Þangað til takmarkinu er náð Steinunn Stefánsdóttir skrifar 13. febrúar 2013 06:00 Um helgina urðu þau tímamót í starfi Kvennaathvarfsins að það flutti í nýtt húsnæði sem er bæði stærra og hentugra fyrir starfsemina en húsið sem áður hýsti athvarfið. Í húsinu sem flutt var úr um helgina voru aðeins fjögur svefnherbergi en fyrir kom að í húsinu gistu yfir 20 konur og börn. Raunveruleikinn hefur allt of oft verið sá að dvalarkonur hafa ekki átt einkarými fyrir sig og börn sín í athvarfinu. Þetta hafa konurnar gert sér að góðu enda á kona sem leitað hefur í kvennaathvarf yfirleitt ekki í önnur hús að venda. Sú raun ætti þó að vera næg að yfirgefa heimili sitt vegna ofbeldis þótt ekki bíði að deila herbergi með vandalausum. Fjölgun svefnherbergja í Kvennaathvarfinu er því gríðarleg bót því í nýja húsinu ætti það að heyra til algerra undantekninga að dvalarkonur geti ekki hreiðrað um sig í sérherbergi eða aðeins með sínum börnum. Öll önnur aðstaða batnar einnig. Baðherbergjum fjölgar og hópastarf sem hefur verið á hrakhólum í þrengslum undanfarinna ára fær samastað. Þá gefur augaleið að rýmri og betri aðstaða bæði fyrir dvalarkonur og börn þeirra gerir lífið í athvarfinu bærilegra. Þá ber að fagna sérstaklega að aðgengi fyrir hreyfihamlaða er nú betra en áður hefur verið í athvarfinu. Sem fyrr stendur gjafa- og söfnunarfé undir kostnaði við að bæta húsakost athvarfsins enda hefur Kvennaathvarfið notið rausnar almennings allt frá stofnun þess fyrir rúmlega 30 árum. Ef þess stuðnings nyti ekki við væru aðstæður Samtaka um kvennaathvarf til þess að bæta húsakostinn mun erfiðari. ?En það er náttúrulega bölvuð vitleysa að byggja svona hús, það hlýtur að vera hægt að gera þetta öðruvísi,? er á Facebook-síðu athvarfsins haft eftir einum smiðnum sem vann að endurbótum nýja húsnæðisins. Það er auðvitað hverju orði sannara. Það er dapurlegt að á árinu 2013 skuli vera þörf fyrir risastórt hús fyrir konur og börn sem þurfa að yfirgefa eigið heimili vegna ofbeldis sem þau eru beitt af hálfu sinna nánustu. Undirliggjandi markmið hlýtur jú alltaf að vera að ?gera þetta öðruvísi?, að einn góðan veðurdag verði með fullkominni vissu hægt að leggja niður starfsemi kvennaathvarfa. Sá dagur er hins vegar ekki alveg í augsýn. Um það vitnar aðsókn í dvalar- og viðtalsþjónustu Kvennaathvarfsins. Meðan svo er verður athvarfið að dafna, bæði þannig að húsnæði þess svari kalli tímans og einnig sú starfsemi sem fram fer innan veggjanna og miðar að því að styðja konur til lífs án ofbeldis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Um helgina urðu þau tímamót í starfi Kvennaathvarfsins að það flutti í nýtt húsnæði sem er bæði stærra og hentugra fyrir starfsemina en húsið sem áður hýsti athvarfið. Í húsinu sem flutt var úr um helgina voru aðeins fjögur svefnherbergi en fyrir kom að í húsinu gistu yfir 20 konur og börn. Raunveruleikinn hefur allt of oft verið sá að dvalarkonur hafa ekki átt einkarými fyrir sig og börn sín í athvarfinu. Þetta hafa konurnar gert sér að góðu enda á kona sem leitað hefur í kvennaathvarf yfirleitt ekki í önnur hús að venda. Sú raun ætti þó að vera næg að yfirgefa heimili sitt vegna ofbeldis þótt ekki bíði að deila herbergi með vandalausum. Fjölgun svefnherbergja í Kvennaathvarfinu er því gríðarleg bót því í nýja húsinu ætti það að heyra til algerra undantekninga að dvalarkonur geti ekki hreiðrað um sig í sérherbergi eða aðeins með sínum börnum. Öll önnur aðstaða batnar einnig. Baðherbergjum fjölgar og hópastarf sem hefur verið á hrakhólum í þrengslum undanfarinna ára fær samastað. Þá gefur augaleið að rýmri og betri aðstaða bæði fyrir dvalarkonur og börn þeirra gerir lífið í athvarfinu bærilegra. Þá ber að fagna sérstaklega að aðgengi fyrir hreyfihamlaða er nú betra en áður hefur verið í athvarfinu. Sem fyrr stendur gjafa- og söfnunarfé undir kostnaði við að bæta húsakost athvarfsins enda hefur Kvennaathvarfið notið rausnar almennings allt frá stofnun þess fyrir rúmlega 30 árum. Ef þess stuðnings nyti ekki við væru aðstæður Samtaka um kvennaathvarf til þess að bæta húsakostinn mun erfiðari. ?En það er náttúrulega bölvuð vitleysa að byggja svona hús, það hlýtur að vera hægt að gera þetta öðruvísi,? er á Facebook-síðu athvarfsins haft eftir einum smiðnum sem vann að endurbótum nýja húsnæðisins. Það er auðvitað hverju orði sannara. Það er dapurlegt að á árinu 2013 skuli vera þörf fyrir risastórt hús fyrir konur og börn sem þurfa að yfirgefa eigið heimili vegna ofbeldis sem þau eru beitt af hálfu sinna nánustu. Undirliggjandi markmið hlýtur jú alltaf að vera að ?gera þetta öðruvísi?, að einn góðan veðurdag verði með fullkominni vissu hægt að leggja niður starfsemi kvennaathvarfa. Sá dagur er hins vegar ekki alveg í augsýn. Um það vitnar aðsókn í dvalar- og viðtalsþjónustu Kvennaathvarfsins. Meðan svo er verður athvarfið að dafna, bæði þannig að húsnæði þess svari kalli tímans og einnig sú starfsemi sem fram fer innan veggjanna og miðar að því að styðja konur til lífs án ofbeldis.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun