Útsjónarsamt orlof fyrir höndum Álfrún Pálsdóttir skrifar 9. apríl 2013 00:01 Í gegnum ævina hafa flest okkar heyrt orðatiltækið „enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur" oftar en einu sinni. Oftast er það nú notað í sorglegum aðstæðum, en einnig í léttvægari tilvikum á borð við þau þegar bílinn bilar og við þurfum að reiða okkur annan fararskjóta í nokkra daga. Skyndilega verður bílskrjóðurinn sem við blótum vikulega fyrir óhóflega bensínmagnið sem hann innbyrðir að himnasendingu, sem léttir okkur lífið. Það er skemmst frá því að segja að nýverið skaust ofangreint orðatiltæki í hausinn á mér þegar ég var að skoða vefsíður fæðingarorlofssjóðs. Þrátt fyrir að vera ekki byrjandi í móðurhlutverkinu er ég að nú að feta þessa braut í fyrsta sinn hér á landi. Ég viðurkenni að ég kveið fyrir að skoða þetta og sjá með eigin augum það sem ég hafði heyrt fólk í kringum mig blóta ítrekað; fæðingarorlofskerfinu hér á landi. Vert er þó að taka fram að ég veit að verið er að breyta kerfinu og það er mikið fagnaðarefni, en það gagnast mér ekki þar sem ég get ekki haldið í mér til ársins 2016 úr þessu. Síðast þegar ég stóð í sömu sporum var ég námsmaður í útlöndum. Og ekki bara hvaða útlöndum sem er, því ég var undir verndarvæng norska velferðarkerfisins. Þrátt fyrir að vera tiltölulega nýflutt út þegar ég varð ólétt og hafa ekki unnið í landinu var ýmislegt í boði fyrir námsmanninn sem hafði nógu miklar áhyggjur af væntanlegu ábyrgðarhlutverki. Ég fékk veglegan fæðingarstyrk, sem stendur þeim til boða sem eiga ekki rétt á orlofinu sjálfu. Styrkinn segja Norðmenn eiga að duga fyrir nauðsynjarvörum barnsins, bleyjum og vagni. Ætli hann sé ekki svipaður og lágmarks fæðingarorlofsgreiðslur í sex mánuði hér á núverandi gengi. Barnabæturnar fóru einnig að berast um leið og barnið fæddist, sem voru um 18 þúsund íslenskar krónur á mánuði. Það er margt slæmt hægt að segja um Norðmenn, rétt eins og bensínétandi bílskrjóðinn, en þeir kunna svo sannarlega að auðvelda manni lífið eins og farartækið. Blessuð reiknivélin á síðum fæðingarorlofssjóðs fékk að finna fyrir því í páskafríinu og í hvert sinn sem ég sá niðurstöðurnar fékk ég sting í magann. Þetta gleðitímabil í lífi manns getur svo auðveldlega snúist upp í andhverfu sína, ef maður hefur ekki útsjónarsemina að vopni í orlofinu. Eitt af mörgum dæmum þess að kerfið léttir fráleitt lífið á þessum árum þegar verið er að koma undir sig fótunum, eignast börn, heimili og reyna að koma ár sinni vel fyrir borð í leiðinni. „Grasið er ekki alltaf grænna hinum megin" er annað orðatiltæki sem gjarnan heyrist, en þegar kemur að barneignum, leikskólamálum og fæðingarorlofi er mín reynsla hingað til einmitt sú að grasið er grænna hjá frændum hjá okkar í Skandinavíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfrún Pálsdóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Í gegnum ævina hafa flest okkar heyrt orðatiltækið „enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur" oftar en einu sinni. Oftast er það nú notað í sorglegum aðstæðum, en einnig í léttvægari tilvikum á borð við þau þegar bílinn bilar og við þurfum að reiða okkur annan fararskjóta í nokkra daga. Skyndilega verður bílskrjóðurinn sem við blótum vikulega fyrir óhóflega bensínmagnið sem hann innbyrðir að himnasendingu, sem léttir okkur lífið. Það er skemmst frá því að segja að nýverið skaust ofangreint orðatiltæki í hausinn á mér þegar ég var að skoða vefsíður fæðingarorlofssjóðs. Þrátt fyrir að vera ekki byrjandi í móðurhlutverkinu er ég að nú að feta þessa braut í fyrsta sinn hér á landi. Ég viðurkenni að ég kveið fyrir að skoða þetta og sjá með eigin augum það sem ég hafði heyrt fólk í kringum mig blóta ítrekað; fæðingarorlofskerfinu hér á landi. Vert er þó að taka fram að ég veit að verið er að breyta kerfinu og það er mikið fagnaðarefni, en það gagnast mér ekki þar sem ég get ekki haldið í mér til ársins 2016 úr þessu. Síðast þegar ég stóð í sömu sporum var ég námsmaður í útlöndum. Og ekki bara hvaða útlöndum sem er, því ég var undir verndarvæng norska velferðarkerfisins. Þrátt fyrir að vera tiltölulega nýflutt út þegar ég varð ólétt og hafa ekki unnið í landinu var ýmislegt í boði fyrir námsmanninn sem hafði nógu miklar áhyggjur af væntanlegu ábyrgðarhlutverki. Ég fékk veglegan fæðingarstyrk, sem stendur þeim til boða sem eiga ekki rétt á orlofinu sjálfu. Styrkinn segja Norðmenn eiga að duga fyrir nauðsynjarvörum barnsins, bleyjum og vagni. Ætli hann sé ekki svipaður og lágmarks fæðingarorlofsgreiðslur í sex mánuði hér á núverandi gengi. Barnabæturnar fóru einnig að berast um leið og barnið fæddist, sem voru um 18 þúsund íslenskar krónur á mánuði. Það er margt slæmt hægt að segja um Norðmenn, rétt eins og bensínétandi bílskrjóðinn, en þeir kunna svo sannarlega að auðvelda manni lífið eins og farartækið. Blessuð reiknivélin á síðum fæðingarorlofssjóðs fékk að finna fyrir því í páskafríinu og í hvert sinn sem ég sá niðurstöðurnar fékk ég sting í magann. Þetta gleðitímabil í lífi manns getur svo auðveldlega snúist upp í andhverfu sína, ef maður hefur ekki útsjónarsemina að vopni í orlofinu. Eitt af mörgum dæmum þess að kerfið léttir fráleitt lífið á þessum árum þegar verið er að koma undir sig fótunum, eignast börn, heimili og reyna að koma ár sinni vel fyrir borð í leiðinni. „Grasið er ekki alltaf grænna hinum megin" er annað orðatiltæki sem gjarnan heyrist, en þegar kemur að barneignum, leikskólamálum og fæðingarorlofi er mín reynsla hingað til einmitt sú að grasið er grænna hjá frændum hjá okkar í Skandinavíu.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun