Bienvenue en Islande Ólafur Þ. Stephensen skrifar 6. júní 2013 08:51 Frakkland varð í síðasta mánuði þrettánda ríki heims til að leyfa hjónabönd samkynhneigðra, er ný hjúskaparlög gengu í gildi. Fyrsta hjónavígsla samkynhneigðra fór fram í Montpellier í síðustu viku. Einhver henti reyksprengju að ráðhúsinu þar sem athöfnin fór fram. Það kom út af fyrir sig ekki á óvart; andstaðan við nýju lögin hefur verið mikil í Frakklandi. Fjöldi manns hefur mótmælt nýju lögunum, jafnvel eftir að þingið samþykkti þau og þau gengu í gildi. Mótmælin gegn nýju lögunum hafa að mestu leyti farið friðsamlega fram, þótt á því séu dapurlegar undantekningar. Röksemdir andstæðinganna eru kunnuglegar; þær voru líka hafðar í frammi hér á landi á síðasta áratug, þegar umræður um hjónaband samkynhneigðra stóðu sem hæst. Andstæðingarnir ítrekuðu gjarnan að þeir hefðu ekkert á móti samkynhneigðum. En það væri tilræði við grundvöll fjölskyldunnar að þeir fengju hlutdeild í stofnuninni sem er kölluð hjónaband. Frakkarnir eru dramatískari en við Íslendingar; þar segja menn fullum fetum að hjónaband samkynhneigðra ógni stöðugleika samfélagsins. Annað algengt viðkvæði var að auðvitað ættu samkynhneigð pör að njóta sömu réttinda og önnur. Það mætti bara ekki kalla það hjónaband, af því að það væri frátekið fyrir karl og konu. Að veita samkynhneigðum aðgang myndi einhvern veginn rýra gildi hjónabandsins fyrir allt gagnkynhneigða fólkið. Í þriðja lagi létu margir í ljósi áhyggjur af því að samkynhneigðir fengju að ættleiða börn. Það gæti nefnilega ekki verið börnunum fyrir beztu að alast upp án þess að hafa bæði móður og föður sér til halds og trausts. Í ljósi alls hamagangsins í Frakklandi vegna samþykktar nýju laganna er áhugavert að skoða reynsluna af hjónabandi samkynhneigðra hér á landi. Lögin gengu í gildi seint í júní 2010 og hafa því bráðum verið í gildi í þrjú ár. Nokkrir tugir samkynhneigðra para hafa gengið í heilagt hjónaband. Og hvað hefur gerzt? Grundvöllur fjölskyldunnar hefur styrkzt, af því að fleiri en ella hafa gengið í hjónaband. Hjónabandið sem stofnun hefur líka eflzt, af því að fleiri eiga hlutdeild í því. Ekki hefur orðið vart við að gagnkynhneigðum líði sérstaklega illa í sínu hjónabandi þótt samkynhneigðir hafi fengið að giftast. Börn sem bjuggu við erfiðar aðstæður hafa eignazt ástríka foreldra – og að eiga tvo af sama kyni þykir flestum líklega betra en að þekkja bara annað foreldri sitt, eins og mörg börn búa við af ýmsum ástæðum. Raunar sýna margvíslegar rannsóknir að börn sem alast upp hjá samkynhneigðum pörum eru ekkert öðruvísi en önnur börn. Þjóðkirkjan hefur styrkt stöðu sína meðal þjóðarinnar eftir að hún hætti að streitast á móti breytingunni og tók samkynhneigðum opnum örmum. Fólki sem fannst það útilokað finnst það núna fullgildir þjóðfélagsþegnar sem njóta jafnréttis. Íslenzkt samfélag er sterkara ef eitthvað er. Kannski er þarna markaðstækifæri fyrir ferðaþjónustuna; að bjóða fólkið sem mótmælti á götum franskra borga velkomið til Íslands og sýna því hvernig grundvöllur samfélagsins stendur óhaggaður, þremur árum eftir að ein hjúskaparlög voru látin gilda fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun
Frakkland varð í síðasta mánuði þrettánda ríki heims til að leyfa hjónabönd samkynhneigðra, er ný hjúskaparlög gengu í gildi. Fyrsta hjónavígsla samkynhneigðra fór fram í Montpellier í síðustu viku. Einhver henti reyksprengju að ráðhúsinu þar sem athöfnin fór fram. Það kom út af fyrir sig ekki á óvart; andstaðan við nýju lögin hefur verið mikil í Frakklandi. Fjöldi manns hefur mótmælt nýju lögunum, jafnvel eftir að þingið samþykkti þau og þau gengu í gildi. Mótmælin gegn nýju lögunum hafa að mestu leyti farið friðsamlega fram, þótt á því séu dapurlegar undantekningar. Röksemdir andstæðinganna eru kunnuglegar; þær voru líka hafðar í frammi hér á landi á síðasta áratug, þegar umræður um hjónaband samkynhneigðra stóðu sem hæst. Andstæðingarnir ítrekuðu gjarnan að þeir hefðu ekkert á móti samkynhneigðum. En það væri tilræði við grundvöll fjölskyldunnar að þeir fengju hlutdeild í stofnuninni sem er kölluð hjónaband. Frakkarnir eru dramatískari en við Íslendingar; þar segja menn fullum fetum að hjónaband samkynhneigðra ógni stöðugleika samfélagsins. Annað algengt viðkvæði var að auðvitað ættu samkynhneigð pör að njóta sömu réttinda og önnur. Það mætti bara ekki kalla það hjónaband, af því að það væri frátekið fyrir karl og konu. Að veita samkynhneigðum aðgang myndi einhvern veginn rýra gildi hjónabandsins fyrir allt gagnkynhneigða fólkið. Í þriðja lagi létu margir í ljósi áhyggjur af því að samkynhneigðir fengju að ættleiða börn. Það gæti nefnilega ekki verið börnunum fyrir beztu að alast upp án þess að hafa bæði móður og föður sér til halds og trausts. Í ljósi alls hamagangsins í Frakklandi vegna samþykktar nýju laganna er áhugavert að skoða reynsluna af hjónabandi samkynhneigðra hér á landi. Lögin gengu í gildi seint í júní 2010 og hafa því bráðum verið í gildi í þrjú ár. Nokkrir tugir samkynhneigðra para hafa gengið í heilagt hjónaband. Og hvað hefur gerzt? Grundvöllur fjölskyldunnar hefur styrkzt, af því að fleiri en ella hafa gengið í hjónaband. Hjónabandið sem stofnun hefur líka eflzt, af því að fleiri eiga hlutdeild í því. Ekki hefur orðið vart við að gagnkynhneigðum líði sérstaklega illa í sínu hjónabandi þótt samkynhneigðir hafi fengið að giftast. Börn sem bjuggu við erfiðar aðstæður hafa eignazt ástríka foreldra – og að eiga tvo af sama kyni þykir flestum líklega betra en að þekkja bara annað foreldri sitt, eins og mörg börn búa við af ýmsum ástæðum. Raunar sýna margvíslegar rannsóknir að börn sem alast upp hjá samkynhneigðum pörum eru ekkert öðruvísi en önnur börn. Þjóðkirkjan hefur styrkt stöðu sína meðal þjóðarinnar eftir að hún hætti að streitast á móti breytingunni og tók samkynhneigðum opnum örmum. Fólki sem fannst það útilokað finnst það núna fullgildir þjóðfélagsþegnar sem njóta jafnréttis. Íslenzkt samfélag er sterkara ef eitthvað er. Kannski er þarna markaðstækifæri fyrir ferðaþjónustuna; að bjóða fólkið sem mótmælti á götum franskra borga velkomið til Íslands og sýna því hvernig grundvöllur samfélagsins stendur óhaggaður, þremur árum eftir að ein hjúskaparlög voru látin gilda fyrir alla.
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun