Plata sem fjallar mest um ástina Álfrún Pálsdóttir skrifar 11. apríl 2013 07:00 Berglind Ágústdóttir segir nýju plötuna fjalla mest um ástina. „Þetta er plata um ástina, von, vináttu, brostin hjörtu og löngun. Samt mest um ástina,“ segir listakonan Berglind Ágústsdóttir, sem sendir frá sér sína fjórðu sólóplötu sem nefnist I am your girl á morgun. Berglind tók upp plötuna heima hjá sér en hún segir lögin öll vera mjög persónuleg. „Tónlistin á plötunni er ástar-, ópus-, tilraunakennd poppmúsík unnin í samvinnu við fjölmarga vini mína víðs vegar um heiminn,“ segir Berglind, sem opnar líka sýningu á föstudaginn í bókabúðinni Útúrdúr á Hverfisgötu. Þar verða til sýnis nokkrar teikningar, litlar bækur, platan sjálf og vonandi nýtt myndband sem vinkona hennar er að klára í New York. „Ég er líka vinna kassettu sem kemur út sama dag með svona tilraunum sem ég geri ein. Kassettan verður líka á sýningunni.“ Berglind stígur á svið á morgun klukkan 17.30 í Hörpu á tónleikaröðinni Undiröldunni. Þar hitar hún upp fyrir hljómsveitina Vök sem nýverið vann Músíktilraunir. „Ég hlakka mikið til að hitta alla vini mína á tónleikunum og svo opna sýninguna beint eftir að þeim er lokið. Sævar vinur minn ætlar að spila plötur. Bara kósý og lítið og barnvænt.“ Tónlist Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Þetta er plata um ástina, von, vináttu, brostin hjörtu og löngun. Samt mest um ástina,“ segir listakonan Berglind Ágústsdóttir, sem sendir frá sér sína fjórðu sólóplötu sem nefnist I am your girl á morgun. Berglind tók upp plötuna heima hjá sér en hún segir lögin öll vera mjög persónuleg. „Tónlistin á plötunni er ástar-, ópus-, tilraunakennd poppmúsík unnin í samvinnu við fjölmarga vini mína víðs vegar um heiminn,“ segir Berglind, sem opnar líka sýningu á föstudaginn í bókabúðinni Útúrdúr á Hverfisgötu. Þar verða til sýnis nokkrar teikningar, litlar bækur, platan sjálf og vonandi nýtt myndband sem vinkona hennar er að klára í New York. „Ég er líka vinna kassettu sem kemur út sama dag með svona tilraunum sem ég geri ein. Kassettan verður líka á sýningunni.“ Berglind stígur á svið á morgun klukkan 17.30 í Hörpu á tónleikaröðinni Undiröldunni. Þar hitar hún upp fyrir hljómsveitina Vök sem nýverið vann Músíktilraunir. „Ég hlakka mikið til að hitta alla vini mína á tónleikunum og svo opna sýninguna beint eftir að þeim er lokið. Sævar vinur minn ætlar að spila plötur. Bara kósý og lítið og barnvænt.“
Tónlist Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“