Eurovision-stjörnur framleiddar á Dalvík Tinna Rós Steinsdóttir skrifar 5. febrúar 2013 06:00 Hjartað slær á dalvík Dalvíkingar hafa séð landsmönnum fyrir fimm eurovision-þátttakendum hingað til og segir Matti þá enn eiga nóg inni. „Þetta hlýtur að vera tilviljun en þetta er samt mjög dularfullt," segir Eurovision-farinn og Dalvíkingurinn Matti Matt, inntur eftir svörum við því hvað geri Dalvíkinga svo farsæla í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Frá því Ísland tók fyrst þátt í Eurovision árið 1986 hafa 32 flytjendur farið utan fyrir okkar hönd. Þegar Eyþór Ingi sigraði undankeppnina hér heima síðastliðið laugardagskvöld varð hann fimmti Dalvíkingurinn til að standa í þeim sporum, séu talin með þau Pálmi Gunnarsson og Hera Björk sem bæði bjuggu í bænum um tíma. Eyþór Ingi, Matti Matt og Friðrik Ómar eru svo allir uppaldir á Dalvík. „Það hefur alltaf verið mikil stemning fyrir keppninni í bænum, rétt eins og annars staðar á landinu, en Dalvík er enginn sérstakur Euro-bær," segir Matti. „Kaldi ætti kannski að íhuga að búa til sérstakan Eurovision-bjór því ég held að hann sé það eina sem við höfum verið að drekka annað en fólk annars staðar á landinu," bætir hann við hlæjandi, spurður hvað sé í vatninu á Dalvík. Hann segist þess fullviss að Dalvíkingar eigi enn nóg inni og er sannfærður um að fleiri Eurovision-farar eigi eftir að koma frá bænum. „Mér detta strax í hug þrír sem koma vel til greina. en þeir eru pottþétt fleiri. Það er svo ótrúlega mikið af góðu söngfólki þarna," segir hann. Tæplega 1.900 manns búa á Dalvík og því ágætis hlutfall sem hefur sigrað íslensku undankeppnina. „Þetta er svona álíka og ef þessir fimm flytjendur kæmu úr löngu blokkinni í Fellunum í Breiðholtinu, það búa álíka margir þar og á Dalvík. Geri aðrir betur," segir Matti. Hann studdi bæjarbróður sinn að sjálfsögðu síðasta laugardagskvöld. „Hjartað slær auðvitað alltaf með Dalvíkingum. Í þokkabót er Eyþór góður vinur minn og Pétur Örn einn af mínum albestu vinum, svo það var fagnað vel og innilega þegar lagið þeirra sigraði. Sjö ára sonur minn orðaði þetta best þegar hann sagðist vera kominn með svima, hann væri svo glaður." Tónlist Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Þetta hlýtur að vera tilviljun en þetta er samt mjög dularfullt," segir Eurovision-farinn og Dalvíkingurinn Matti Matt, inntur eftir svörum við því hvað geri Dalvíkinga svo farsæla í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Frá því Ísland tók fyrst þátt í Eurovision árið 1986 hafa 32 flytjendur farið utan fyrir okkar hönd. Þegar Eyþór Ingi sigraði undankeppnina hér heima síðastliðið laugardagskvöld varð hann fimmti Dalvíkingurinn til að standa í þeim sporum, séu talin með þau Pálmi Gunnarsson og Hera Björk sem bæði bjuggu í bænum um tíma. Eyþór Ingi, Matti Matt og Friðrik Ómar eru svo allir uppaldir á Dalvík. „Það hefur alltaf verið mikil stemning fyrir keppninni í bænum, rétt eins og annars staðar á landinu, en Dalvík er enginn sérstakur Euro-bær," segir Matti. „Kaldi ætti kannski að íhuga að búa til sérstakan Eurovision-bjór því ég held að hann sé það eina sem við höfum verið að drekka annað en fólk annars staðar á landinu," bætir hann við hlæjandi, spurður hvað sé í vatninu á Dalvík. Hann segist þess fullviss að Dalvíkingar eigi enn nóg inni og er sannfærður um að fleiri Eurovision-farar eigi eftir að koma frá bænum. „Mér detta strax í hug þrír sem koma vel til greina. en þeir eru pottþétt fleiri. Það er svo ótrúlega mikið af góðu söngfólki þarna," segir hann. Tæplega 1.900 manns búa á Dalvík og því ágætis hlutfall sem hefur sigrað íslensku undankeppnina. „Þetta er svona álíka og ef þessir fimm flytjendur kæmu úr löngu blokkinni í Fellunum í Breiðholtinu, það búa álíka margir þar og á Dalvík. Geri aðrir betur," segir Matti. Hann studdi bæjarbróður sinn að sjálfsögðu síðasta laugardagskvöld. „Hjartað slær auðvitað alltaf með Dalvíkingum. Í þokkabót er Eyþór góður vinur minn og Pétur Örn einn af mínum albestu vinum, svo það var fagnað vel og innilega þegar lagið þeirra sigraði. Sjö ára sonur minn orðaði þetta best þegar hann sagðist vera kominn með svima, hann væri svo glaður."
Tónlist Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira