Tökur á Sumarbörnum að hefjast Freyr Bjarnason skrifar 16. maí 2013 15:00 Guðrún Ragnarsdóttir leikstýrir nýrri fjölskyldumynd um silungapoll. Tökur eiga að hefjast í sumar á fjölskyldumynd sem ber vinnuheitið Sumarbörn. Myndin er komin langt í undirbúningi og hefur þegar fengið framleiðslustyrk frá Kvikmyndasjóði Íslands upp á níutíu milljónir króna. Frumsýning verður líklega á næsta ári. Handritið er byggt á atvikum sem áttu sér stað á barnaheimilinu Silungapolli sem Reykjavík starfrækti hér árum áður. „Þessi mynd er búin að vera rosalega lengi í gangi. Það eru tíu ár síðan fyrsti handritastyrkurinn kom í þetta verkefni,“ segir leikstjórinn Guðrún Ragnarsdóttir. Myndin gekk áður undir vinnuheitinu Silungapollur en ákveðið var að breyta því. „Barnaheimilið var lagt niður í kringum 1960 og þá var þetta meðferðarheimili í mörg ár. Það er mikið af fólki sem þekkir ekki Silungapoll öðruvísi.“ Aðalleikararnir eru börn en umfjöllunarefnið er á alvarlegri nótunum. Fréttablaðið greindi frá því í gær að barnamyndin Algjör Sveppi 4 hefði ekki fengið styrk í ár og verði því ekki framleidd. Í reglugerð Kvikmyndasjóðs Íslands er stefnt að því að barna- eða fjölskyldumyndir verði framleiddar að minnsta kosti annað hvert ár og fellur Sumarbörn því í þann flokk. „Krökkunum finnst mjög gaman að þessum Sveppamyndum en það er kannski allt í lagi að þau bíði einu sinni,“ segir Guðrún. Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Tökur eiga að hefjast í sumar á fjölskyldumynd sem ber vinnuheitið Sumarbörn. Myndin er komin langt í undirbúningi og hefur þegar fengið framleiðslustyrk frá Kvikmyndasjóði Íslands upp á níutíu milljónir króna. Frumsýning verður líklega á næsta ári. Handritið er byggt á atvikum sem áttu sér stað á barnaheimilinu Silungapolli sem Reykjavík starfrækti hér árum áður. „Þessi mynd er búin að vera rosalega lengi í gangi. Það eru tíu ár síðan fyrsti handritastyrkurinn kom í þetta verkefni,“ segir leikstjórinn Guðrún Ragnarsdóttir. Myndin gekk áður undir vinnuheitinu Silungapollur en ákveðið var að breyta því. „Barnaheimilið var lagt niður í kringum 1960 og þá var þetta meðferðarheimili í mörg ár. Það er mikið af fólki sem þekkir ekki Silungapoll öðruvísi.“ Aðalleikararnir eru börn en umfjöllunarefnið er á alvarlegri nótunum. Fréttablaðið greindi frá því í gær að barnamyndin Algjör Sveppi 4 hefði ekki fengið styrk í ár og verði því ekki framleidd. Í reglugerð Kvikmyndasjóðs Íslands er stefnt að því að barna- eða fjölskyldumyndir verði framleiddar að minnsta kosti annað hvert ár og fellur Sumarbörn því í þann flokk. „Krökkunum finnst mjög gaman að þessum Sveppamyndum en það er kannski allt í lagi að þau bíði einu sinni,“ segir Guðrún.
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira