Fegurð Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 16. maí 2013 07:00 Ég ætla að fjalla um fegurð í þessum stutta pistli. Þar sem umfjöllunarefnið er víðfeðmt mun ég takmarka mig við fegurð fótboltamarka. Ég er ekki að tala um mörkin sjálf heldur framkvæmdina að skora mark. Þannig er mál með vexti að fótboltamörk eru metin eftir fegurð. Vikulega eru tekin saman myndskeið þar sem fallegustu mörkin í hverri deild eru metin. Til að gæta allrar sanngirni er yfirleitt talað um „flottustu“ mörkin í slíku samhengi en vissulega búa hefðbundin sjónarmið fagurfræði þar að baki. Það gilda ákveðnar reglur um hið dæmigerða fallega fótboltamark. Mörk sem skoruð eru af löngu færi eru yfirleitt talin fallegri en þau sem skoruð eru af stuttu færi. Þá er talið fegurra ef boltinn fer yfir marklínuna sem næst slá eða stöng og helst bæði, þ.e. upp við samskeytin. Ef boltinn fer í slá eða stöng og inn er það yfirleitt talið til fegurðarauka. Þá ber að nefna að það er talið sérlega fallegt ef boltinn er tekinn viðstöðulaust á lofti eða ef markskotið er fyrsta snerting sóknarmannsins. Utan við þetta telst það einnig fegurðarmerki ef sóknarmaður fer einn síns liðs fram hjá nokkrum varnarmönnum og markverði og rennir boltanum í autt markið. Mörk geta þó verið falleg af öðrum orsökum. Skyndisóknir þar sem tveir til þrír sóknarmenn hlaupa upp völlinn og splundra vörn andstæðinganna með fáum en hröðum sendingum eru fallegar á að horfa. Þá geta skallamörk einnig verið falleg en þá spilar inn í hvernig markaskorarinn ber sig í loftinu. Stökk hans getur eitt og sér talist fallegt og stuðlað að fallegu marki jafnvel þótt boltinn fari yfir marklínuna fjarri slá eða stöng. Að lokum ber að nefna að frumleiki getur gert mörk falleg. Hælspyrnur, hvort sem um er að ræða stoðsendingar eða markskot, stuðla að fegurð og það þarf vart að taka það fram að hvers konar klippur, svo ekki sé minnst á hjólhestaspyrnur, teljast yfirleitt til fegurstu markskota. Eins og ráða má af þessu er fegurðarmat háð reglum, eins og flest annað, og ekki alfarið byggt á persónulegum smekk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun
Ég ætla að fjalla um fegurð í þessum stutta pistli. Þar sem umfjöllunarefnið er víðfeðmt mun ég takmarka mig við fegurð fótboltamarka. Ég er ekki að tala um mörkin sjálf heldur framkvæmdina að skora mark. Þannig er mál með vexti að fótboltamörk eru metin eftir fegurð. Vikulega eru tekin saman myndskeið þar sem fallegustu mörkin í hverri deild eru metin. Til að gæta allrar sanngirni er yfirleitt talað um „flottustu“ mörkin í slíku samhengi en vissulega búa hefðbundin sjónarmið fagurfræði þar að baki. Það gilda ákveðnar reglur um hið dæmigerða fallega fótboltamark. Mörk sem skoruð eru af löngu færi eru yfirleitt talin fallegri en þau sem skoruð eru af stuttu færi. Þá er talið fegurra ef boltinn fer yfir marklínuna sem næst slá eða stöng og helst bæði, þ.e. upp við samskeytin. Ef boltinn fer í slá eða stöng og inn er það yfirleitt talið til fegurðarauka. Þá ber að nefna að það er talið sérlega fallegt ef boltinn er tekinn viðstöðulaust á lofti eða ef markskotið er fyrsta snerting sóknarmannsins. Utan við þetta telst það einnig fegurðarmerki ef sóknarmaður fer einn síns liðs fram hjá nokkrum varnarmönnum og markverði og rennir boltanum í autt markið. Mörk geta þó verið falleg af öðrum orsökum. Skyndisóknir þar sem tveir til þrír sóknarmenn hlaupa upp völlinn og splundra vörn andstæðinganna með fáum en hröðum sendingum eru fallegar á að horfa. Þá geta skallamörk einnig verið falleg en þá spilar inn í hvernig markaskorarinn ber sig í loftinu. Stökk hans getur eitt og sér talist fallegt og stuðlað að fallegu marki jafnvel þótt boltinn fari yfir marklínuna fjarri slá eða stöng. Að lokum ber að nefna að frumleiki getur gert mörk falleg. Hælspyrnur, hvort sem um er að ræða stoðsendingar eða markskot, stuðla að fegurð og það þarf vart að taka það fram að hvers konar klippur, svo ekki sé minnst á hjólhestaspyrnur, teljast yfirleitt til fegurstu markskota. Eins og ráða má af þessu er fegurðarmat háð reglum, eins og flest annað, og ekki alfarið byggt á persónulegum smekk.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun