Samaris samdi við One Little Indian Freyr Bjarnason skrifar 9. apríl 2013 12:00 Tríóið Samaris hefur gert útgáfusamning við One Little Indian. Fréttablaðið/Valli Tríóið Samaris hefur samið við breska útgáfufyrirtækið One Little Indian. Samningurinn felur í sér útgáfu á EP-plötum og tveimur stórum plötum með möguleika á þeirri þriðju. Sú fyrsta er væntanleg í haust. Aðspurð segir klarinettuleikarinn Áslaug Rún Magnúsdóttir að samningurinn hafi verið í nokkurn tíma í bígerð. „Stuttu eftir Iceland Airwaves [síðasta haust] byrjuðum við að fá tölvupóst frá þeim og fórum á skype-fund,“ segir hún. Útsendari fyrirtækisins hafði þá heyrt hljómsveitina spila á veitingastaðnum Laundromat á sunnudagseftirmiðdeginum og heillast upp úr skónum. „Þetta er mjög fyndið því við erum búin að gefa út tvær EP-plötur upp á eigin spýur og nenntum ekki að gera líka stóra plötu sjálf. Við vorum búin að ímynda okkur hvaða plötufyrirtæki við værum til í að vinna með og hugsuðum að það væri gaman að vera hjá One Little Indian í London. Svo kemur bara þessi tölvupóstur,“ segir hún. „Þetta var bara „kúl“ og alveg „meant to be“.“ Samaris hefur einnig samið við útgáfuna 12 Tóna sem mun annast þeirra mál hér á landi. Upptökur á stóru plötunni eru hafnar og hafa þær farið fram heima hjá Oculus, eða Friðfinni Sigurðssyni. Hann hefur áður aðstoðað Samaris við lagið Stofnar falla. „Það er alveg frábært því hann er fáránlega klár,“ segir Áslaug um upptökustjórn Oculus. Hún segir ekki hafa komið til greina að taka plötuna upp erlendis. „Við erum í skólanum og okkur fannst það algjör óþarfi að fara út. Við þurfum ekkert stórt stúdíó.“ Með samningnum við One Little Indian bætist rafpoppsveitin Samaris í hóp með Björk, Ólöfu Arnalds og Ásgeiri Trausta sem öll eru þar á samningi. „Þetta er bara flottur hópur. Við hittum hann [útsendara One Little Indian] um jólin og þá var hann að koma með punkta um Sykurmolana og Björk til að reyna að veiða okkur meira og það virkaði alveg.“ Áslaug Rún er nýútskrifuð úr MH og er núna í tónlistarnámi í Reykjavík. Hún á ekki von á því að hætta í skóla til að einbeita sér að tónlistinni. „Þetta verkefni byrjaði sem djók og vatt miklu meira upp á sig en það átti að gera, sem er bara jákvætt. Jófríður er í annarri hljómsveit [Pascal Pinon] og við erum báðar í tónlistarnámi, þannig að ég veit ekki hversu mikið við erum að fara að hætta í skóla.“ Tónlist Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Tríóið Samaris hefur samið við breska útgáfufyrirtækið One Little Indian. Samningurinn felur í sér útgáfu á EP-plötum og tveimur stórum plötum með möguleika á þeirri þriðju. Sú fyrsta er væntanleg í haust. Aðspurð segir klarinettuleikarinn Áslaug Rún Magnúsdóttir að samningurinn hafi verið í nokkurn tíma í bígerð. „Stuttu eftir Iceland Airwaves [síðasta haust] byrjuðum við að fá tölvupóst frá þeim og fórum á skype-fund,“ segir hún. Útsendari fyrirtækisins hafði þá heyrt hljómsveitina spila á veitingastaðnum Laundromat á sunnudagseftirmiðdeginum og heillast upp úr skónum. „Þetta er mjög fyndið því við erum búin að gefa út tvær EP-plötur upp á eigin spýur og nenntum ekki að gera líka stóra plötu sjálf. Við vorum búin að ímynda okkur hvaða plötufyrirtæki við værum til í að vinna með og hugsuðum að það væri gaman að vera hjá One Little Indian í London. Svo kemur bara þessi tölvupóstur,“ segir hún. „Þetta var bara „kúl“ og alveg „meant to be“.“ Samaris hefur einnig samið við útgáfuna 12 Tóna sem mun annast þeirra mál hér á landi. Upptökur á stóru plötunni eru hafnar og hafa þær farið fram heima hjá Oculus, eða Friðfinni Sigurðssyni. Hann hefur áður aðstoðað Samaris við lagið Stofnar falla. „Það er alveg frábært því hann er fáránlega klár,“ segir Áslaug um upptökustjórn Oculus. Hún segir ekki hafa komið til greina að taka plötuna upp erlendis. „Við erum í skólanum og okkur fannst það algjör óþarfi að fara út. Við þurfum ekkert stórt stúdíó.“ Með samningnum við One Little Indian bætist rafpoppsveitin Samaris í hóp með Björk, Ólöfu Arnalds og Ásgeiri Trausta sem öll eru þar á samningi. „Þetta er bara flottur hópur. Við hittum hann [útsendara One Little Indian] um jólin og þá var hann að koma með punkta um Sykurmolana og Björk til að reyna að veiða okkur meira og það virkaði alveg.“ Áslaug Rún er nýútskrifuð úr MH og er núna í tónlistarnámi í Reykjavík. Hún á ekki von á því að hætta í skóla til að einbeita sér að tónlistinni. „Þetta verkefni byrjaði sem djók og vatt miklu meira upp á sig en það átti að gera, sem er bara jákvætt. Jófríður er í annarri hljómsveit [Pascal Pinon] og við erum báðar í tónlistarnámi, þannig að ég veit ekki hversu mikið við erum að fara að hætta í skóla.“
Tónlist Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira