Þriggja daga djamm Freyr Bjarnason skrifar 14. febrúar 2013 06:00 Thom Yorke úr Radiohead og félagar í Atoms For Peace senda frá sér sína fyrstu plötu, Amok, 25. febrúar á vegum breska útgáfufyrirtækisins XL Recordings. Hljómsveitin er einnig skipuð Flea, bassaleikara Red Hot Chili Peppers, Nigel Godrich, upptökustjóra Radiohead, Joey Waronker, sem hefur trommað með Beck og R.E.M., og Mauro Refosco, sem hefur spilað með Red Hot Chili Peppers á tónleikaferðum. Fyrstu tónleikar þeirra voru í Los Angeles árið 2009 þegar þeir spiluðu undir hjá Yorke sem var að fylgja eftir sinni fyrstu sólóplötu, The Eraser, sem hafði komið út þremur árum áður. Tónleikarnir fengu góð viðbrögð áhorfenda og sjálfir höfðu þeir gaman að því að færa elektróníska tónlistina upp á svið. Þeir sammældust um að halda samstarfinu áfram meðfram öðrum stærri verkefnum og ákváðu að fara í hljóðver. Þar eyddu þeir þremur dögum við stífa spilamennsku, þar sem lagt var upp með frjálst flæði, nokkurs konar djamm, í anda Miles Davis. Oftast hafði Yorke búið til takta í tölvunni sinni og tóku hinir liðsmennirnir við keflinu þaðan og spiluðu ofan í þá eða í kringum þá. Eftir upptökurnar var ljóst að þeir höfðu úr miklu efni að moða og fór því töluverður tími í að vinna úr því. Níu lög eru á plötunni, þar á meðal titillagið Amok og smáskífulögin Judge Jury And Executioner og Default. Hvað nafnið Atoms For Peace varðar notaði Yorke það fyrst í samnefndu lagi á The Eraser. Nafnið er tekið úr fimmtíu ára gamalli ræðu Dwight D. Eisenhower, forseta Bandaríkjanna, um kjarnorkuvána sem vofði yfir. Sveitin hefur skipulagt þrenna tónleika á næstunni til að fylgja Amok eftir. Þeir fyrstu verða í London 22. febrúar. Næst spilar sveitin í Berlín 8. mars og lokatónleikarnir verða í New York 14. mars. Tónlist Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Thom Yorke úr Radiohead og félagar í Atoms For Peace senda frá sér sína fyrstu plötu, Amok, 25. febrúar á vegum breska útgáfufyrirtækisins XL Recordings. Hljómsveitin er einnig skipuð Flea, bassaleikara Red Hot Chili Peppers, Nigel Godrich, upptökustjóra Radiohead, Joey Waronker, sem hefur trommað með Beck og R.E.M., og Mauro Refosco, sem hefur spilað með Red Hot Chili Peppers á tónleikaferðum. Fyrstu tónleikar þeirra voru í Los Angeles árið 2009 þegar þeir spiluðu undir hjá Yorke sem var að fylgja eftir sinni fyrstu sólóplötu, The Eraser, sem hafði komið út þremur árum áður. Tónleikarnir fengu góð viðbrögð áhorfenda og sjálfir höfðu þeir gaman að því að færa elektróníska tónlistina upp á svið. Þeir sammældust um að halda samstarfinu áfram meðfram öðrum stærri verkefnum og ákváðu að fara í hljóðver. Þar eyddu þeir þremur dögum við stífa spilamennsku, þar sem lagt var upp með frjálst flæði, nokkurs konar djamm, í anda Miles Davis. Oftast hafði Yorke búið til takta í tölvunni sinni og tóku hinir liðsmennirnir við keflinu þaðan og spiluðu ofan í þá eða í kringum þá. Eftir upptökurnar var ljóst að þeir höfðu úr miklu efni að moða og fór því töluverður tími í að vinna úr því. Níu lög eru á plötunni, þar á meðal titillagið Amok og smáskífulögin Judge Jury And Executioner og Default. Hvað nafnið Atoms For Peace varðar notaði Yorke það fyrst í samnefndu lagi á The Eraser. Nafnið er tekið úr fimmtíu ára gamalli ræðu Dwight D. Eisenhower, forseta Bandaríkjanna, um kjarnorkuvána sem vofði yfir. Sveitin hefur skipulagt þrenna tónleika á næstunni til að fylgja Amok eftir. Þeir fyrstu verða í London 22. febrúar. Næst spilar sveitin í Berlín 8. mars og lokatónleikarnir verða í New York 14. mars.
Tónlist Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira