Viðskipti erlent

Vöxtur er víðast hægur í OECD

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Í New York. Efnahagsbati innan OECD er einna líflegastur í Bandaríkjunum og Japan.
Í New York. Efnahagsbati innan OECD er einna líflegastur í Bandaríkjunum og Japan.

Í spilunum er hægur efnahagsbati í flestum helstu hagsvæðum að mati Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD.

Stofnunin birti í gær hagvísa sína þar sem fram kemur að hagvöxtur sé þó ekki að styrkjast sem nokkru nemi utan Bandaríkjanna og Japan.

Annars staðar í heiminum bendi hagvísarnir til hægari vaxtar. Þó bendi hagvísar OECD til þess að á evrusvæðinu í heild sé stígandi í hagvextinum.

Vöxtur sé orðinn viðvarandi í Þýskalandi og að tölur apríl og maí bendi til þess að þróunin sé til hins betra í Ítaliu. Staðan í Frakklandi sé hins vegar óbreytt.

Fram kemur í nýjustu tölum OECD að breyting til hins betra milli ára hafi numið 0,86 prósentum í Japan og 0,67 prósentum í Bandaríkjunum.

Sömu hagvísar sýna 0,27 prósenta vöxt í Þýskalandi frá ári til árs og 0,60 prósent í Ítalíu. Í öllum löndum OECD var vöxtur í síðasta mánuði 0,46 prósent og 0,38 prósent í löndum evrunnar.

Í sjö helstu iðnríkjum heims var vöxturinn 0,57 prósent og sagður að styrkjast. Í nýlegri þjóðhagsspá Íslandsbanka er spáð 1,2 prósenta hagvexti hér á landi á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×