Samstaða og gleði í Græna herberginu Tinna Rós Steinsdóttir skrifar 5. febrúar 2013 06:00 Eyþór Ingi vann yfirburðasigur í Söngvakeppninni á laugardagskvöld. Fréttablaðið/Valli Það var spennuþrungið andrúmsloft í Græna herberginu þegar úrslitanna var beðið á laugardagskvöldið. Keppendur létu tímann líða með því að gantast og grínast hver í öðrum, skrifa eiginhandaráritanir og sitja fyrir á myndum og glæsilegt veitingaborðið laðaði nokkra að sér. Þegar auglýsingahléinu lauk og Þórhallur og Gunna Dís birtust aftur á skjánum sló þögn á hópinn samstundis. Spennan var þvílík að ekki var annað hægt en að hrífast með. Ég átti að minnsta kosti í mestum erfiðleikum með að hemja skjálfandi hnén. Þetta tók fljótt af. Eyþór Ingi rétt náði að kyngja snittunni og enn í sjokki var hann leiddur út úr herberginu og upp á svið. Hann var kominn í einvígið og eitt sæti enn laust. Spennan magnaðist og áður en ég vissi af var Unnur teymd fram hjá mér og orðin "vá, hvað er að gerast“ laumuðust úr munni hennar á milli táranna. Spennufallið í herberginu var gríðarlegt og þó þeir keppendur sem eftir sátu væru vonsviknir yfir sínu hlutskipti virtust þeir þó umfram allt samgleðjast keppinautum sínum. Meðan keppendurnir föðmuðust og hrósuðu hver öðrum fyrir frammistöðu kvöldsins mátti finna fyrir miklum stuðningi við þau tvö sem stóðu á sviðinu. Það var innilega fagnað, stokkið upp úr stólum og fallist í faðma þegar tilkynnt var að lagið Ég á líf hefði sigrað og víst má telja að þessi viðbrögð hefðu orðið sama hver hefði unnið. Hvað er að gerast? Unni Eggertsdóttur var mjög brugðið þegar tilkynnt var að lag hennar, Ég syng, hefði komist í einvígið á laugardaginn.Þeir Eyþór Ingi, Pétur Örn og Örlygur Smári gátu ekki annað en fallist í faðma þegar í ljós kom að þeir höfðu borið sigur úr býtum í keppninni. Unnur og hennar lið samgladdist þeim að sjálfsögðu innilega.Höfundarnir Pétur Örn og Örlygur Smári ásamt Eyþóri Inga en þeir voru að vonum ánægðir með sitt í lok kvölds. Tónlist Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Það var spennuþrungið andrúmsloft í Græna herberginu þegar úrslitanna var beðið á laugardagskvöldið. Keppendur létu tímann líða með því að gantast og grínast hver í öðrum, skrifa eiginhandaráritanir og sitja fyrir á myndum og glæsilegt veitingaborðið laðaði nokkra að sér. Þegar auglýsingahléinu lauk og Þórhallur og Gunna Dís birtust aftur á skjánum sló þögn á hópinn samstundis. Spennan var þvílík að ekki var annað hægt en að hrífast með. Ég átti að minnsta kosti í mestum erfiðleikum með að hemja skjálfandi hnén. Þetta tók fljótt af. Eyþór Ingi rétt náði að kyngja snittunni og enn í sjokki var hann leiddur út úr herberginu og upp á svið. Hann var kominn í einvígið og eitt sæti enn laust. Spennan magnaðist og áður en ég vissi af var Unnur teymd fram hjá mér og orðin "vá, hvað er að gerast“ laumuðust úr munni hennar á milli táranna. Spennufallið í herberginu var gríðarlegt og þó þeir keppendur sem eftir sátu væru vonsviknir yfir sínu hlutskipti virtust þeir þó umfram allt samgleðjast keppinautum sínum. Meðan keppendurnir föðmuðust og hrósuðu hver öðrum fyrir frammistöðu kvöldsins mátti finna fyrir miklum stuðningi við þau tvö sem stóðu á sviðinu. Það var innilega fagnað, stokkið upp úr stólum og fallist í faðma þegar tilkynnt var að lagið Ég á líf hefði sigrað og víst má telja að þessi viðbrögð hefðu orðið sama hver hefði unnið. Hvað er að gerast? Unni Eggertsdóttur var mjög brugðið þegar tilkynnt var að lag hennar, Ég syng, hefði komist í einvígið á laugardaginn.Þeir Eyþór Ingi, Pétur Örn og Örlygur Smári gátu ekki annað en fallist í faðma þegar í ljós kom að þeir höfðu borið sigur úr býtum í keppninni. Unnur og hennar lið samgladdist þeim að sjálfsögðu innilega.Höfundarnir Pétur Örn og Örlygur Smári ásamt Eyþóri Inga en þeir voru að vonum ánægðir með sitt í lok kvölds.
Tónlist Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira