Saga tveggja manna Jón Yngvi Jóhannsson skrifar 21. febrúar 2013 11:00 Pater Jón Sveinsson - Nonni eftir Gunnar F. Guðmundsson. Bækur. Pater Jón Sveinsson – Nonni. Gunnar F. Guðmundsson.Opna. Hógvær titill þessarar ævisögu er snjallari en kann að virðast við fyrstu sýn. Þeim sem þekkja Nonnabækurnar og aðalpersónu þeirra gæti að minnsta kosti virst sem hér sé sami maður nefndur tvisvar, virðulegu prestsheiti og gælunafni úr æsku. En kannski voru þetta tveir menn og styrkur ævisögu Gunnars F. Guðmundssonar felst meðal annars í því að draga fram hvernig þeir urðu til, hvað þeir eiga sameiginlegt og hvað skilur þá að. Fyrsti hluti bókarinnar, sá sem fjallar um foreldra Jóns Sveinssonar og uppvöxt hans sýnir þetta betur en nokkuð annað og eiginlega verður þáttur foreldranna sá hluti bókarinnar sem er mest spennandi og kemur mest á óvart. Sú glansmynd sem dregin er upp af bernskuheimilinu og hjónabandi foreldranna í Nonnabókunum reynist yfirborðið eitt, og dagbækur föðurins sem mikið er vitnað til birta mynd af lífi sem einkennist af harðri baráttu, óhamingju og svikum sem sá sem lesið hefur Nonnabækurnar í æsku á erfitt með að koma heim og saman. Þegar þessum hluta bókarinnar sleppir tekur Jón sjálfur sviðið. Námi hans og uppvexti í skjóli kaþólsku kirkjunnar er lýst ítarlega og lesandinn fær ágæta mynd af því sérkennilega samfélagi sem þrífst innan hennar, einangrun frá umheiminum við stífan lærdóm og innrætingu sem verður til þess að sveitastrákur frá Íslandi gengur í stranga reglu jesúíta og eyðir þar ævinni. Við fylgjum Jóni á námsárum í Frakklandi og víðar um Evrópu og seinna til Danmerkur þar sem hann starfaði sem kennari við kaþólskan skóla og undi hag sínum illa. Síðari hluti ævisögunnar er, ólíkt mörgum ævisögum, viðburðaríkari en sá fyrri, Jón nýtur virðingar og vinsælda sem höfundur og ferðast víða um heim, meðal annars til Ameríku og Japans. Jón Sveinsson, presturinn og rithöfundurinn, birtist okkur í skýrara ljósi en við þekktum áður en samt er lesandinn langt frá því að komast til botns í manninum, til þess er of mörgum spurningum ósvarað og kannski er ekki hægt að svara þeim. Samt situr maður eftir og getur ekki annað en velt því fyrir sér hvort Jón efaðist aldrei í sinni trú, hvort prestsheitið með skírlífi og loforði um fátækt og algera tryggð við regluna þrengdi aldrei verulega að honum, hvort hann þráði aldrei annað líf. Þessar spurningar koma eiginlega bara einu sinni upp á yfirborðið í sögu hans og þá reynast heimildirnar leiða okkur í blindgötu. Öll heimildavinna og rannsókn Gunnars F. Guðmundssonar er til mikillar fyrirmyndar, mjög nákvæm og hann hefur leitað víða fanga, á köflum finnst manni nákvæmnin yfirþyrmandi en þó aldrei um of. Þótt ekki sé dregin fjöður yfir smávægilega galla í fari aðalpersónunnar, hann hefur verið hégómlegur og ekki alltaf auðveldur í umgengni eða samvinnu, þá stendur höfundurinn og sögumaðurinn með sínum manni í gegnum þykkt og þunnt. Saga Gunnars um þá Nonna og Jón Sveinsson er mikið og vandað verk, hún svarar mörgum spurningum, en öðrum er ósvarað. Vonandi er þessi bók bara upphafið, höfundur Nonnabókanna er enn þá að mörgu leyti ráðgáta. Niðurstaða: Vönduð ævisaga sem birtir höfund Nonnabókanna í skýrara ljósi en áður en enn er mörgum spurningum ósvarað. Gagnrýni Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur. Pater Jón Sveinsson – Nonni. Gunnar F. Guðmundsson.Opna. Hógvær titill þessarar ævisögu er snjallari en kann að virðast við fyrstu sýn. Þeim sem þekkja Nonnabækurnar og aðalpersónu þeirra gæti að minnsta kosti virst sem hér sé sami maður nefndur tvisvar, virðulegu prestsheiti og gælunafni úr æsku. En kannski voru þetta tveir menn og styrkur ævisögu Gunnars F. Guðmundssonar felst meðal annars í því að draga fram hvernig þeir urðu til, hvað þeir eiga sameiginlegt og hvað skilur þá að. Fyrsti hluti bókarinnar, sá sem fjallar um foreldra Jóns Sveinssonar og uppvöxt hans sýnir þetta betur en nokkuð annað og eiginlega verður þáttur foreldranna sá hluti bókarinnar sem er mest spennandi og kemur mest á óvart. Sú glansmynd sem dregin er upp af bernskuheimilinu og hjónabandi foreldranna í Nonnabókunum reynist yfirborðið eitt, og dagbækur föðurins sem mikið er vitnað til birta mynd af lífi sem einkennist af harðri baráttu, óhamingju og svikum sem sá sem lesið hefur Nonnabækurnar í æsku á erfitt með að koma heim og saman. Þegar þessum hluta bókarinnar sleppir tekur Jón sjálfur sviðið. Námi hans og uppvexti í skjóli kaþólsku kirkjunnar er lýst ítarlega og lesandinn fær ágæta mynd af því sérkennilega samfélagi sem þrífst innan hennar, einangrun frá umheiminum við stífan lærdóm og innrætingu sem verður til þess að sveitastrákur frá Íslandi gengur í stranga reglu jesúíta og eyðir þar ævinni. Við fylgjum Jóni á námsárum í Frakklandi og víðar um Evrópu og seinna til Danmerkur þar sem hann starfaði sem kennari við kaþólskan skóla og undi hag sínum illa. Síðari hluti ævisögunnar er, ólíkt mörgum ævisögum, viðburðaríkari en sá fyrri, Jón nýtur virðingar og vinsælda sem höfundur og ferðast víða um heim, meðal annars til Ameríku og Japans. Jón Sveinsson, presturinn og rithöfundurinn, birtist okkur í skýrara ljósi en við þekktum áður en samt er lesandinn langt frá því að komast til botns í manninum, til þess er of mörgum spurningum ósvarað og kannski er ekki hægt að svara þeim. Samt situr maður eftir og getur ekki annað en velt því fyrir sér hvort Jón efaðist aldrei í sinni trú, hvort prestsheitið með skírlífi og loforði um fátækt og algera tryggð við regluna þrengdi aldrei verulega að honum, hvort hann þráði aldrei annað líf. Þessar spurningar koma eiginlega bara einu sinni upp á yfirborðið í sögu hans og þá reynast heimildirnar leiða okkur í blindgötu. Öll heimildavinna og rannsókn Gunnars F. Guðmundssonar er til mikillar fyrirmyndar, mjög nákvæm og hann hefur leitað víða fanga, á köflum finnst manni nákvæmnin yfirþyrmandi en þó aldrei um of. Þótt ekki sé dregin fjöður yfir smávægilega galla í fari aðalpersónunnar, hann hefur verið hégómlegur og ekki alltaf auðveldur í umgengni eða samvinnu, þá stendur höfundurinn og sögumaðurinn með sínum manni í gegnum þykkt og þunnt. Saga Gunnars um þá Nonna og Jón Sveinsson er mikið og vandað verk, hún svarar mörgum spurningum, en öðrum er ósvarað. Vonandi er þessi bók bara upphafið, höfundur Nonnabókanna er enn þá að mörgu leyti ráðgáta. Niðurstaða: Vönduð ævisaga sem birtir höfund Nonnabókanna í skýrara ljósi en áður en enn er mörgum spurningum ósvarað.
Gagnrýni Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira