Ekki “fansý” pakki heldur hörkuvinna Freyr Bjarnason skrifar 27. maí 2013 09:00 John Grant, Jakob Smári Magnússon, Pétur Hallgrímsson og Kristinn spiluðu með Sinéad o´Connor á tónleikaferðinni. „Það er rosalega gaman að fá að koma á alla þessa staði og spila fyrir svona mikið af fólki,“ segir trommuleikarinn Kristinn Snær Agnarsson. Hann er staddur á Íslandi í tveggja vikna hléi frá tónleikaferðalagi um heiminn með bandaríska tónlistarmanninum og Íslandsvininum John Grant. Þeir, ásamt bassaleikaranum Jakobi Smára Magnússyni og gítarleikaranum Pétri Hallgrímssyni, eru að kynna nýjustu plötu Grants, Pale Green Ghosts, sem var tekin upp hér á landi. Aðspurður segist hann viðtökurnar hafa verið rosalega góðar en þeir hafa spilað á um fjörutíu tónleikum í heildina. Ferðalagið hófst í Evrópu um miðjan apríl og eftir það var förinni heitið til New York. Í maí spiluðu þeir svo í þrjár vikur á Írlandi, Englandi og í Skotlandi. Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti hitaði upp fyrir þá á tónleikaferðinni um Bretlandseyjar. „Hann stóð sig eins og hetja og fékk mjög góðar viðtökur. Þeir seldu heilmikið af plötum og bolum eftir tónleikana og náðu örugglega að opna á stóran aðdáendahóp.“ Tónleikaferðalaginu lauk svo með spilamennsku í sjónvarpsþætti Jools Holland hjá BBC. „Það var mjög skemmtilegt. Það voru flott bönd sem voru að spila á sama tíma eins og Low, sem voru alveg æðisleg. Að hvíldinni á Íslandi lokinni halda þeir félagar til Skandinavíu og spila á fernum tónleikum. Eftir það tekur við tónleikaferð um Bandaríkin og spilamennska á hinum ýmsu tónlistarhátíðum, þar á meðal á Hróaskeldu í Danmörku. Aðspurður segir Kristinn Snær tónleikaferðina vera það lengsta sem hann hefur komist á ferli sínum til þessa. „En þetta er hörkuvinna og langir dagar. Þetta er ekkert partí og afslöppun og skemmtilegheit. Stundum hefur maður ekki tíma til að borða fyrir gigg og við rótum og stillum upp sjálfir, þannig að þetta er ekki „fansý“ pakki eins og hjá The Rolling Stones,“ segir hann. Hann viðurkennir að það sé erfitt að vera fjarri fjölskyldu og ástvinum í svona langan tíma. „En þetta er tækifæri sem býðst kannski einu sinni á ævinni. Þá er bara að hrökkva eða stökkva.“ Tónlist Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Það er rosalega gaman að fá að koma á alla þessa staði og spila fyrir svona mikið af fólki,“ segir trommuleikarinn Kristinn Snær Agnarsson. Hann er staddur á Íslandi í tveggja vikna hléi frá tónleikaferðalagi um heiminn með bandaríska tónlistarmanninum og Íslandsvininum John Grant. Þeir, ásamt bassaleikaranum Jakobi Smára Magnússyni og gítarleikaranum Pétri Hallgrímssyni, eru að kynna nýjustu plötu Grants, Pale Green Ghosts, sem var tekin upp hér á landi. Aðspurður segist hann viðtökurnar hafa verið rosalega góðar en þeir hafa spilað á um fjörutíu tónleikum í heildina. Ferðalagið hófst í Evrópu um miðjan apríl og eftir það var förinni heitið til New York. Í maí spiluðu þeir svo í þrjár vikur á Írlandi, Englandi og í Skotlandi. Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti hitaði upp fyrir þá á tónleikaferðinni um Bretlandseyjar. „Hann stóð sig eins og hetja og fékk mjög góðar viðtökur. Þeir seldu heilmikið af plötum og bolum eftir tónleikana og náðu örugglega að opna á stóran aðdáendahóp.“ Tónleikaferðalaginu lauk svo með spilamennsku í sjónvarpsþætti Jools Holland hjá BBC. „Það var mjög skemmtilegt. Það voru flott bönd sem voru að spila á sama tíma eins og Low, sem voru alveg æðisleg. Að hvíldinni á Íslandi lokinni halda þeir félagar til Skandinavíu og spila á fernum tónleikum. Eftir það tekur við tónleikaferð um Bandaríkin og spilamennska á hinum ýmsu tónlistarhátíðum, þar á meðal á Hróaskeldu í Danmörku. Aðspurður segir Kristinn Snær tónleikaferðina vera það lengsta sem hann hefur komist á ferli sínum til þessa. „En þetta er hörkuvinna og langir dagar. Þetta er ekkert partí og afslöppun og skemmtilegheit. Stundum hefur maður ekki tíma til að borða fyrir gigg og við rótum og stillum upp sjálfir, þannig að þetta er ekki „fansý“ pakki eins og hjá The Rolling Stones,“ segir hann. Hann viðurkennir að það sé erfitt að vera fjarri fjölskyldu og ástvinum í svona langan tíma. „En þetta er tækifæri sem býðst kannski einu sinni á ævinni. Þá er bara að hrökkva eða stökkva.“
Tónlist Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira