Mest lesið dálkurinn Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 30. maí 2013 12:00 Þegar netið kom fyrst til sögunnar voru margir íhaldssamir blaðamenn pirraðir á því hversu mikil áhersla var lögð á nýjustu fréttirnar hjá netmiðlunum. Nýjustu fréttirnar eru ekki endilega merkilegastar, en þær fengu mesta plássið. Í dag er þetta að breytast en við erum sannarlega að fara úr öskunni í eldinn. Í dag er það „mest lesið dálkurinn“ sem allt snýst um. „Heilbrigðari kynfæri með meira kynlífi“, „Loftsteinn á leiðinni“, „Á gólfinu var allt í viðbjóði“. Þetta voru mest lesnu fréttirnar á stærstu netfréttamiðlum landsins síðasta þriðjudag. Þetta eru allt ágætlega skrifaðir textabútar en langt frá því að vera merkilegar fréttir. Fyrsta fréttin er útdráttur úr lengri grein sem fjallar um hvernig kynlíf sé góð grindarbotnsæfing. Önnur fréttin er um loftstein sem er ekki á leið til jarðar heldur framhjá jörðinni, nánar tiltekið 5,8 milljón kílómetra framhjá, og þriðja fréttin er um atvik á Akureyri þar sem börn gengu inn í ólæst hús og subbuðu þar út matvælum. Þetta eru fréttirnar sem flestir lásu á þessum miðlum. Þetta voru aðalfréttir dagsins. Í orði hljómar teorían vel. Frjálst val ætti að vera grundvöllur fréttamats. Það sem flestir hafa áhuga á hlýtur að vera merkilegast. Ég er hálfpartinn sorgmæddur yfir því hversu fjarri sanni það er. Þvert á móti virðist frjálst val fremur versta mögulega aðferðin til að ákvarða mikilvægi frétta. Betra væri að láta apa með bundið fyrir augun velja mikilvægustu fréttirnar. Ef mest lesið dálkurinn hefði verið uppi fyrr á öldum hefði fólk frekar lesið um „hest sem prumpaði í Grosswald“ en mótmælaskjal Marteins Lúther á kirkjuhurðinni í Wittenberg, það hefði heldur lesið um „andaglas sem fór úrskeiðis“ en rússnesku byltinguna, og bakhár Danny DeVito heldur en fall Berlínarmúrsins. Hver veit? Líklega er það nákvæmlega það sem fólk gerði og hefur alltaf gert. Raunveruleikinn er þungur köggull og ábyrgðin sem fylgir alvöru fréttum er íþyngjandi. En við skulum hætta að halda að mest lesið dálkurinn sé eitthvað annað en froða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Þegar netið kom fyrst til sögunnar voru margir íhaldssamir blaðamenn pirraðir á því hversu mikil áhersla var lögð á nýjustu fréttirnar hjá netmiðlunum. Nýjustu fréttirnar eru ekki endilega merkilegastar, en þær fengu mesta plássið. Í dag er þetta að breytast en við erum sannarlega að fara úr öskunni í eldinn. Í dag er það „mest lesið dálkurinn“ sem allt snýst um. „Heilbrigðari kynfæri með meira kynlífi“, „Loftsteinn á leiðinni“, „Á gólfinu var allt í viðbjóði“. Þetta voru mest lesnu fréttirnar á stærstu netfréttamiðlum landsins síðasta þriðjudag. Þetta eru allt ágætlega skrifaðir textabútar en langt frá því að vera merkilegar fréttir. Fyrsta fréttin er útdráttur úr lengri grein sem fjallar um hvernig kynlíf sé góð grindarbotnsæfing. Önnur fréttin er um loftstein sem er ekki á leið til jarðar heldur framhjá jörðinni, nánar tiltekið 5,8 milljón kílómetra framhjá, og þriðja fréttin er um atvik á Akureyri þar sem börn gengu inn í ólæst hús og subbuðu þar út matvælum. Þetta eru fréttirnar sem flestir lásu á þessum miðlum. Þetta voru aðalfréttir dagsins. Í orði hljómar teorían vel. Frjálst val ætti að vera grundvöllur fréttamats. Það sem flestir hafa áhuga á hlýtur að vera merkilegast. Ég er hálfpartinn sorgmæddur yfir því hversu fjarri sanni það er. Þvert á móti virðist frjálst val fremur versta mögulega aðferðin til að ákvarða mikilvægi frétta. Betra væri að láta apa með bundið fyrir augun velja mikilvægustu fréttirnar. Ef mest lesið dálkurinn hefði verið uppi fyrr á öldum hefði fólk frekar lesið um „hest sem prumpaði í Grosswald“ en mótmælaskjal Marteins Lúther á kirkjuhurðinni í Wittenberg, það hefði heldur lesið um „andaglas sem fór úrskeiðis“ en rússnesku byltinguna, og bakhár Danny DeVito heldur en fall Berlínarmúrsins. Hver veit? Líklega er það nákvæmlega það sem fólk gerði og hefur alltaf gert. Raunveruleikinn er þungur köggull og ábyrgðin sem fylgir alvöru fréttum er íþyngjandi. En við skulum hætta að halda að mest lesið dálkurinn sé eitthvað annað en froða.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun