Grýla er ekki dauð þórður Snær júlíusson skrifar 1. febrúar 2013 06:00 Viðbrögð við Icesave-dómnum hafa verið áhugaverð. Margir þeirra sem börðust gegn samningaleiðinni telja hann færa þeim einhvers konar glaðhlökkunarvald yfir hinum sem mátu stöðuna öðruvísi. Í Þórðargleði sinni fullyrða þeir að þessir eða hinir hafi reynt að „hengja á þjóðina hundruð milljarða í erlendum skuldbindingum" og hika ekki við að ásaka náungann um föðurlandssvik eða landráð. Á hinn bóginn var uppi sú staða að sitjandi ríkisstjórn hafði í raun meiri pólitíska hagsmuni af því að tapa málinu en að vinna það, eins sérkennilega og það hljómar. Yfirdrifin líkamleg gleði utanríkisráðherrans þegar sigurinn vannst breytir þar engu um. Stundum ganga veðmál upp. Ísland lagði allt undir og vann. Því ber að fagna og augljóst er í ljósi niðurstöðunnar að stöðumat þeirra sem vildu semja var rangt þegar upp var staðið. Það er samt fjarstæðukennt að halda fram þeirri fullyrðingu að Jóhanna, Steingrímur, Bjarni eða hinir sem tilheyra þeim 40 prósentum kjósenda sem sögðu já við síðasta Icesave-samningi hafi gert það af illum ásetningi. Allt þetta fólk greiddi atkvæði með hagsmuni Íslands í huga. Sérkennilegustu viðbrögðin eiga þó Björgólfsfeðgar, fyrrum aðaleigendur Landsbankans og þar af leiðandi Icesave. Sá eldri sagði að Icesave-málinu hefði verið „beitt sem vopni til að ná tökum á fólki og hefur haldið því í herkví". Sá yngri sagði: „Grýla gamla er loksins dauð." Hann hélt áfram og sagði: „Eru menn núna reiðubúnir að skoða hverjir það voru, sem sáu sér hag í að vekja skelfingu hjá þjóðinni, í stað þess að segja sannleikann um Landsbankann og stöðu hans?" Segjum sannleikann um Landsbankann og stöðu hans. Hann stofnaði til, með samþykki stærstu eigenda sinna, Icesave-netreikninganna. Afleiðingar þessa hafa án nokkurs vafa valdið Íslandi skaða þótt dómsmálið hafi unnist. Og þótt Landsbankinn muni geta greitt innstæðueigendum peningana sína til baka er það engin staðfesting á því að í lagi hafi verið með þann banka. Almennir kröfuhafar munu nefnilega einungis fá nokkur prósent upp í kröfur sínar. Á meðal þeirra er Seðlabanki Íslands. Kröfur hans eru vegna hinna svokölluðu ástarbréfaviðskipta. Alls sat Seðlabankinn uppi með um 127 milljarða króna af bréfum útgefnum af Landsbankanum vegna þess ævintýris, sem lítið fæst upp í. Auk þess þurfti ríkissjóður að leggja nýja Landsbankanum til 122 milljarða króna í eigið fé og ein stærsta endurgreiðsluógn sem steðjar að þessari þjóð eru þeir 300 milljarðar króna sem nýi Landsbankinn á að greiða þrotabúi þess gamla fram til 2018. Þeir eiga nefnilega að greiðast í erlendum gjaldeyri sem Landsbankinn á ekki til. Það var margt rangt gert í Icesave-málinu. En við skulum ekki blekkjast til að halda að þetta vandamál sé í grunninn neinum öðrum að kenna en þeim sem bjuggu það til. Íslenska þjóðin er sannarlega enn í herkví afleiðinga bankahrunsins. Við ráðum ekki við þær endurgreiðslur lána sem fram undan eru á næstu árum, gjaldeyrishöft skerða efnahagsbata og lífsgæði, verðbólga er viðvarandi og erlend fjárfesting er nánast engin. Þá er sálrænn skaði þjóðar sem Icesave-deilur hefur rifið í sundur ekki mælanlegur í krónum og aurum. Grýla gamla er sannarlega ekki dauð, jafnvel þótt foreldrar hennar reyni að afneita henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun
Viðbrögð við Icesave-dómnum hafa verið áhugaverð. Margir þeirra sem börðust gegn samningaleiðinni telja hann færa þeim einhvers konar glaðhlökkunarvald yfir hinum sem mátu stöðuna öðruvísi. Í Þórðargleði sinni fullyrða þeir að þessir eða hinir hafi reynt að „hengja á þjóðina hundruð milljarða í erlendum skuldbindingum" og hika ekki við að ásaka náungann um föðurlandssvik eða landráð. Á hinn bóginn var uppi sú staða að sitjandi ríkisstjórn hafði í raun meiri pólitíska hagsmuni af því að tapa málinu en að vinna það, eins sérkennilega og það hljómar. Yfirdrifin líkamleg gleði utanríkisráðherrans þegar sigurinn vannst breytir þar engu um. Stundum ganga veðmál upp. Ísland lagði allt undir og vann. Því ber að fagna og augljóst er í ljósi niðurstöðunnar að stöðumat þeirra sem vildu semja var rangt þegar upp var staðið. Það er samt fjarstæðukennt að halda fram þeirri fullyrðingu að Jóhanna, Steingrímur, Bjarni eða hinir sem tilheyra þeim 40 prósentum kjósenda sem sögðu já við síðasta Icesave-samningi hafi gert það af illum ásetningi. Allt þetta fólk greiddi atkvæði með hagsmuni Íslands í huga. Sérkennilegustu viðbrögðin eiga þó Björgólfsfeðgar, fyrrum aðaleigendur Landsbankans og þar af leiðandi Icesave. Sá eldri sagði að Icesave-málinu hefði verið „beitt sem vopni til að ná tökum á fólki og hefur haldið því í herkví". Sá yngri sagði: „Grýla gamla er loksins dauð." Hann hélt áfram og sagði: „Eru menn núna reiðubúnir að skoða hverjir það voru, sem sáu sér hag í að vekja skelfingu hjá þjóðinni, í stað þess að segja sannleikann um Landsbankann og stöðu hans?" Segjum sannleikann um Landsbankann og stöðu hans. Hann stofnaði til, með samþykki stærstu eigenda sinna, Icesave-netreikninganna. Afleiðingar þessa hafa án nokkurs vafa valdið Íslandi skaða þótt dómsmálið hafi unnist. Og þótt Landsbankinn muni geta greitt innstæðueigendum peningana sína til baka er það engin staðfesting á því að í lagi hafi verið með þann banka. Almennir kröfuhafar munu nefnilega einungis fá nokkur prósent upp í kröfur sínar. Á meðal þeirra er Seðlabanki Íslands. Kröfur hans eru vegna hinna svokölluðu ástarbréfaviðskipta. Alls sat Seðlabankinn uppi með um 127 milljarða króna af bréfum útgefnum af Landsbankanum vegna þess ævintýris, sem lítið fæst upp í. Auk þess þurfti ríkissjóður að leggja nýja Landsbankanum til 122 milljarða króna í eigið fé og ein stærsta endurgreiðsluógn sem steðjar að þessari þjóð eru þeir 300 milljarðar króna sem nýi Landsbankinn á að greiða þrotabúi þess gamla fram til 2018. Þeir eiga nefnilega að greiðast í erlendum gjaldeyri sem Landsbankinn á ekki til. Það var margt rangt gert í Icesave-málinu. En við skulum ekki blekkjast til að halda að þetta vandamál sé í grunninn neinum öðrum að kenna en þeim sem bjuggu það til. Íslenska þjóðin er sannarlega enn í herkví afleiðinga bankahrunsins. Við ráðum ekki við þær endurgreiðslur lána sem fram undan eru á næstu árum, gjaldeyrishöft skerða efnahagsbata og lífsgæði, verðbólga er viðvarandi og erlend fjárfesting er nánast engin. Þá er sálrænn skaði þjóðar sem Icesave-deilur hefur rifið í sundur ekki mælanlegur í krónum og aurum. Grýla gamla er sannarlega ekki dauð, jafnvel þótt foreldrar hennar reyni að afneita henni.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun