar agnir sem hvorki ryksugan tekur, né kústur. Ég finn stundum fyrir þeim í rúminu mínu þegar ég fer að sofa, engin ónot svo sem. Ég stend í framkvæmdum. Hef verið að gera upp íbúð síðan í byrjun maí. Það glittir í framkvæmdalok. Ítreka – glittir. Ég þori ekki að taka til öll verkin sem eru eftir, því þá fallast mér hendur. Þess í stað klæði ég mig í framkvæmda-joggingbuxurnar eftir vinnu dag hvern og hjóla handahófskennt í það sem ég á eftir. Buxurnar hef ég ekki þvegið síðan framkvæmdir byrjuðu – þær eru orðnar svo stífar að þær standa sjálfar eftir á gólfinu þegar ég klæði mig úr þeim. Þegar ég er ekki að vinna og ekki í framkvæmdum skoða ég verkfæri á netinu. Sannfærður um að betri og dýrari verkfæri geri mig að betri og afkastameiri smið. Ég er farinn að tala eins og iðnaðarmaður og gott betur er ég farinn að nota fagmanna-inngang Húsasmiðjunnar. Það er erfitt að búa í íbúð sem er á sama tíma verkstæði. Nóg til að gera mann brjálaðan. Sonur minn er farinn að líta á vinkla, þvingur og fræsitennur sem leikföngin sín. En burtséð frá því eru þetta spennandi tímar. Hér er verið að leggja grunninn að góðu heimili – lykilorðin eru þolinmæði, æðruleysi og Dewalt.