Tökur á Sumarbörnum að hefjast Freyr Bjarnason skrifar 16. maí 2013 15:00 Guðrún Ragnarsdóttir leikstýrir nýrri fjölskyldumynd um silungapoll. Tökur eiga að hefjast í sumar á fjölskyldumynd sem ber vinnuheitið Sumarbörn. Myndin er komin langt í undirbúningi og hefur þegar fengið framleiðslustyrk frá Kvikmyndasjóði Íslands upp á níutíu milljónir króna. Frumsýning verður líklega á næsta ári. Handritið er byggt á atvikum sem áttu sér stað á barnaheimilinu Silungapolli sem Reykjavík starfrækti hér árum áður. „Þessi mynd er búin að vera rosalega lengi í gangi. Það eru tíu ár síðan fyrsti handritastyrkurinn kom í þetta verkefni,“ segir leikstjórinn Guðrún Ragnarsdóttir. Myndin gekk áður undir vinnuheitinu Silungapollur en ákveðið var að breyta því. „Barnaheimilið var lagt niður í kringum 1960 og þá var þetta meðferðarheimili í mörg ár. Það er mikið af fólki sem þekkir ekki Silungapoll öðruvísi.“ Aðalleikararnir eru börn en umfjöllunarefnið er á alvarlegri nótunum. Fréttablaðið greindi frá því í gær að barnamyndin Algjör Sveppi 4 hefði ekki fengið styrk í ár og verði því ekki framleidd. Í reglugerð Kvikmyndasjóðs Íslands er stefnt að því að barna- eða fjölskyldumyndir verði framleiddar að minnsta kosti annað hvert ár og fellur Sumarbörn því í þann flokk. „Krökkunum finnst mjög gaman að þessum Sveppamyndum en það er kannski allt í lagi að þau bíði einu sinni,“ segir Guðrún. Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Tökur eiga að hefjast í sumar á fjölskyldumynd sem ber vinnuheitið Sumarbörn. Myndin er komin langt í undirbúningi og hefur þegar fengið framleiðslustyrk frá Kvikmyndasjóði Íslands upp á níutíu milljónir króna. Frumsýning verður líklega á næsta ári. Handritið er byggt á atvikum sem áttu sér stað á barnaheimilinu Silungapolli sem Reykjavík starfrækti hér árum áður. „Þessi mynd er búin að vera rosalega lengi í gangi. Það eru tíu ár síðan fyrsti handritastyrkurinn kom í þetta verkefni,“ segir leikstjórinn Guðrún Ragnarsdóttir. Myndin gekk áður undir vinnuheitinu Silungapollur en ákveðið var að breyta því. „Barnaheimilið var lagt niður í kringum 1960 og þá var þetta meðferðarheimili í mörg ár. Það er mikið af fólki sem þekkir ekki Silungapoll öðruvísi.“ Aðalleikararnir eru börn en umfjöllunarefnið er á alvarlegri nótunum. Fréttablaðið greindi frá því í gær að barnamyndin Algjör Sveppi 4 hefði ekki fengið styrk í ár og verði því ekki framleidd. Í reglugerð Kvikmyndasjóðs Íslands er stefnt að því að barna- eða fjölskyldumyndir verði framleiddar að minnsta kosti annað hvert ár og fellur Sumarbörn því í þann flokk. „Krökkunum finnst mjög gaman að þessum Sveppamyndum en það er kannski allt í lagi að þau bíði einu sinni,“ segir Guðrún.
Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög