Einstakt tækifæri Trausti Júlíusson skrifar 31. janúar 2013 06:00 James Blake spilar bæði kvöldin á Sónar, fyrra kvöldið í bílageymslu Hörpu. Sónar-hátíðin hefur verið ein af mest spennandi tónlistarhátíðum Evrópu allt frá því að hún var sett á laggirnar í Barcelona árið 1994. Hún hefur vaxið jafnt og þétt og býður nú ár hvert upp á mjög glæsilega dagskrá. Á tuttugustu Sónar-hátíðinni í sumar verða Kraftwerk og Pet Shop Boys á meðal flytjenda. En þetta er líka alþjóðleg hátíð. Síðan 2002 hefur Sónar haldið 30 hátíðir á fjölmörgum stöðum, m.a. New York, Frankfurt, Lyon, Chicago og Seúl. Hátíðir utan Barcelona eru þrjár í ár; Tókýó 6.-7. apríl, São Paulo 24.-25. maí og Reykjavík 14.-15. febrúar. Hátíðin lagar sig að aðstæðum hverju sinni. Í Reykjavík er hún minni en í Barcelona, en dagskráin er samt mjög þétt. Sónar Reykjavík fer fram í Hörpu. Aðaldagskráin verður í Silfurbergi og Norðurljósum, en báða dagana verður líka tónlist á tveimur öðrum stöðum í húsinu; í bílakjallara og á opnu svæði með útsýni til hafs. Það eru tæp 50 nöfn á dagskránni, u.þ.b. einn þriðji þeirra erlendur. Sónar leggur mesta áherslu á raf- og danstónlist og hátíðin hér er engin undantekning, þó að fjölbreytnin sé mikil. Alva Noto og Ryuichi Sakamoto, Squarepusher, Modeselektor, James Blake, Trentemöller og LFO eru stærstu erlendu nöfnin, en af íslenskum má nefna Mugison, GusGus, Hjaltalín, Retro Stefson, Sin Fang, Yagya og Ásgeir Trausta. Og svo er hellingur af ungum og upprennandi listamönnum. Sónar Reykjavík er frábær hugmynd. Tímasetningin er pottþétt. Í febrúar er ekkert að gerast í tónlist í Reykjavík að öllu jöfnu og þess vegna tilvalið að slá upp hátíð og lífga upp á borgina. Ég get ekki beðið! Sónar Tónlist Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Sónar-hátíðin hefur verið ein af mest spennandi tónlistarhátíðum Evrópu allt frá því að hún var sett á laggirnar í Barcelona árið 1994. Hún hefur vaxið jafnt og þétt og býður nú ár hvert upp á mjög glæsilega dagskrá. Á tuttugustu Sónar-hátíðinni í sumar verða Kraftwerk og Pet Shop Boys á meðal flytjenda. En þetta er líka alþjóðleg hátíð. Síðan 2002 hefur Sónar haldið 30 hátíðir á fjölmörgum stöðum, m.a. New York, Frankfurt, Lyon, Chicago og Seúl. Hátíðir utan Barcelona eru þrjár í ár; Tókýó 6.-7. apríl, São Paulo 24.-25. maí og Reykjavík 14.-15. febrúar. Hátíðin lagar sig að aðstæðum hverju sinni. Í Reykjavík er hún minni en í Barcelona, en dagskráin er samt mjög þétt. Sónar Reykjavík fer fram í Hörpu. Aðaldagskráin verður í Silfurbergi og Norðurljósum, en báða dagana verður líka tónlist á tveimur öðrum stöðum í húsinu; í bílakjallara og á opnu svæði með útsýni til hafs. Það eru tæp 50 nöfn á dagskránni, u.þ.b. einn þriðji þeirra erlendur. Sónar leggur mesta áherslu á raf- og danstónlist og hátíðin hér er engin undantekning, þó að fjölbreytnin sé mikil. Alva Noto og Ryuichi Sakamoto, Squarepusher, Modeselektor, James Blake, Trentemöller og LFO eru stærstu erlendu nöfnin, en af íslenskum má nefna Mugison, GusGus, Hjaltalín, Retro Stefson, Sin Fang, Yagya og Ásgeir Trausta. Og svo er hellingur af ungum og upprennandi listamönnum. Sónar Reykjavík er frábær hugmynd. Tímasetningin er pottþétt. Í febrúar er ekkert að gerast í tónlist í Reykjavík að öllu jöfnu og þess vegna tilvalið að slá upp hátíð og lífga upp á borgina. Ég get ekki beðið!
Sónar Tónlist Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira