Einbeita sér að hipphoppi og raftónlist 18. mars 2013 06:00 Tvær nýjar stöðvar Sindri Ástmarsson og Karim Djermoun hjá Flass stækka við sig . Fréttablaðið/stefán "Við erum vanir að vera litli aðilinn á stórum markaði og vöðum því út í þetta óhræddir," segir Sindri Ástmarsson, dagskrárstjóri útvarpsstöðvarinnar Flass. Á næstunni fara tvær nýjar stöðvar í loftið á þeirra vegum. Um er að ræða stöðvarnar FlassBack, sem einbeitir sér að tónlist frá árunum 1990 og 2005, og Flass-Xtra, en þar verða hipphopp og raftónlist í aðalhlutverki. Sindri vill meina að tónlistarstefnurnar hafi hingað til verið sveltar í íslensku útvarpi. "Við viljum einbeita okkur að tónlist sem hefur ekki fengið mikið pláss hjá útvarpsstöðvum á Íslandi. Þetta þekkist úti í heimi þar sem fyrirmyndir okkar eru breska útvarpsstöðin BBC Radio 1Xtra og norska stöðin MP3, sem er rekin af norska ríkissjónvarpinu," segir Sindri og bætir við að hin nýja tónlistarstefna trap, blanda af hipphoppi og raftónlist, verði einnig áberandi á stöðinni. "Við ætlum líka að gefa ungum íslenskum tónlistarmönnum pláss á stöðvunum og láta íslenska tónlist vera í aðalhlutverki." Sindri segir nýju stöðvarnar hafa verið í bígerð í nokkurn tíma og að búið sé að undirbúa þær vel. "Við fengum leyfið samþykkt í vikunni sem er frábært. Ég er með gott starfsfólk með mér í þessu og það verður spennandi að reka þrjár útvarpsstöðvar." Nánari upplýsingar um stöðvarnar er hægt að nálgast á vefsíðunni Flass.is. Tónlist Mest lesið Setja markið á 29. sætið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
"Við erum vanir að vera litli aðilinn á stórum markaði og vöðum því út í þetta óhræddir," segir Sindri Ástmarsson, dagskrárstjóri útvarpsstöðvarinnar Flass. Á næstunni fara tvær nýjar stöðvar í loftið á þeirra vegum. Um er að ræða stöðvarnar FlassBack, sem einbeitir sér að tónlist frá árunum 1990 og 2005, og Flass-Xtra, en þar verða hipphopp og raftónlist í aðalhlutverki. Sindri vill meina að tónlistarstefnurnar hafi hingað til verið sveltar í íslensku útvarpi. "Við viljum einbeita okkur að tónlist sem hefur ekki fengið mikið pláss hjá útvarpsstöðvum á Íslandi. Þetta þekkist úti í heimi þar sem fyrirmyndir okkar eru breska útvarpsstöðin BBC Radio 1Xtra og norska stöðin MP3, sem er rekin af norska ríkissjónvarpinu," segir Sindri og bætir við að hin nýja tónlistarstefna trap, blanda af hipphoppi og raftónlist, verði einnig áberandi á stöðinni. "Við ætlum líka að gefa ungum íslenskum tónlistarmönnum pláss á stöðvunum og láta íslenska tónlist vera í aðalhlutverki." Sindri segir nýju stöðvarnar hafa verið í bígerð í nokkurn tíma og að búið sé að undirbúa þær vel. "Við fengum leyfið samþykkt í vikunni sem er frábært. Ég er með gott starfsfólk með mér í þessu og það verður spennandi að reka þrjár útvarpsstöðvar." Nánari upplýsingar um stöðvarnar er hægt að nálgast á vefsíðunni Flass.is.
Tónlist Mest lesið Setja markið á 29. sætið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira