Barist við vindmyllur Steinunn Stefánsdóttir skrifar 15. febrúar 2013 06:00 Nærri sextán þúsund manns hafa undirritað eftirfarandi yfirlýsingu á vefnum Ferðafrelsi.is: „Við undirrituð mótmælum nýju frumvarpi til náttúruverndarlaga á þeim forsendum að lögin hefti för almennings um íslenska náttúru og skerði aðgengi til útivistar á Íslandi.“ Með undirskrift er skorað á þingmenn að samþykkja ekki lögin óbreytt. Miðað við þennan fjölda undirskrifta og skrif ýmissa sem tengjast undirskriftasöfnuninni mætti ætla að í frumvarpi til náttúruverndarlaga væri að finna stórfelldar takmarkanir á möguleikum fólks til að ferðast um landið. Við lestur þeirra kafla sem varða almannarétt, útivist og umgengni og einnig kaflans um akstur utan vega kemur í ljós að þær takmarkanir á möguleikum til ferðalaga og útvistar í íslenskum óbyggðum eru litlar og snúast eingöngu um að vernda náttúruna þar sem hún er allra viðkvæmust. Hér eru tekin til nokkur atriði en óhætt er að mæla með að hver lesi og dæmi fyrir sig. Kaflarnir tveir eru rétt um 2.200 orð. Samkvæmt frumvarpinu á gangandi, hjólandi og ríðandi fólk að fara eftir merktum leiðum „eins og kostur er“ eins og hnykkt er á. Fólk á einnig að gæta þess að valda ekki spjöllum eða truflun sem virðist nú ekki svo ósanngjarnt, eða hvað? Við alfaraleið má tjalda venjulegum tjöldum og ferðavagna má nota á tjaldstæðum en einnig á „svæðum á óræktuðu landi sem tengjast vegum eða slóðum sem heimilt er að aka á og ekki er hætta á skemmdum á náttúrunni“. Að vísu getur Umhverfisstofnun „takmarkað eða bannað að tjöld séu reist þar sem veruleg hætta er á að náttúra landsins geti beðið tjón af“. Felast miklar takmarkanir í þessu? Umhverfisstofnun getur líka með rökstuðningi, staðfestingu ráðherra og auglýsingu í stjórnartíðindum „í verndarskyni takmarkað umferð eða lokað svæðum í óbyggðum ef hætta er á verulegu tjóni af völdum ágangs á svæðið“. Þá má loka svæðum tímabundið vegna ágangs eða annarra aðstæðna sem teljast geta valdið tjóni. Hvern langar að ferðast um svæði sem færð eru rök fyrir að þoli ágang illa? Er þá ekki betra að eiga þau inni þar til ástandið hefur batnað? Þessi svæði fara ekki neitt. Takmörkun á akstri vélknúinna ökutækja felst í því að ekki má aka utan vega og að vegir skulu skilgreindir í kortagrunni sem Landmælingar Íslands annast. Hér á að taka tillit til þess hvort akstur sé líklegur til að hafa í för með sér einhvers konar spjöll á náttúrunni. Sem sagt skilgreina á hvað er vegur og hvað ekki. Hlýtur þetta nú ekki að vera eðlilegasta mál í heimi á 21. öldinni? Í þessu samhengi hafa vaknað áhyggjur af því að hreyfihamlaðir eigi þess þá ekki kost að ferðast um öræfi Íslands. Í frumvarpinu er þó heimild til að veita undanþágur frá banni við akstri utan vega vegna sérstakra aðstæðna sem geta væntanlega falist í að komast ekki um á tveimur jafnfljótum. Ekki annað hægt en að spyrja sig hvort ekki sé verið að berjast við vindmyllur, og til hvers þá? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun
Nærri sextán þúsund manns hafa undirritað eftirfarandi yfirlýsingu á vefnum Ferðafrelsi.is: „Við undirrituð mótmælum nýju frumvarpi til náttúruverndarlaga á þeim forsendum að lögin hefti för almennings um íslenska náttúru og skerði aðgengi til útivistar á Íslandi.“ Með undirskrift er skorað á þingmenn að samþykkja ekki lögin óbreytt. Miðað við þennan fjölda undirskrifta og skrif ýmissa sem tengjast undirskriftasöfnuninni mætti ætla að í frumvarpi til náttúruverndarlaga væri að finna stórfelldar takmarkanir á möguleikum fólks til að ferðast um landið. Við lestur þeirra kafla sem varða almannarétt, útivist og umgengni og einnig kaflans um akstur utan vega kemur í ljós að þær takmarkanir á möguleikum til ferðalaga og útvistar í íslenskum óbyggðum eru litlar og snúast eingöngu um að vernda náttúruna þar sem hún er allra viðkvæmust. Hér eru tekin til nokkur atriði en óhætt er að mæla með að hver lesi og dæmi fyrir sig. Kaflarnir tveir eru rétt um 2.200 orð. Samkvæmt frumvarpinu á gangandi, hjólandi og ríðandi fólk að fara eftir merktum leiðum „eins og kostur er“ eins og hnykkt er á. Fólk á einnig að gæta þess að valda ekki spjöllum eða truflun sem virðist nú ekki svo ósanngjarnt, eða hvað? Við alfaraleið má tjalda venjulegum tjöldum og ferðavagna má nota á tjaldstæðum en einnig á „svæðum á óræktuðu landi sem tengjast vegum eða slóðum sem heimilt er að aka á og ekki er hætta á skemmdum á náttúrunni“. Að vísu getur Umhverfisstofnun „takmarkað eða bannað að tjöld séu reist þar sem veruleg hætta er á að náttúra landsins geti beðið tjón af“. Felast miklar takmarkanir í þessu? Umhverfisstofnun getur líka með rökstuðningi, staðfestingu ráðherra og auglýsingu í stjórnartíðindum „í verndarskyni takmarkað umferð eða lokað svæðum í óbyggðum ef hætta er á verulegu tjóni af völdum ágangs á svæðið“. Þá má loka svæðum tímabundið vegna ágangs eða annarra aðstæðna sem teljast geta valdið tjóni. Hvern langar að ferðast um svæði sem færð eru rök fyrir að þoli ágang illa? Er þá ekki betra að eiga þau inni þar til ástandið hefur batnað? Þessi svæði fara ekki neitt. Takmörkun á akstri vélknúinna ökutækja felst í því að ekki má aka utan vega og að vegir skulu skilgreindir í kortagrunni sem Landmælingar Íslands annast. Hér á að taka tillit til þess hvort akstur sé líklegur til að hafa í för með sér einhvers konar spjöll á náttúrunni. Sem sagt skilgreina á hvað er vegur og hvað ekki. Hlýtur þetta nú ekki að vera eðlilegasta mál í heimi á 21. öldinni? Í þessu samhengi hafa vaknað áhyggjur af því að hreyfihamlaðir eigi þess þá ekki kost að ferðast um öræfi Íslands. Í frumvarpinu er þó heimild til að veita undanþágur frá banni við akstri utan vega vegna sérstakra aðstæðna sem geta væntanlega falist í að komast ekki um á tveimur jafnfljótum. Ekki annað hægt en að spyrja sig hvort ekki sé verið að berjast við vindmyllur, og til hvers þá?
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun