Ennþá lefir menningin Guðmundur Andri Thorsson skrifar 3. júní 2013 06:00 Þorsteinn Gylfason sagði að menning væri „að gera hlutina vel“ og hitti naglann á höfuðið eins og hans var von og vísa. Steinn Steinarr hafði það hins vegar eftir fóstru sinni að menning væri rímorð og notað til þess að ríma á móti orðinu ,þrenning‘. Og hitti náttúrlega naglann á höfuðið líka og þar með ætti málið að vera útrætt. Samt fór þetta orð – „menning“ – að bögglast fyrir mér á dögunum þar sem ég var farinn að gaula í sturtu, eins og maður gerir gjarnan við slíkar kringumstæður, með flámælisframburði lagið með Grafík sem hann Helgi Björnsson söng svo eftirminnilega um árið: Ennþá lefir menningin! Ég hugsaði: Menning er flámælisframburður á orðinu minning. Menning er minning sem hnikað hefur verið til. Þjóðmenningarráðherrann Fyrst fannst mér þetta meiriháttar uppgötvun hjá mér en eftir því sem dagarnir hafa liðið hefur hrifning mín á yrðingunni dofnað. Ég fór samt í framhaldinu að velta fyrir mér þessu fyrirbæri – því nú vilja stjórnmálamenn fara að stjórna menningunni, ekki síst þjóðmenningunni sem Sigmundur Davíð ætlar hafa umsjón með. Sem sé: Ennþá lefir menningin. Líka „þjóðmenningin“: hún er hitt og þetta, gott og slæmt, fallegt og ljótt, sem býr í sameiginlegum ótæmandi og sístækkandi þekkingarsjóði sem kalla mætti „þjóðarminn“: Tilteknar aðferðir við að tala, yrkja, syngja, smíða, dansa (eða kannski öllu heldur dansa ekki), klæðast, hugsa, matbúa, binda, leysa – jafnvel elska. Hvar á maður að hætta? Hvað á maður að hafa með? Bara silfurskeiðarnar eða líka allt hitt gamla bestikkið? Hver á að velja? Til dæmis blessað flámælið: Er það hluti af íslenskum menningararfi? Eða eigum við að láta eins og það hafi aldrei verið til? Í flestum fjölskyldum býr minning um þennan framburð sem var upprættur með harðýðgi. Samsláttur á i og e annars vegar og u og ö hins vegar var alsiða hér og þar um landið, enda eðlilegt framhald í þróun tungumálsins. Menn óttuðust hins vegar að yrði ekkert að gert gæti farið svo að samfellan í þróun tungunnar kynni að rofna; beygingakerfið kynni að falla saman og við hættum að skilja gamla texta. Og því var gengið í það af miklu harðfylgi að útrýma þessum framburði sem kallaður var „hljóðvilla“. Alið var á því að líta niður á fólk sem hafði þennan framburð og hann hafður til marks um fábjánahátt. Fólki var markvisst kennt að skammast sín fyrir menningu sína, hvernig það talaði – hvernig og hvert það var. Hvort er þá „þjóðmenning“? Sú iðja að kúga fólk til samræmdrar hegðunar við það sem menningarleg yfirstétt ákveður með misgóðum rökum að sé hið rétta og hreina – eða hitt: að heiðra það hvernig alþýða manna talaði? Hvers vegna sýnir Sigmundur Davíð forsætisráðherra „þjóðmenningunni“ slíkan áhuga? Langar hann í slík hreinsunarstörf? Við höfum ekki orðið fyrir því að stjórnmálamaður hafi sóst eftir slíkum völdum yfir þjóðlegum stofnunum síðan Jónas frá Hriflu var á dögum. Sá valdasækni maður gerði sér grein fyrir mikilvægi hins menningarlega bolmagns fyrir stjórnmálamenn og beitti því líka óspart og af ómældu stjórnlyndi. Er Jónas þá fyrirmynd Sigmundar í þessum efnum? Eru það skilaboðin frá Laugarvatni, staðnum sem Jónas bjó til? Megum við eiga von á því að Sigmundur fari að hlutast til um sögukennslu í skólum, stafsetningu í fornritum, listamannalaun? Fari að skrifa ritdóma og halda háðungarsýningar á rangri list? Langar hann að láta rita Íslandssöguna á ný sem eitt samfellt Icesave-mál? „Hvort fást hér megingjarðir…? Sjáum hvað setur. Ennþá lefir menningin, hvað sem öðru líður. Og þjóðmenningin. Er hún lokað mengi? Er þjóðmenningin á söfnum? Að slá með orfi og ljá – er það þjóðmenning en ekki hitt að aka um á vespu? Er Eve online þjóðmenning? Orðin sem verkfræðingarnir hafa verið svo duglegir að búa til fyrir íðorðasafnið og hafa mörg hver ratað inn í dagleg störf – eru þau þjóðmenning? Burstabærinn en ekki Harpa? Sögnin „að læka“ og hið afleidda nafnorð „læk“ - samanber sögnina „að hika“ og nafnorðið “hik‘ – er hún þjóðmenning? Er þjóðmenning að nota sögnina „að brúka“ eða eiga dönskuslettur að vera úti? Verða ráðnir dyraverðir þjóðmenningarinnar í forsætisráðuneytið eða jafnvel búið til Þjóðmenningarráð í anda Jónasar? Eigum við von á tilskipun úr forsætisráðuneytinu um að hætta að nota hið útlenska orðskrípi „belti“ en tala heldur um „megingjarðir“? Eða er „íslensk þjóðmenning“ kannski það sem aðhafst er í landinu og hefur verið allar þær aldir sem þessi þjóð hefur verið til, gott eða slæmt eftir atvikum, fagurt og ljótt, merkilegt og lítilsiglt? Sumt þess virði að halda á lofti og rifja upp reglulega – en það getur aldrei verið opinber stjórnvaldsákvörðun hvernig og hvort það skuli gert. Því íslensk menning er ekki skírlíf og ströng heldur frjálslynd og frjósöm, sífellt að eignast börn í lausaleik með alls konar hæpnum elementum. Hún er ævagömul og síung. Iðja lifandi fólks í margbreytilegum heimi kallar á ný viðmið í sífellu, nýjar lausnir, ný orð – nýjar aðferðir í bland við þær gömlu við að tala, yrkja, syngja, smíða, dansa, klæðast, hugsa, matbúa, binda, leysa – lifa og lefa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun
Þorsteinn Gylfason sagði að menning væri „að gera hlutina vel“ og hitti naglann á höfuðið eins og hans var von og vísa. Steinn Steinarr hafði það hins vegar eftir fóstru sinni að menning væri rímorð og notað til þess að ríma á móti orðinu ,þrenning‘. Og hitti náttúrlega naglann á höfuðið líka og þar með ætti málið að vera útrætt. Samt fór þetta orð – „menning“ – að bögglast fyrir mér á dögunum þar sem ég var farinn að gaula í sturtu, eins og maður gerir gjarnan við slíkar kringumstæður, með flámælisframburði lagið með Grafík sem hann Helgi Björnsson söng svo eftirminnilega um árið: Ennþá lefir menningin! Ég hugsaði: Menning er flámælisframburður á orðinu minning. Menning er minning sem hnikað hefur verið til. Þjóðmenningarráðherrann Fyrst fannst mér þetta meiriháttar uppgötvun hjá mér en eftir því sem dagarnir hafa liðið hefur hrifning mín á yrðingunni dofnað. Ég fór samt í framhaldinu að velta fyrir mér þessu fyrirbæri – því nú vilja stjórnmálamenn fara að stjórna menningunni, ekki síst þjóðmenningunni sem Sigmundur Davíð ætlar hafa umsjón með. Sem sé: Ennþá lefir menningin. Líka „þjóðmenningin“: hún er hitt og þetta, gott og slæmt, fallegt og ljótt, sem býr í sameiginlegum ótæmandi og sístækkandi þekkingarsjóði sem kalla mætti „þjóðarminn“: Tilteknar aðferðir við að tala, yrkja, syngja, smíða, dansa (eða kannski öllu heldur dansa ekki), klæðast, hugsa, matbúa, binda, leysa – jafnvel elska. Hvar á maður að hætta? Hvað á maður að hafa með? Bara silfurskeiðarnar eða líka allt hitt gamla bestikkið? Hver á að velja? Til dæmis blessað flámælið: Er það hluti af íslenskum menningararfi? Eða eigum við að láta eins og það hafi aldrei verið til? Í flestum fjölskyldum býr minning um þennan framburð sem var upprættur með harðýðgi. Samsláttur á i og e annars vegar og u og ö hins vegar var alsiða hér og þar um landið, enda eðlilegt framhald í þróun tungumálsins. Menn óttuðust hins vegar að yrði ekkert að gert gæti farið svo að samfellan í þróun tungunnar kynni að rofna; beygingakerfið kynni að falla saman og við hættum að skilja gamla texta. Og því var gengið í það af miklu harðfylgi að útrýma þessum framburði sem kallaður var „hljóðvilla“. Alið var á því að líta niður á fólk sem hafði þennan framburð og hann hafður til marks um fábjánahátt. Fólki var markvisst kennt að skammast sín fyrir menningu sína, hvernig það talaði – hvernig og hvert það var. Hvort er þá „þjóðmenning“? Sú iðja að kúga fólk til samræmdrar hegðunar við það sem menningarleg yfirstétt ákveður með misgóðum rökum að sé hið rétta og hreina – eða hitt: að heiðra það hvernig alþýða manna talaði? Hvers vegna sýnir Sigmundur Davíð forsætisráðherra „þjóðmenningunni“ slíkan áhuga? Langar hann í slík hreinsunarstörf? Við höfum ekki orðið fyrir því að stjórnmálamaður hafi sóst eftir slíkum völdum yfir þjóðlegum stofnunum síðan Jónas frá Hriflu var á dögum. Sá valdasækni maður gerði sér grein fyrir mikilvægi hins menningarlega bolmagns fyrir stjórnmálamenn og beitti því líka óspart og af ómældu stjórnlyndi. Er Jónas þá fyrirmynd Sigmundar í þessum efnum? Eru það skilaboðin frá Laugarvatni, staðnum sem Jónas bjó til? Megum við eiga von á því að Sigmundur fari að hlutast til um sögukennslu í skólum, stafsetningu í fornritum, listamannalaun? Fari að skrifa ritdóma og halda háðungarsýningar á rangri list? Langar hann að láta rita Íslandssöguna á ný sem eitt samfellt Icesave-mál? „Hvort fást hér megingjarðir…? Sjáum hvað setur. Ennþá lefir menningin, hvað sem öðru líður. Og þjóðmenningin. Er hún lokað mengi? Er þjóðmenningin á söfnum? Að slá með orfi og ljá – er það þjóðmenning en ekki hitt að aka um á vespu? Er Eve online þjóðmenning? Orðin sem verkfræðingarnir hafa verið svo duglegir að búa til fyrir íðorðasafnið og hafa mörg hver ratað inn í dagleg störf – eru þau þjóðmenning? Burstabærinn en ekki Harpa? Sögnin „að læka“ og hið afleidda nafnorð „læk“ - samanber sögnina „að hika“ og nafnorðið “hik‘ – er hún þjóðmenning? Er þjóðmenning að nota sögnina „að brúka“ eða eiga dönskuslettur að vera úti? Verða ráðnir dyraverðir þjóðmenningarinnar í forsætisráðuneytið eða jafnvel búið til Þjóðmenningarráð í anda Jónasar? Eigum við von á tilskipun úr forsætisráðuneytinu um að hætta að nota hið útlenska orðskrípi „belti“ en tala heldur um „megingjarðir“? Eða er „íslensk þjóðmenning“ kannski það sem aðhafst er í landinu og hefur verið allar þær aldir sem þessi þjóð hefur verið til, gott eða slæmt eftir atvikum, fagurt og ljótt, merkilegt og lítilsiglt? Sumt þess virði að halda á lofti og rifja upp reglulega – en það getur aldrei verið opinber stjórnvaldsákvörðun hvernig og hvort það skuli gert. Því íslensk menning er ekki skírlíf og ströng heldur frjálslynd og frjósöm, sífellt að eignast börn í lausaleik með alls konar hæpnum elementum. Hún er ævagömul og síung. Iðja lifandi fólks í margbreytilegum heimi kallar á ný viðmið í sífellu, nýjar lausnir, ný orð – nýjar aðferðir í bland við þær gömlu við að tala, yrkja, syngja, smíða, dansa, klæðast, hugsa, matbúa, binda, leysa – lifa og lefa.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun