Að beizla reiðina Ólafur Þ. Stephensen skrifar 9. febrúar 2013 06:00 Sú vitundarvakning um kynferðisbrot gegn börnum, sem átt hefur sér stað undanfarnar vikur, er tvímælalaust af hinu góða og stuðlar væntanlega að því að í framtíðinni verði slík brot ekki látin liggja í þagnargildi eins og svo oft hefur gerzt í fortíðinni. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skemmstu, var sagt frá um það bil einu kynferðisbrotamáli á dag í fjölmiðlum landsins á þriggja vikna tímabili í janúar. Holskefla af nýjum kærum hefur komið inn til lögreglunnar. Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og fleiri lögregluembætti eru í gífurlegum önnum vegna rannsóknar þessara mála og sama má segja um embætti ríkissaksóknara. RÚV greindi frá því í gærkvöldi að hátt í hundrað kynferðisbrotamál hefðu verið kærð það sem af er ári. Að þögnin um gömul kynferðisbrotamál skuli hafa verið rofin á sér þó einnig sína neikvæðu hlið. Reiðin í samfélaginu hefur sums staðar brotizt fram með dapurlegum afleiðingum. Ráðizt hefur verið á grunaða kynferðisbrotamenn og á fólk sem sagði frá kynferðisbrotum. Ásökunum um kynferðisbrot, á hendur mönnum sem hafa hvorki verið kærðir né dæmdir, hefur verið dreift á vefsíðum og með öðrum hætti. Þetta eru viðbrögð sem eiga engan rétt á sér og stuðla ekki að því að réttlætinu verði fullnægt. Sérfræðingar hafa bent á að ofbeldisfullar árásir á kynferðisbrotamenn geti til dæmis orðið til þess að börn veigri sér við að segja frá brotum ættingja eða fjölskylduvina, vegna þess að þau vilji ekki að þeim verði unnið mein. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur sagði hér í blaðinu á miðvikudaginn að umræðan um kynferðisbrot gegn börnum hefði losað um eitthvað í þjóðarsálinni og viðbrögðin væru oft hömlulaus. „Þar er fólk að fara fram úr sér og gerir einungis illt verra með því að svara harmleik með öðrum harmleik og það er dapurlegt að horfa upp á," segir Helgi. Allir sem bera velferð barna fyrir brjósti verða að átta sig á að eina rétta leiðin til að ná fram réttlæti í málum sem varða kynferðisofbeldi gegn börnum er hin friðsama leið sem liggur um opinbert réttarkerfi. Enginn á rétt á að taka lögin í sínar hendur í þessum málum frekar en öðrum. Á næstunni er ekki útilokað að fólk fái á tilfinninguna að kerfið vinni hægt, enda er álagið á því mikið. En þá eiga menn sízt af öllu að sóa tíma lögreglu, saksóknara og dómstóla með öðrum ofbeldisverkum sem þurfa líka sína meðferð í kerfinu. Helgi Gunnlaugsson sagði hér í blaðinu að beizla yrði reiðina og beina henni í eðlilegan farveg. „Kerfið er kannski illa búið eins og er en þá verðum við, sem samfélag, að taka á því. Samfélaginu verður að vera ljóst að kerfið megni að sjá um þessi mál." Þetta er allt rétt. Það væri raunar ekki úr vegi að þar til bær stjórnvöld kvæðu fastar að orði en þau hafa gert hingað til um að hið opinbera réttarkerfi verði í stakk búið að taka á kynferðisbrotamálum og að það sé aldrei réttlætanlegt að leita annarra leiða til að ná réttlætinu fram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun
Sú vitundarvakning um kynferðisbrot gegn börnum, sem átt hefur sér stað undanfarnar vikur, er tvímælalaust af hinu góða og stuðlar væntanlega að því að í framtíðinni verði slík brot ekki látin liggja í þagnargildi eins og svo oft hefur gerzt í fortíðinni. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skemmstu, var sagt frá um það bil einu kynferðisbrotamáli á dag í fjölmiðlum landsins á þriggja vikna tímabili í janúar. Holskefla af nýjum kærum hefur komið inn til lögreglunnar. Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og fleiri lögregluembætti eru í gífurlegum önnum vegna rannsóknar þessara mála og sama má segja um embætti ríkissaksóknara. RÚV greindi frá því í gærkvöldi að hátt í hundrað kynferðisbrotamál hefðu verið kærð það sem af er ári. Að þögnin um gömul kynferðisbrotamál skuli hafa verið rofin á sér þó einnig sína neikvæðu hlið. Reiðin í samfélaginu hefur sums staðar brotizt fram með dapurlegum afleiðingum. Ráðizt hefur verið á grunaða kynferðisbrotamenn og á fólk sem sagði frá kynferðisbrotum. Ásökunum um kynferðisbrot, á hendur mönnum sem hafa hvorki verið kærðir né dæmdir, hefur verið dreift á vefsíðum og með öðrum hætti. Þetta eru viðbrögð sem eiga engan rétt á sér og stuðla ekki að því að réttlætinu verði fullnægt. Sérfræðingar hafa bent á að ofbeldisfullar árásir á kynferðisbrotamenn geti til dæmis orðið til þess að börn veigri sér við að segja frá brotum ættingja eða fjölskylduvina, vegna þess að þau vilji ekki að þeim verði unnið mein. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur sagði hér í blaðinu á miðvikudaginn að umræðan um kynferðisbrot gegn börnum hefði losað um eitthvað í þjóðarsálinni og viðbrögðin væru oft hömlulaus. „Þar er fólk að fara fram úr sér og gerir einungis illt verra með því að svara harmleik með öðrum harmleik og það er dapurlegt að horfa upp á," segir Helgi. Allir sem bera velferð barna fyrir brjósti verða að átta sig á að eina rétta leiðin til að ná fram réttlæti í málum sem varða kynferðisofbeldi gegn börnum er hin friðsama leið sem liggur um opinbert réttarkerfi. Enginn á rétt á að taka lögin í sínar hendur í þessum málum frekar en öðrum. Á næstunni er ekki útilokað að fólk fái á tilfinninguna að kerfið vinni hægt, enda er álagið á því mikið. En þá eiga menn sízt af öllu að sóa tíma lögreglu, saksóknara og dómstóla með öðrum ofbeldisverkum sem þurfa líka sína meðferð í kerfinu. Helgi Gunnlaugsson sagði hér í blaðinu að beizla yrði reiðina og beina henni í eðlilegan farveg. „Kerfið er kannski illa búið eins og er en þá verðum við, sem samfélag, að taka á því. Samfélaginu verður að vera ljóst að kerfið megni að sjá um þessi mál." Þetta er allt rétt. Það væri raunar ekki úr vegi að þar til bær stjórnvöld kvæðu fastar að orði en þau hafa gert hingað til um að hið opinbera réttarkerfi verði í stakk búið að taka á kynferðisbrotamálum og að það sé aldrei réttlætanlegt að leita annarra leiða til að ná réttlætinu fram.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun