Óttanum snúið í sigurvissu Ólafur Þ. Stephensen skrifar 30. mars 2013 06:00 Fyrir kristinn mann er auðvelt að vera orðinn svolítið niðurdreginn á laugardaginn fyrir páska, eftir allan passíusálmalesturinn undanfarna daga, píslargöngurnar og frásagnir af pínu og dauða Jesú Krists fyrir tvö þúsund árum. Þannig var líka komið á þessum sama degi á sínum tíma fyrir fylgjendum Krists, þeim sem urðu fyrsti vísirinn að kirkju hans. Þeir voru hræddir, vonlausir og margir vantrúaðir. Þetta hugarástand er samt í rauninni nauðsynlegt til þess að við getum leyft okkur að njóta hátíðarstemmningarinnar á páskadagsmorgni og endurheimta þá gleði og sigurvissu sem fylgir frásögninni af upprisu Jesú Krists. Hún er öflugasta uppspretta trúarvissu kristinna manna; gröfin var opin, frelsarinn upprisinn. Hann hafði sigrað sjálfan dauðann. Fylgjendur hans breiddu fagnaðarerindið út um allan heiminn. Eins og Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, segir í viðtali í Fréttablaðinu í dag má sækja í þessa sögu leiðsögn í lífi okkar sjálfra: „Þegar við erfiðleika er að etja er gott að líta til upprisunnar og nú hefur þjóðin gengið í gegnum efnahagsþrengingar, hálfgerðan föstutíma, þá er gott að hafa páskasólina fyrir augum." Biskupinn talar líka um stöðu þjóðkirkjunnar í viðtalinu. Að mörgu leyti má segja að hún hafi verið hnípinn söfnuður undanfarin ár. Það hefur einfaldlega gengið illa; umræðan hefur verið neikvæð, fólki í kirkjunni hefur fækkað og að henni verið þrengt á ýmsa vegu. Kirkjan hefur lent í basli með viðbrögð sín við að minnsta kosti þrenns konar samfélagsþróun; mannréttindabaráttu samkynhneigðra, sviptingu hulu leyndar og þöggunar af kynferðisbrotum og fjölmenningarvæðingu Íslands, sem felur meðal annars í sér að samkeppni lífsskoðana er harðari og það er liðin tíð að nánast allir sæki sína andlegu leiðsögn til kirkjunnar. Þessi staða er ekkert einsdæmi hjá kristnum kirkjudeildum, hvorki hér á landi né úti um heim. Þær standa víða höllum fæti. Nýlega var hér í blaðinu úttekt á því hvernig kaþólska kirkjan hefur glatað trausti, fylgjendum og ítökum á síðustu árum. Stærsta kirkjudeildin hefur ekki bara misst af mannréttindabaráttu samkynhneigðra heldur sömuleiðis af kvenréttindabaráttunni og baráttunni gegn alnæmi svo tvennt sé nefnt. Hún virðist úr takti við samfélags- og menningarstrauma nútímans, sem undirstrikaðist við páfakjörið á dögunum; lokaðir fundir með reykmerkjum og pilsaþytur gamalla karla sem allir voru eins. Á Íslandi situr hins vegar fráskilin amma á biskupsstóli. Hún svarar vel þegar hún er spurð um stöðu þjóðkirkjunnar: „Ég tel að samfélagið allt og kirkjan hafi lifað í dálitlum ótta við nýja strauma í samfélaginu og finnst að við ættum heldur að snúa óttanum í virðingu og jákvæðni." Leiðin út úr ógöngum kirkjunnar liggur einmitt á þessum slóðum. Þar sem var útilokun á að vera umburðarlyndi og kærleikur. Þar sem var lokað á að vera opið. Þar sem var ótti við breytingar á að vera hugrekki til að takast á við þær og vinna með þeim – í þeirri bjargföstu trú að á endanum sigrar kristinn kærleiksboðskapur. Gleðilega páska! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Fyrir kristinn mann er auðvelt að vera orðinn svolítið niðurdreginn á laugardaginn fyrir páska, eftir allan passíusálmalesturinn undanfarna daga, píslargöngurnar og frásagnir af pínu og dauða Jesú Krists fyrir tvö þúsund árum. Þannig var líka komið á þessum sama degi á sínum tíma fyrir fylgjendum Krists, þeim sem urðu fyrsti vísirinn að kirkju hans. Þeir voru hræddir, vonlausir og margir vantrúaðir. Þetta hugarástand er samt í rauninni nauðsynlegt til þess að við getum leyft okkur að njóta hátíðarstemmningarinnar á páskadagsmorgni og endurheimta þá gleði og sigurvissu sem fylgir frásögninni af upprisu Jesú Krists. Hún er öflugasta uppspretta trúarvissu kristinna manna; gröfin var opin, frelsarinn upprisinn. Hann hafði sigrað sjálfan dauðann. Fylgjendur hans breiddu fagnaðarerindið út um allan heiminn. Eins og Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, segir í viðtali í Fréttablaðinu í dag má sækja í þessa sögu leiðsögn í lífi okkar sjálfra: „Þegar við erfiðleika er að etja er gott að líta til upprisunnar og nú hefur þjóðin gengið í gegnum efnahagsþrengingar, hálfgerðan föstutíma, þá er gott að hafa páskasólina fyrir augum." Biskupinn talar líka um stöðu þjóðkirkjunnar í viðtalinu. Að mörgu leyti má segja að hún hafi verið hnípinn söfnuður undanfarin ár. Það hefur einfaldlega gengið illa; umræðan hefur verið neikvæð, fólki í kirkjunni hefur fækkað og að henni verið þrengt á ýmsa vegu. Kirkjan hefur lent í basli með viðbrögð sín við að minnsta kosti þrenns konar samfélagsþróun; mannréttindabaráttu samkynhneigðra, sviptingu hulu leyndar og þöggunar af kynferðisbrotum og fjölmenningarvæðingu Íslands, sem felur meðal annars í sér að samkeppni lífsskoðana er harðari og það er liðin tíð að nánast allir sæki sína andlegu leiðsögn til kirkjunnar. Þessi staða er ekkert einsdæmi hjá kristnum kirkjudeildum, hvorki hér á landi né úti um heim. Þær standa víða höllum fæti. Nýlega var hér í blaðinu úttekt á því hvernig kaþólska kirkjan hefur glatað trausti, fylgjendum og ítökum á síðustu árum. Stærsta kirkjudeildin hefur ekki bara misst af mannréttindabaráttu samkynhneigðra heldur sömuleiðis af kvenréttindabaráttunni og baráttunni gegn alnæmi svo tvennt sé nefnt. Hún virðist úr takti við samfélags- og menningarstrauma nútímans, sem undirstrikaðist við páfakjörið á dögunum; lokaðir fundir með reykmerkjum og pilsaþytur gamalla karla sem allir voru eins. Á Íslandi situr hins vegar fráskilin amma á biskupsstóli. Hún svarar vel þegar hún er spurð um stöðu þjóðkirkjunnar: „Ég tel að samfélagið allt og kirkjan hafi lifað í dálitlum ótta við nýja strauma í samfélaginu og finnst að við ættum heldur að snúa óttanum í virðingu og jákvæðni." Leiðin út úr ógöngum kirkjunnar liggur einmitt á þessum slóðum. Þar sem var útilokun á að vera umburðarlyndi og kærleikur. Þar sem var lokað á að vera opið. Þar sem var ótti við breytingar á að vera hugrekki til að takast á við þær og vinna með þeim – í þeirri bjargföstu trú að á endanum sigrar kristinn kærleiksboðskapur. Gleðilega páska!
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun