Grínmynd um Google Kristjana Arnarsdóttir skrifar 13. júní 2013 18:00 Gamanmyndin The Internship var frumsýnd í vikunni. Það eru þeir Vince Vaughn og Owen Wilson sem fara með aðalhlutverkin en þeir léku einnig saman í gamanmyndinni Wedding Crashers sem kom út árið 2005. The Internship fjallar um félagana Billy og Nick sem eru reknir úr störfum sínum sem sölumenn og þurfa að hugsa sér til hreyfings. Billy, sem leikinn er af Vince Vaughn, sækir um lærlingsstöðu hjá Google fyrir þá félagana þrátt fyrir að hafa nánast enga kunnáttu á nútímatækni. Þeir eru ráðnir í störfin og eyða sumrinu í liðakeppni með öðrum lærlingum, þar sem liðin keppast um að sigra og tryggja sér þar með stöðu hjá tölvurisanum. Það er kanadísk-bandaríski leikstjórinn Shawn Adam Levy sem leikstýrir myndinni en hann hefur meðal annars leikstýrt gamanmyndunum Big Fat Liar, Just Married, Cheaper by the Dozen, Night at the Museum og Date Night. Kvikmyndir leikstjórans hafa samanlagt velt um tveimur milljörðum dala og myndir hans fallið í góðan jarðveg. Margar spennandi myndir eru væntanlegar með þeim Wilson og Vaughn í burðarhlutverkum. Í lok árs er von á framhaldi kvikmyndarinnar The Anchorman, en þar fer Vaughn með hlutverk fréttapésans Wes Mantooth, erkióvinar Rons Burgundy sem leikinn er af Will Ferrell. Owen Wilson er með margt í pípunum en þar ber eflaust hæst að nefna framhald myndarinnar um Derek Zoolander, þar sem Wilson fer með hlutverk karlfyrirsætunnar Hansel. Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Gamanmyndin The Internship var frumsýnd í vikunni. Það eru þeir Vince Vaughn og Owen Wilson sem fara með aðalhlutverkin en þeir léku einnig saman í gamanmyndinni Wedding Crashers sem kom út árið 2005. The Internship fjallar um félagana Billy og Nick sem eru reknir úr störfum sínum sem sölumenn og þurfa að hugsa sér til hreyfings. Billy, sem leikinn er af Vince Vaughn, sækir um lærlingsstöðu hjá Google fyrir þá félagana þrátt fyrir að hafa nánast enga kunnáttu á nútímatækni. Þeir eru ráðnir í störfin og eyða sumrinu í liðakeppni með öðrum lærlingum, þar sem liðin keppast um að sigra og tryggja sér þar með stöðu hjá tölvurisanum. Það er kanadísk-bandaríski leikstjórinn Shawn Adam Levy sem leikstýrir myndinni en hann hefur meðal annars leikstýrt gamanmyndunum Big Fat Liar, Just Married, Cheaper by the Dozen, Night at the Museum og Date Night. Kvikmyndir leikstjórans hafa samanlagt velt um tveimur milljörðum dala og myndir hans fallið í góðan jarðveg. Margar spennandi myndir eru væntanlegar með þeim Wilson og Vaughn í burðarhlutverkum. Í lok árs er von á framhaldi kvikmyndarinnar The Anchorman, en þar fer Vaughn með hlutverk fréttapésans Wes Mantooth, erkióvinar Rons Burgundy sem leikinn er af Will Ferrell. Owen Wilson er með margt í pípunum en þar ber eflaust hæst að nefna framhald myndarinnar um Derek Zoolander, þar sem Wilson fer með hlutverk karlfyrirsætunnar Hansel.
Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein