Tollpínt lágtekjufólk Ólafur Þ. Stephensen skrifar 28. febrúar 2013 06:00 Fréttablaðið hefur að undanförnu fjallað um reglur um varning sem ferðafólk má hafa með sér tollfrjálst til landsins. Þar er víða pottur brotinn. Umfjöllunin bar þó þann árangur að Alþingi breytti reglum um hámarksverðmæti varnings sem koma má með inn í landið án þess að borga af honum toll. Sú breyting tekur gildi á morgun og felur í sér talsverða kjarabót við neytendur, sem drýgja kaupmáttinn með því að verzla í útlöndum. Auðvitað blasir þó við að það væri miklu stærri kjarabót ef íslenzka ríkið afnæmi einfaldlega eða lækkaði stórlega tolla og vörugjöld á ýmsum innfluttum vörum. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, bendir á býsna sláandi hlið á málinu í Fréttablaðinu í gær. Hann færir þar rök fyrir því að hinir háu tollar á ýmsar innfluttar vörur séu í raun eins konar fátæktarskattur. Fólk með hærri tekjur komist til útlanda og geti keypt þar til dæmis fatnað, þar með talin barnaföt, á mun hagstæðari kjörum en lágtekjufólkið sem kemst hvergi og neyðist til að verzla á Íslandi. Það væri augljós kjarabót fyrir almenning að lækka eða fella niður tollana á barnafötum, sem þingmaðurinn telur að eigi að vera forgangsmál, og reyndar á svo mörgu öðru líka, til dæmis ýmiss konar raftækjum til heimilis- og hvunndagsbrúks sem eru enn þá tolluð og skattlögð eins og þau séu munaðarvara fyrir firrta yfirstétt. Við það bætast svo rök Guðlaugs um að lækkun tolla myndi færa verzlun inn í landið og skaffa vinnu á Laugaveginum frekar en í verzlunargötunum í Boston. Það eru gild rök og eiga við um allar atvinnugreinar. Tollar eru stundum settir á að til að vernda innlendar greinar. Í tilviki Íslands er landbúnaðurinn skýrasta dæmið; hann er varinn fyrir erlendri samkeppni með gríðarlegum tollum á erlendar landbúnaðarvörur sem gætu keppt við vörur sem framleiddar eru á Íslandi. Og fáir bjarga sér með því að kaupa búvörur í stórum stíl á ferðalögum. Afleiðingin er of hátt verð á landbúnaðarvörum og þótt til dæmis erlendir ostar séu fluttir inn til landsins í litlum mæli eru þeir svo dýrir að það eru ekki nema þeir tekjuhæstu, sama fólkið og kaupir barnafötin í útlöndum, sem hefur efni á að kaupa þá. Í atvinnumálaályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins, sem var haldinn um síðustu helgi, er kveðið skýrt að orði um tolla. „Ótækt er að tollar og vörugjöld geri það að verkum að Íslendingar kjósi að versla fremur erlendis en hér á landi eins og hagtölur gefa vísbendingu um í dag. Íslensk verslun þarf að hafa svigrúm til að bjóða vörur á hagstæðu verði en það er besta leiðin til að auka kaupmátt almennings," segir þar. Þetta er laukrétt. Um landbúnaðinn tala sjálfstæðismenn ekki alveg jafnskýrt: „Sjálfstæðismenn vilja heilbrigða samkeppni með landbúnaðarafurðir, bændum og neytendum til hagsbóta." Það þýðir væntanlega að menn vilji að íslenzkar landbúnaðarvörur keppi við innflutning á jafnréttisgrundvelli. Kyrrstaða hefur alltof lengi ríkt í þessum málum. Það er gott ef einhver hreyfing er að komast á það að lækka tollana. Það væri neytendum í hag og örvar efnahagslífið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun
Fréttablaðið hefur að undanförnu fjallað um reglur um varning sem ferðafólk má hafa með sér tollfrjálst til landsins. Þar er víða pottur brotinn. Umfjöllunin bar þó þann árangur að Alþingi breytti reglum um hámarksverðmæti varnings sem koma má með inn í landið án þess að borga af honum toll. Sú breyting tekur gildi á morgun og felur í sér talsverða kjarabót við neytendur, sem drýgja kaupmáttinn með því að verzla í útlöndum. Auðvitað blasir þó við að það væri miklu stærri kjarabót ef íslenzka ríkið afnæmi einfaldlega eða lækkaði stórlega tolla og vörugjöld á ýmsum innfluttum vörum. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, bendir á býsna sláandi hlið á málinu í Fréttablaðinu í gær. Hann færir þar rök fyrir því að hinir háu tollar á ýmsar innfluttar vörur séu í raun eins konar fátæktarskattur. Fólk með hærri tekjur komist til útlanda og geti keypt þar til dæmis fatnað, þar með talin barnaföt, á mun hagstæðari kjörum en lágtekjufólkið sem kemst hvergi og neyðist til að verzla á Íslandi. Það væri augljós kjarabót fyrir almenning að lækka eða fella niður tollana á barnafötum, sem þingmaðurinn telur að eigi að vera forgangsmál, og reyndar á svo mörgu öðru líka, til dæmis ýmiss konar raftækjum til heimilis- og hvunndagsbrúks sem eru enn þá tolluð og skattlögð eins og þau séu munaðarvara fyrir firrta yfirstétt. Við það bætast svo rök Guðlaugs um að lækkun tolla myndi færa verzlun inn í landið og skaffa vinnu á Laugaveginum frekar en í verzlunargötunum í Boston. Það eru gild rök og eiga við um allar atvinnugreinar. Tollar eru stundum settir á að til að vernda innlendar greinar. Í tilviki Íslands er landbúnaðurinn skýrasta dæmið; hann er varinn fyrir erlendri samkeppni með gríðarlegum tollum á erlendar landbúnaðarvörur sem gætu keppt við vörur sem framleiddar eru á Íslandi. Og fáir bjarga sér með því að kaupa búvörur í stórum stíl á ferðalögum. Afleiðingin er of hátt verð á landbúnaðarvörum og þótt til dæmis erlendir ostar séu fluttir inn til landsins í litlum mæli eru þeir svo dýrir að það eru ekki nema þeir tekjuhæstu, sama fólkið og kaupir barnafötin í útlöndum, sem hefur efni á að kaupa þá. Í atvinnumálaályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins, sem var haldinn um síðustu helgi, er kveðið skýrt að orði um tolla. „Ótækt er að tollar og vörugjöld geri það að verkum að Íslendingar kjósi að versla fremur erlendis en hér á landi eins og hagtölur gefa vísbendingu um í dag. Íslensk verslun þarf að hafa svigrúm til að bjóða vörur á hagstæðu verði en það er besta leiðin til að auka kaupmátt almennings," segir þar. Þetta er laukrétt. Um landbúnaðinn tala sjálfstæðismenn ekki alveg jafnskýrt: „Sjálfstæðismenn vilja heilbrigða samkeppni með landbúnaðarafurðir, bændum og neytendum til hagsbóta." Það þýðir væntanlega að menn vilji að íslenzkar landbúnaðarvörur keppi við innflutning á jafnréttisgrundvelli. Kyrrstaða hefur alltof lengi ríkt í þessum málum. Það er gott ef einhver hreyfing er að komast á það að lækka tollana. Það væri neytendum í hag og örvar efnahagslífið.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun