Jeff Beck heldur tónleika í Reykjavík 4. júní 2013 07:00 Gítarsnillingurinn Jeff Beck verður með tónleika í Vodafonehöllinni í lok mánaðarins. Steinþór Helgi segir að gestir fái mikið fyrir peninginn á þessum tónleikum. „Ætli það hafi ekki verið gamall draumur hjá honum að koma til Íslands,“ segir umboðsmaðurinn Steinþór Helgi Arnsteinsson en gítarleikarinn Jeff Beck er á leið til landsins og heldur tónleika í Vodafone-höllinni hinn 27. júní næstkomandi. Tónleikarnir eru liður í herferð er kallast Endgame en markmið hennar er barátta gegn AIDS, malaríu og berklum. Ár hvert deyja samanlagt um 4 milljónir manna um heim allan úr þessum sjúkdómum. „Þessi herferð hefur verið lengi í vinnslu og þetta byrjar í raun á tónleikunum hér á landi,“ segir Steinþór, sem sér um framkvæmd tónleikanna og var í forsvari fyrir systursamtök Nelson Mandela á Íslandi. Endgame-samtökin verða með tónleika um heim allan til að vekja athygli á málstaðnum. Jeff Beck þarf vart að kynna fyrir tónlistarunnendum en hann var valinn fimmti besti gítarleikari heims af tímaritinu Rolling Stone og hefur unnið með mörgum af bestu tónlistarmönnum sögunnar. „Þetta er ótrúlegur „performer“ og hann kemur með einvala lið með sér, meðal annars Rhondu Smith, bassaleikara Prince og einn af fremstu bassaleikurum heims. Hann á það til að taka með sér einhverja leynigesti á tónleika sína svo það verður spennandi að sjá hvort einhverjir verði með að þessu sinni,“ segir Steinþór. Hinn 29. júní verða svo stórtónleikar í Tromsö í Noregi þar sem títtnefndur Jeff Beck, Rhonda Smith, Datarock og okkar íslensku Mezzoforte eru á meðal þeirra sem koma fram. Miðasala fyrir tónleikana í Vodafone-höllinni byrjar á næstu dögum og lofar Steinþór að gestir fái mikið fyrir peninginn. Tónlist Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Ætli það hafi ekki verið gamall draumur hjá honum að koma til Íslands,“ segir umboðsmaðurinn Steinþór Helgi Arnsteinsson en gítarleikarinn Jeff Beck er á leið til landsins og heldur tónleika í Vodafone-höllinni hinn 27. júní næstkomandi. Tónleikarnir eru liður í herferð er kallast Endgame en markmið hennar er barátta gegn AIDS, malaríu og berklum. Ár hvert deyja samanlagt um 4 milljónir manna um heim allan úr þessum sjúkdómum. „Þessi herferð hefur verið lengi í vinnslu og þetta byrjar í raun á tónleikunum hér á landi,“ segir Steinþór, sem sér um framkvæmd tónleikanna og var í forsvari fyrir systursamtök Nelson Mandela á Íslandi. Endgame-samtökin verða með tónleika um heim allan til að vekja athygli á málstaðnum. Jeff Beck þarf vart að kynna fyrir tónlistarunnendum en hann var valinn fimmti besti gítarleikari heims af tímaritinu Rolling Stone og hefur unnið með mörgum af bestu tónlistarmönnum sögunnar. „Þetta er ótrúlegur „performer“ og hann kemur með einvala lið með sér, meðal annars Rhondu Smith, bassaleikara Prince og einn af fremstu bassaleikurum heims. Hann á það til að taka með sér einhverja leynigesti á tónleika sína svo það verður spennandi að sjá hvort einhverjir verði með að þessu sinni,“ segir Steinþór. Hinn 29. júní verða svo stórtónleikar í Tromsö í Noregi þar sem títtnefndur Jeff Beck, Rhonda Smith, Datarock og okkar íslensku Mezzoforte eru á meðal þeirra sem koma fram. Miðasala fyrir tónleikana í Vodafone-höllinni byrjar á næstu dögum og lofar Steinþór að gestir fái mikið fyrir peninginn.
Tónlist Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira