Viðræður um aðra stóra hátíð í Keflavík 3. mars 2013 17:00 Hljómsveitin Deerhoof spilaði á Airwaves-hátíðinni 2007. fréttablaðið/arnþór Viðræður hafa átt sér stað um að halda tónlistarhátíðina þekktu All Tomorrow"s Parties á varnarliðssvæðinu í Reykjanesbæ í lok júní. Skipulagning hátíðarinnar hér á landi hefur staðið yfir frá árinu 2011. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins myndu sex til sjö erlendar hljómsveitir spila á hátíðinni, þar á meðal hin bandaríska Deerhoof, og yrðu um fimm þúsund miðar í boði. Einnig kæmu íslenskar hljómsveitir fram. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að hinar erlendu sveitirnar sem myndu á hátíðinni séu margar hverjar heimsfrægar. All Tomorrow"s Parties var fyrst haldin í Englandi árið 1999 sem mótvægi við stærri tónlistarhátíðir á borð við Reading. Oftast er það ein hljómsveit sem fær að stjórna dagskrá hátíðarinnar en sú verður ekki raunin hér á landi. Þegar All Tomorrow"s Parties verður haldin í Englandi í maí næstkomandi stjórnar bandaríska hljómsveitin TV On The Radio dagskránni. Hátíðin fór fram í Ástralíu helgina 16. og 17. febrúar. Þar stigu á svið My Bloody Valentine, Godspeed You! Black Emperor, Swans og fleiri bönd. Það yrði þá skammt stórra högga á milli í Reykjanesbæ í sumar því í byrjun júní verður tónlistarhátíðin Keflavík Music Festival haldin í annað sinn. Þar koma tíu erlendir og 140 innlendir flytjendur fram. Stærstu nöfnin verða rappararnir DMX og Tinie Tempah, auk hljómsveitarinnar Far East Movement. Á meðal íslensku flytjendanna verða Sóley, Skálmöld, Valdimar, Jón Jónsson, Bubbi Morthens og Blazroca. freyr@frettabladid.is ATP í Keflavík Tónlist Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Viðræður hafa átt sér stað um að halda tónlistarhátíðina þekktu All Tomorrow"s Parties á varnarliðssvæðinu í Reykjanesbæ í lok júní. Skipulagning hátíðarinnar hér á landi hefur staðið yfir frá árinu 2011. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins myndu sex til sjö erlendar hljómsveitir spila á hátíðinni, þar á meðal hin bandaríska Deerhoof, og yrðu um fimm þúsund miðar í boði. Einnig kæmu íslenskar hljómsveitir fram. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að hinar erlendu sveitirnar sem myndu á hátíðinni séu margar hverjar heimsfrægar. All Tomorrow"s Parties var fyrst haldin í Englandi árið 1999 sem mótvægi við stærri tónlistarhátíðir á borð við Reading. Oftast er það ein hljómsveit sem fær að stjórna dagskrá hátíðarinnar en sú verður ekki raunin hér á landi. Þegar All Tomorrow"s Parties verður haldin í Englandi í maí næstkomandi stjórnar bandaríska hljómsveitin TV On The Radio dagskránni. Hátíðin fór fram í Ástralíu helgina 16. og 17. febrúar. Þar stigu á svið My Bloody Valentine, Godspeed You! Black Emperor, Swans og fleiri bönd. Það yrði þá skammt stórra högga á milli í Reykjanesbæ í sumar því í byrjun júní verður tónlistarhátíðin Keflavík Music Festival haldin í annað sinn. Þar koma tíu erlendir og 140 innlendir flytjendur fram. Stærstu nöfnin verða rappararnir DMX og Tinie Tempah, auk hljómsveitarinnar Far East Movement. Á meðal íslensku flytjendanna verða Sóley, Skálmöld, Valdimar, Jón Jónsson, Bubbi Morthens og Blazroca. freyr@frettabladid.is
ATP í Keflavík Tónlist Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira